Hefur Bush-liðið endanlega fríkað út ?


   Eins og kom fram í miðopnu Mbl í gær er stríðið í Írak
aðal orsakavaldur efnahagsöngþveitisins vestra. Hvorki
meir né minna en þemur billjónum dala(3.000.000.000.
000) eða þremur milljónum milljóna dala hafa farið í
hítina. Fjárhæð sem dyggði til að reka íslenzka ríkið  til
ársins 2362. 

   Verst er þá að efnahagsruglið  kringum Bush-stjórnina
er farið að valda alvarlegum efnahagsþrengingum víða
um heim. Spá hinir svörtsýnustu jafnvel heimskreppu.

      Alvarlegast er þó að stríðið í Írak var háð á KOLVIT-
LAUSUM forsendum sbr. síðustu fréttir vestra. Stendur
ekki steinn yfir steini hvað mástaðinn varðar.

     Hvernig í ósköpunum getur það  gerst að eitt ríkasta
og öflugasta ríki heims virðist nú  að brauðfótum komið?

    Og það undir hagfræðikenningum alræmdustu kapitalista
og frjálshyggjugaura ?

    Ríkiskassi Bandaríkjanna er ekki bara gal-tómur.  Hann
bullsýður af botnlausri skuldasúpu. 

   Já.  HVERNIG í ÓSKÖPUNUM GAT ÞETTA GERST ?


mbl.is Hvíta húsið hvetur neytendur til dáða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Og ekki gleyma því að í ofanálag voru skattar á hátekjufólki lækkaðir.

Þessi öfgakostnaður vegna upploginna ástæðna er þar að auki ekki bara að sliga BNA heldur hefur víðtæk áhrif á efnahagslífs alls heimsins.

Ragnar Bjarnason, 13.3.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband