Leiðarhöfundi Mbl á hrós skilið
8.3.2008 | 00:45
Vert er að hrósa leiðarhöfundi Morgunblaðsins í gær
um ruglið í Afganistan og þáttöku okkar í ruglinu. Tilefnið
er sú ranga ákvörðun utanríkisráðherra að senda fleiri
Íslendinga til Afganistans, svo og heimsókn ráðherra til
Afganistans á næstunni. Hér hefur áður verið fjallað um
ruglið í Afganaistan og þátttaka okkar í þvi.
Leiðarahöfundur segir. ,, Nú er utanríkisráðherra okkar á
leið til Afganistans. Til hvers ? Hverra hagsmuna eigum við
að gæta þar, sem kalla á slíka heimsókn? Engra annara en
þeirra að þar eru útsendir fulltrúar utanríkisráðuneytisins,
sem kalla ætti heim þegar í stað.
Hvers vegna er þá ráðherrann að fara í heimsókn til Afga-
nistans? Ráðherrann er að fara vegna þrýstings frá Band-
ríkjamönnum, sem þrýsta nú á onnur aðildarríki Atlantshafs-
bandalagsins um að senda fólk til Afganistans.
Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar, að Ingi-
björg Sólrún yrði leikbrúða Bandaríkjamanna, en það verður
hún í ferð sinni til Afganistans. Allt þetta snýst um grundvall-
arþætti í utanríkismálum okkar á nýrri öld við breyttar aðstæð-
ur. En um þau grundvalllaratriði fást engar umræður, hvorki
á Alþingi né annars staðar. Hvers vegna ekki ?
Og meðal annara orða: Hvað skyldi Samfylkingarfólk segja
um stríðsleik Ingibjargar Sólrúnar?! ".
Svo mörg voru þau athyglisverðu orð Staksteina.
Hverju orði sannara !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:55 | Facebook
Athugasemdir
Já það er ekki öll vitleysan eins heldur aðeins mismunandi Guðmundur.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 8.3.2008 kl. 02:13
Við ekkert síður en aðrir eigum að leggja okkar lóð á vogarskálina til góðs, sbr. fyrri innlegg mína á síðustu vefslóðir þínar um Afganistan, minn ágæti Guðmundur. Og ef við viljum ekki leggja þessa friðarvinnu til samstarfsins með NATO-þjóðum, þá ættum við að fara að undirbúa okkur undir að þjálfa hermenn, því að þeirra verður þá krafizt af okkur í staðinn sem framlags til bandalagsins––eða verulegra fjárgreiðslna til að standa straum af eðlilegum hlut okkar í því að halda uppi varnarkerfi NATO. Við getum ekki verið gersamlega stikkfrí og nízkasta þjóð í heimi og samt þótzt vera þátttakendur í gagnkvæmu varnarbandalagi frjálsra og fullvalda þjóða.
Jón Valur Jensson, 8.3.2008 kl. 03:14
Mín skoðun er reyndar sú Jón Valur að eftir brotthvarf bandariska
hersins komumst við ekki hjá því að stórauka framlag til öryggis-
og varnarmála okkar sjálfra og verja a.mk sömu fjárhæðum til
slíkra hluta og Nato krefst af öllum sínum aðildarríkjum. T.d að sá
milljarður sem sólundaður er í þetta öryggisráðsbrölt hafi betur
verið varið til Landhelgisgæslu og slíkra hluta. Eigum að mínu mati
svo ótal margt ógert til að byggja upp okkar öryggis-og varnarverkefni að við eigum á næstu árum að leggja fjármini í það
frekar en eitthvað rugldæmi eins og með öryggisráðið og þetta
dæmi í Afganistan. Já Jón Valur minn, bara viðurkenni mínar þjóðlegu íhaldsskoðanir í þessum málum. Hins vegar styð ég
alla skilvirka og skynsamlega alþjóðaþrónunaraðstoð til hinna fátæku og kúguðu í heiminum. Það er annar hlutur.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.3.2008 kl. 11:30
Sólunda, sólunda, það er ekki nóg að segja það, enda alltaf hægt að benda á verkefni, sem sinna þurfi, en þessu þarf líka að sinna. Urður Gunnarsdóttir, sem hefur unnið mikið að mannréttindamálum, á fína grfein um þetta mál í 24 stundum í dag, bls. 24, og var líka með gitt innlegg um málið á í þættinum Vikulokin (undir lokin þar) í Rás 1 í morgun. – En ég er 100% sammála þér með framboðið í Öryggisráðið! – Kær kveðja.
Jón Valur Jensson, 8.3.2008 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.