Atlagan að Guðna er hafin !
8.3.2008 | 14:35
Svo virðist að sá armur sem fylgdi illu heilli Halldóri Ásgrímssyni
fyrrum formanni Framsóknarflokksins í Evrópumálum sé nú að
rísa upp og farinn að blása í herlúðra gegn sitjandi formanni,
Guðna Ágústssyni. Upphafið má rekja til Iðnþings í vikunni þegar
Valgerður Sverrisdóttir vara-formaður Framsóknarflokksins lýsti
því hreint og beint yfir, að Ísland ætti að ganga í ESB og taka
upp evru. Þvert á allar flokkssmþykktir og þvert á skoðanir sit-
jandi formanns. Einn þekktur framsóknarmaður og mikill ESB-sinni
hér á bloggingu Hallur Magnússon hrósaði Valgerði í hástemmt
fyrir. Mesta athygli vekur nú að Björn Ingi Hrafnsson fyrrum borg-
arfulltrúi og aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar stigur nú fram
á ritvöllinn á heimasíðu sinni eftir nokkra pólitiska pásu og heggur
í sama knérunn. Dásemar Evrópusambandssýn Halldórs, þess
mikla spámanns sem spáði að Ísland yrði komið í ESB árið 2012.
Allt þetta ber að sama brunni. Þetta fámenna ESB-lið innan Fram-
sóknar ætlar ekki að láta sig segjast. Þótt það hafi nánast rústað
pólitískri ímynd flokksins í tíð Halldórs Ásgrímssonar og fælt þúsund-
ir kjósenda frá flokknum á liðnum árum. Nú skal samt haldið áfram
og látið kné fylgja kviði. Evrópusamnandsandstæðingnum Guðna
Ágústssyni skal velt úr stóli, og Framsókn endanlega ESB-vædd í
eitt skipti fyrir öll að sósíaldemókratiskri fyrirmynd.
Ljóst er að Framsóknarflokkurinn á við alvarlegan klofning að
ræða í Evrópumálum sem stórskaðað hefur ímynd hans sem
frjálslynds umbótaflokks Á ÞJÓÐLEGUM GRUNNI. Grunni þar sem
HIN ÍSLENZKA ÞJÓÐHYGGJA hefur ætið verið hinn pólitíski grunn-
kjarni eins og Jón Sigurðsson fyrrv.formaður flokksins útskýrði
svo frábærlega vel fyrir síðustu kosningar.
Framsóknarflokkurinn mun því ekki ná sér á strik fyrr en hann
hefur gert Evrópumálin upp. Það gengur alls ekki lengur að for-
maður og vara-formaður tali með sitt hvorri tungunni út og suður
í jafn miklu stórpólitísku hitamáli og því hvort Ísland skuli ganga
í Evrópusambandið og taka upp evru eða ekki.
Því fyrr sem hið pólitíska uppgjör fer fram því betra fyrir flokkinn.
Málamiðlun gengur ekki í jafn stórpólitísku máli og þessu.
Ætlar Framsóknarflokkurinn að byggja sig upp sem þjóðlegur
framsækinn flokkur, eða ætlar hann að verða ESB-sinnaður
ör-flokkur við hliðina á hinum raunverulega ESB-flokki, Sam-
fylkingunni?
Um það stendur valið !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ætlar Björn Ingi ekki bara að verða næsti formaður Framsóknar? Velta Guðna úr sessi á næsta flokksþingi?
Annars held ég að brátt dragi til stórra tíðinda í stjórnmálum hér á landi. Ástæðurnar eru augljósar og ég hygg að þú sjáir þær jafn vel og ég - kannski gott betur.
Magnús Þór Hafsteinsson, 8.3.2008 kl. 14:49
Jú Magnús. Held það líka að mikil átök séu framundan í íslenzkum
stjórnmálum sem leiða mun til uppstokkunar þar. Það gengur einfaldlega ekki að til sé 2 gjörólík viðhorf, og stefnur í sama
flokknum í jafn miklu stórmáli og Evrópusambandsaðild og evru-upptöku. Bara gengur alls ekki. Hef trú á því að ÞJÓÐLEG borgaraleg öfl muni þjappa sig saman í náinni framtíð m.a vegna
þessa. Sér þig þar leika stórt og mikilvægt hlutverk.
Get ekki ímyndað mér að Björn Ingi komist til áhrifa aftur eftir
allt það meiriháttar KLÚÐUR sem varð honum að falli í Reykjavík.
Bara segi það hreint út !
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.3.2008 kl. 17:34
Vonandi hafið þið rétt fyrir ykkur kappar góðir. Það er að verða óþolandi ástand hér á landi, vegna eiginhagamunasem pólitíkusa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2008 kl. 20:08
Einmitt Ásthildur. Þess vegna er að verða kominn tími til að við þessir venjulegu og óbreyttir borgarar förum að taka virkilega í taumanna. Förum að vinda ofan af vitleysunni, ruglinu, misréttinu og spillingunni og komum skikkan á hlutina í þágu íslenzks almennings og ÞJÓÐLEGRA HAGSMUNA. Trúi því að innan ekki svo
langs tíma mun grundvöllur skapast fyrir slíkri hreyfingu á mið/hægri kanti íslenzkzra stjórnmála.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.3.2008 kl. 20:34
Já ekki kemur manni þetta á óvart hlaut aðeins að verða tímaspurning hvernær hafist yrði handa að vega að Guðna.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 9.3.2008 kl. 00:00
Skömmu áður en Halldór hætti í stjórnmálum vakti hann máls á því að fá erlend áhættufjármagn inn í sjávarútveg. Þetta var fínt orðalag á því að menn sem voru í svipaðri stöðu og hann (hvort sem þeir komu sér sjálfir í hana eða ekki) gætu selt herfangið (sameign þjóðarinnar).
Sigurður Þórðarson, 10.3.2008 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.