Ríkisstjórnin líka þverklofin í olíuhreinsunarmálinu
5.3.2008 | 16:52
Einar Kr Guðfinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra
á hrós skilið fyrir að lýsa yfir stuðningi við olíuhreinsunarstöð
á Vestfjörðum. Öll þjóðhagsleg rök hníga að því að það mál
sé kannað til þrautar. Þá eru byggðarleg rök ekki síður borð-
liggjandi. Hins vegar liggur fyrir andstaða Samfylkingarinnar í
málinu, eins og raunar gegn öllum öðrum bráðnauðsynlegum
framkvæmdum á næstunni til að slá á snöggkólnun hagkerfi-
sins, og búa þannig áfram í haginn fyrir áframhaldandi hag-
vexti og þjóðhagslegri uppbyggingu.
Sá sem þetta skrifar hefur hér spáð fyrir að til alvarlegra
áttaka muni koma í ríkisstjórninni þegar hinar ýmsu þjóð-
þrifaframkvæmdir komast á ákvörðunarstíg, s.s olíuhreis-
unarstöð á Vestfjörðum og álver í Helguvík og við Húsavík.
Nú er þetta að ganga eftir, og bæði forsætisráðherra og
nú sjávarútvegsráðherra hafa nú gefið út opinskáar yfir-
lýsingar um þessar framkvæmdir. Þvert á yfirlýsingar og
viðhorf Samfylkingarinnar.
Sjálfstæðismönnum er sem betur fer að verða ljóst hversu
afturhaldsflokkur Samfylkingin er, eins og raunar hvers kyns
vinstrimennska. Það þarf því að koma henni út úr ríkisstjórn-
inni sem allra fyrst. Því augljóst er, að Samfylkingin er að
verða helsti dragbíturinn í íslenzku efnahagslífi.
Enda var við engu öðru að búast !
Einar Kr.: Ríksvaldið á að beita sér fyrir olíuhreinsistöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.