Ingibjörg. Hvað gerðist þarna eiginlega í Íran ?


    Á sama tíma og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra
berst illu heilli fyrir setu Íslands í Öryggisráði S.Þ sendir hún ráðu-
neytisstjóra sinn til Írans samtímis því sem þetta sama öryggis-
ráð samþykkir hertar refsiaðgerðir gegn Íran. Mjög óljósar fréttir
fást af þessari sendiför ráðuneytisstjórnans, en m.a er haft eftir
utanríkisráðherra Írans, að bílaframleiðsla, virkjanagerð og fram-
kvæmd ýmissa verkefna í samvinnu við Ísland geti orðið báðum
löndunum í hag. 

   Í framhaldi af þessu er vert að taka undir með Staksteinum.Mbl.
í dag  þegar spurt er.  ,,Ætlar utanríkisráðherra ekki að gera grein
fyrir þessum viðræðum. Um hvaða bílaframleiðslu var rætt í Teheran
á dögunum? Stendur til að setja hér upp bílaverksmiðju?".

   Og ennfremur. ,, Um hvaða virkjunarframkvæmdir í samvinnu við
Írana var rætt? Eru fyrirhugaðar einhverjar virkjanaframkvæmdir,
sem ekki hefur verið skýrt frá áður í samvinnu við Írana?

   Um hvaða ,,ýmsu verkefni" á Íslandi var rætt um í Theran?".

   Stöð 2 greindi frá  Íransför ráðuneytisstjórans í gærkvöldi og
upplýsti að ekki hafi náðst í utanríkisráðherra til að fá frekari
skýringa á ferðinni.

   Vonandi að það náist í raðherrann í dag. Þjóðin á kröfu á að
fá útskýringu á þessari furðulegu ferð  ráðuneytisstjóra utan-
ríkisráðuneytisins til klerkaveldisins í Íran um síðustu helgi...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef Íslendingar lenda í öryggisráðinu verða þeir að taka afstöðu til kjarnorkumála Írana. Kannski hún hafi verið að skoða kjarnorkuver?

Sigurður Þórðarson, 7.3.2008 kl. 16:54

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það kom fram í kvöld að ráðaneytisstjórinn var þarna að tala máli Actavis varðandi framleiðslu á krabbameinslyfjum. Auk þess sem hann var að tala máli íslendinga varðandi Öryggisráðið

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2008 kl. 21:46

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús minn. Ekki vera svona gjörsamlega blindur að þú sért í raun
tilbúinn til að vaða eld og brennistein hversu heimskulegar ákvarðanir Ingibjörg Sólrún tekur. Þessi ferð til Írans á sama tiíma
og Öryggisráðið er að hvetja til hetra refsiaðgerða gagnvart þessu
afturhalslegu klerkaveldi í Íran er ekkert annað en meiriháttar
skandall. Og tala nú ekki um að fara til hinna öfgafullu múslamisku
klerka í Íran til að fá gott veður hjá þeim  fyrir hið kristna Ísland í öryggisráðið þegar þeir að sjálfsögðu styðja hið múslimska Tyrkkland.   Hlægilegt !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.3.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband