Ha Ingibjörg! Misskilin þjóðernispólitík ?
11.3.2008 | 00:25
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra var spurð
að því sem gestur í Mannamáli á Stöð 2 s.l sunnudagskvöld
hvers vegna væri svona mikil andstaða í forystu Sjálfstæðis-
flokksins við Evrópusambandsaðild. Og Ingibjörg svaraði.
,, Ég held að í rauninni sé þetta einhvers konar arfur af
einhverri svolítið misskilinni þjóðernispólitík".
Það var og. Miskilin þjóðernispólitík? Hvernig væri að Ingi-
björg Sólrún útskýrði það þá t.d á mannamáli fyrir þjóðinni
hvernig hún sjái Ísland halda sinum FULLUM yfirráðum yfir
fiskimiðunum gangi Ísland inn í ESB. Eða er ráðherra kann-
ski ókunnugt um það að kvótinn á Íslandsmiðum er í dag
ALGJÖRLEGA FRAMSELJANLEGUR? Þannig að við inngöngu
Íslands í ESB færi þessi framseljanlegi kvóti SJÁLFKRAFA á
OPINN MARKAÐ innan ALLS ESB-svæðisins? Hvernig ætlar
ráðherrann að koma í veg fyrir slíkt? Eða hefur ráðherra
kannski ekki hugmynd um hvað það þýddi í raun? Veit ráð-
herra ekki hvernig komið er fyrir t.d breskum sjávarútvegi í
dag? Hvernig hið svokallaða kvótahopp milli landa innan
ESB hefur nánast rústað breskum sjávarútvegi? Hlustaði
ráðherra ekki á hinn skoska þingmann á dögunum hvernig
hann fullyrti að sjávarútvegsstefna ESB væri eitt allsherjar
stórslys fyrir Evrópsk fiskveiðsamfélög.? Gerir ráðherra sér
ekki grein fyrir því að með því að kvótinn komist í eigu
erlendra aðila flyst virðisaukinn af þessari mikilvægu auðlind
okkar úr landi með tíð og tíma? Veit ráðherrann ekki að með
inngöngu Íslands í ESB gefst útlendingum tækifæri að fjárfesta
að fullu í íslenzkri útgerð og þar með öðlast ótakmarkaðan veði-
rétt á Íslandsmiðum? Það kæmi til viðbótar hinu frjálsa framsali.
Skilur ráðherra það ekki?
Já, hefur utanríkisráðherra hugleitt hvað þjóðartekjur Íslendinga
gætu dregist stórkostlega samana TIL FRAMBÚÐAR misstu þeir
yfirráð sín yfir fiskveiðiauðlindinni og að afrekstur hennar hyrfi að
mestu úr landi sbr. það sem gerst hefur á Bretland ?
Fyrir utan alla þá milljarða sem íslenzka ríkið yrði að greiða í hina
mörgu sukksjóði Evrópusambandsins!
Já er ekki tími til kominn að Ingibjörg Sólrún útskýri fyrir þjóðinni
hvernig hún ætli Í RAUN að halda yfirráðum Íslands yfir sinni helstu
auðlind gangi Ísland í ESB?
Og það á skiljanlegu mannamáli!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jú sannarlega Guðmundur.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 11.3.2008 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.