Ríkisstjórnin. Sverfur til stáls vegna Helguvík?
13.3.2008 | 00:29
Að sjálfsögðu á að byggja álver í Helguvík. Að sjálfsögðu
á að byggja álver á Bakka við Húsavík. Já að sjálfsögðu
eiga Íslendingar að nýta sínar orkulindir. Það er bara frum-
forsenda þess að hægt verði áfram að halda uppi góðum
lífskjörum á Íslandi. Ekki síst í dag, þar sem margar blikur
eru á lofti í efnahagsmálum, og allt bendir til alvarlegs sam-
dráttar á næstu mánuðum og misserum, ef ekki komi til
sterk og virk innspýting í efnahagslífið. Ef einhvern tímann
væri þörf á slíkri innspytingu þá er það einmitt núna. Þá
yrði erlend fjárfesting eins og yrði í Helguvík kærkomin
skilaboð inn í fjármálaheiminn, eitthvað sem ekki er vanþörf
á í dag.
Helsti dragbíturinn á allt þetta er Samfylkingin og aftur-
haldsöm vinstrisjónarmið. Samfylkingin eins og Vinstri-grænir
halda peningana vaxa á trjánum og allt gerist af sjálfu sér.
Í dag er álútflutningur að skila okkur jafnmiklu í þjóðarbúið
og útfluttar sjávaáfurðir. Menn geta rétt ímyndað sér kreppu-
ástandið í dag ef ekki hefði komið til þeirra álframleiðslu sem
við höfum í dag. Og horfur á stórhækkandi álverði fara vax-
andi dag frá degi, íslenszku þjóðarbúi til mikillar hagsældar.
Samfylkingin ætlar sér augsjáanlega að koma í veg fyrir
álversuppbyggingu í Helguvík. Hún dregur lappirnar á öllum
sviðum hvað varðar styrkingu atvinnulífsins. Alvarlegast er
þó ef henni á að takast að koma í veg fyrir svokallaða
íslenska ákvæði varðandi Kyoto-samkomulagið. Ef við fáum
ekki framhald á því og aukningu er komið í veg fyrir að Ís-
land hafi óskorað yfirráð yfir eigin orkulindum í framtíðinni
og nýtingu þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem við höfum
yfir að ráða. Það er kannski í takt við framtíðaráform Sam-
fylkingarinnar að troða Íslandi áhrifalaust inn í ESB og af-
henda útlendingum okkar helstu auðlindir eins og fiski-
miðin.
Ljóst er að mikill og alvarlegur ágreiningur er í ríkisstjórn-
inni í þessu miklvæga máli. Reyndar er ágreiningur í ríkis-
stjórninni í hverju stórmálinu á fætur öðru. Því er mjög
líklegt að í stórmálinu um byggingu álvers í Helguvík verði
loks látið sverfa til stáls í ríkisstjórninni. Sjálfstæðisflokk-
urinn getur ekki lengur látið Samfylkinguna draga sig á
asnaeyrunum.
Já. Það voru herfileg mistök að hleypa Samfylkingunni að
ríkisstjórnarborðinu s.l vor!
Herfileg pólitísk mistök!
Framkvæmdaleyfi vegna Helguvíkurálvers afgreitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:55 | Facebook
Athugasemdir
Þú sem sagt bíður bara eftir því að byrjað verði á nýju álveri með öllum þeim ósköpum sem fylgja því. Verðbólgan eftir Reyðarál og Kárahnjúka ekki enn komin niður og spáð að það sé mikil verðbólga í pípunum næstu mánuði vegna hækkana á matarverði og öðru. Og svo bara að bæta svona eins og 50 til 80 milljarða framkvæmdum á þetta bál. Þú náttúrulega sem bókahaldari veist hvað þetta þýðir! Það verða hækkaðir skattar til að hamla á móti því að fólk versli og um leið verður sett bremsa á allar aðrar framkvæmdir sem mér finnst meira áríðandi eins og Sundabraut og fleira.
Eins og Össur sagði er þetta kannski ekki heppilegast tímasetning. Það er bullandi uppgangur á Reykjanesi, lítið atvinnuleysi. Reykjanes fékk að hafa mikið með ráðstöfun eigna varnaliðsins að gera og þar er að koma upp Háskóli og fleiri fyrirtæki eiga eftir að velta milljarðatugum.
Það er ekki búið að ganga frá kærum vegna umhverfismats, það á eftir að semja um orkuna og fleira. Og með því að leyfa byggingu álversins þá myndar það þrýsting á að skaffa orku hvað sem það kostar. Sem þýðir að ýmsar ákvarðanir verða teknar um orkuöflun á skömmum tíma sem geta valdið óbætanlegum skaða.
Hefði nú ekki verið tilvalið að hægja aðeins á þessum látum. Og koma verðbólgu eitthvað niður á við áður en við byrjum aftur á þessum látum?
Suðunesjamenn eiga líka eftir að finna fyrir verðbólgunni.
Magnús Helgi Björgvinsson, 13.3.2008 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.