Umboðslaus vara-formaður í ESB-málum.
7.3.2008 | 00:12
Í síðdegisútvarpi Rásar 2 var rætt við Valgerði Sverrisdóttir
vara-formann Framsóknarflokksins og Illuga Gunnarsson al-
þingismann um Evrópumál. Athygli vakti hversu opinská af-
staða Valgerðar er orðin í þessum mikilvæga málaflokki. Er
það vel, því það hlýtur að vera sjálfsögð krafa á sérhvern
íslenzkan stjórnmálamann í dag að hann hafi hreina og klára
afstöðu í jafnn stórpólitísku máli og því hvort Ísland eigi
að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru eða ekki.
Mesta athygli vakti þó hversu afdráttarlaus afstaða Valgerðar
er orðin í þessu málum, þegar á hana var gengið, því ekki var
annað á henni að skilja en að Ísland eigi að ganga í ESB og
taka upp ervu.
Í hvaða umboði lýsir vara-formaður Framsóknarflokksins þess-
ari skoðun sinni? Alla vega ekki í nafni stefnu Framsóknarflokk-
sins. Þvert á móti hefur flokkurinn ALDREI ályktað í þessa veru,
og Guðni Ágústsson formaður flokksins hefur marg ítrekað and-
stöðu sína við aðild að ESB. Er það ekki lágmarkskrafa til for-
ystumanna stjórnmálaflokka að þeir a.m.k hafi til hliðsjónar
grundvallarstefnu flokka sinna til mikilvægustu mála þegar
þeir tjá sig um stærstu mál þjóðar sinnar.? Er það til of mikils
mælst ?
Ljóst er að ummæli og viðhorf vara-formanns Framsóknar-
flokksins í Evrópumálum er ekki til þess fallið að endurheimta
fylgið og tiltrú fólks á flokknum á ný. Fylgið hrundi og tiltrú
á flokkinn sömuleðis þegar Halldór Ásgrímsson fyrrverandi for-
maður þrástagaðist á Evrópusambandshugsjóninni og spáði
aðild Íslands að ESB fyrir árið 2012. Því Framsóknarflokkurinn
er upprunnin af þjóðlegri rót og því fylgið við hann mjög við-
kvæmt gagnvart slíkri and-þjóðlegri framtíðarsýn.
Nú virðist vara-formaðurinn hafa meðtekið þann kyndil sem
fyrrum formaður bar svo fyrir brjósti.
Í hvaða umboði er slíkur kyndilberi í dag ?
Ekki í nafni flokkssamþykkta Framsóknarflokksins !
Svo míkið er víst !!!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott hjá þér Guðmundur að andæfa þessu í þeim flokki sem þú hefur þó kosið þér þina pólitísku framtíð í.
Bjarni Harðar er þó einn af þeim fáu alvöru pólitíkusum sem á ekki eftir að detta úr ístæðinu í þessu máli. En ég held það svei mér þá að baráttan í þessu eigi enn eftir að harðna því stjórnmálaflokkarnir, hver eftir einn eiga eftir að falla og fjölmiðlarnir og allt eru löngu fallið í þessu máli. Það er bara einhliða massívur áróður í öllum fjölmiðlum fyrir Evrópusambandsaðild.
En samt hef ég enn þá miklu trú á Íslenskum almenningi að þessu á eftir að verða hafnað og það rækilega, þrátt fyrir að fjölmiðlamafíunni verður þá búið að telja flestum pólítíkusunum trú um þetta. Sennilega verður það að ske 2svar eins og í Norge að ESB aðild verði hafnað.
NEi nú standa farandsölumennirnir á hverju götuhorni og berja sér á brjóst og falbjóða sjálfstæði Íslands fyrir AÐEINS 30 silfurpeninga ! Takiði eftir þessu !
Þá verður gaman hjá okkur Guðmundur ! Þá verður gaman að lifa !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.