UItanríkisráðherra endanlega afskrifar öryggisráðið


    Heimsókn ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins til Írans
og nú viðurkenning Íslands á sjálfstæði Kosovo gerir það  að
verkum að möguleikanir að Ísland komist í öryggisráðið eru
nú að engu orðnir. Fyrir það ber að þakka einstaklegu klúðri
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir utanríkisráðherra. Spurning
er nú hver borgi brúsann og taki pólitíska ábyrgð á klúðrinu.

   Ferð ráðuneytisstjóra utanríkisráðherra til Írans er með
öllu óskiljanleg, á sama tíma og öryggisráð S.Þ er að sam-
þykkja hertar aðgerðir gegn Íran.  Nefndarmenn utanríkis-
málanefndar  Alþings koma af  fjöllum. Fram kom á Stöð 2 í
kvöld að heimildarmenn  innan  stjórnarráðsins  hafa þungar
áhyggjur af heimsókninni vegna möguleika Íslands að komast
í öryggisráðið.  Út  yfir  tekur sem  haft er eftir ráðuneytis-
stjóranum að heimsóknin hafi verið farin til að vekja athygli
á kostum Íslendinga við framboð til öryggisráðsins. Var klerka-
veldið í Íran sem er á bannlista hjá öryggisráðunu líklegasti
staðurinn á jarðkringlunni til að  meðtaka þá kosti, að hið
kristna lýðveldi Ísland ætti erindi í öryggisráðið umfram múslima-
ríki eins og Tyrkland?  Þvílíkt RUGL!

   Svo kórónar frú Ingibjörg klúðrið og viðurkennir hérað í Serbíu
sem sjálfstætt ríki, líkt  og  Serbía viðurkenndi Vestmannaeyjar
sem sjálfstætt ríki. Með  þessu hafa fjölmörg ríki hætt stuðningi
sínum við framboð Íslands til öryggisráðsins. Rússar sem höfðu
lofað stuðningi hugsa sig nú tvísvar um eftir Kosovviðurkenningu-
na. AÐ SJÁLFSÖGÐU!!!

   Eitt er þó jákvætt við allt þetta frumhlaup utanríkisraðherra.

   Baráttan um setu Íslands í öryggisráðinu er nú endanlega von-
laus. Bara húrra fyrir því!!!!!!

   Spurningin er bara.  Hver axlar nú ábyrgð á þessu rándýra
heimskulega  klúðri ?
mbl.is Sjálfstæði Kósóvó viðurkennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vonandi hefur þú rétt fyrir þér.  Ekki viljum við í öryggisráðið.

Sigurður Þórðarson, 6.3.2008 kl. 00:54

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já mikið rétt Guðmundur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.3.2008 kl. 02:55

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það er sorglegt hvernig skattfé okkar borgaranna er sólundað í
fáránlegt rugl eingöngu til að fullnægja  hégómagirni ÖRFÁRRA
stjórnmálamanna og eimbættismanna. A.m.k einn milljarður er
kastað sí svona út um gluggann. Bingó! Enginn axlar ábyrgð. Upp-
hafsmaðurinn af þessu ofurrugli var Halldór Ásgrimsson sem er
hættur í stórnmálum með dyggum stuðningi Davíðs Odssonar sem líka er hættur í stjórnmálum. Engu að síður rullar klúðursboltinn endalaust áfram og hleður upp á sig. Eftir sitjum við í súpunni og borgum brúsann.
Takk!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.3.2008 kl. 10:21

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir það með þér Guðmundur að það er sorglegt að fé okkar skuli vera sólundað  til að fullnægja hégómagirni örfárra stjórnmálamanna og embættismanna, eins og við höfum ekki nóg að gera með þessa peninga.  Hitt er að hér á landi axlar enginn ábyrgð, þeir vita ekki einu sinni hvað það þýðir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband