Hvaða rugl er í umhverfisráðherra ?


   Skv. frétt á Mbl.is í dag  segir Norðurál  ekki  nýta nema þriðjungs
af þeim losunarheimildum sem úthlutað var s.l haust skv. svokallaða
íslenzka ákvæði í Kyoto-samkomulaginu. l.8 milljónir tonna af losunar-
heimildum eru enn ónýttar, en Norðurál sótti aðeins um 637 þúsund
tonna kvóta fyrir Helguvík.

   Hvert er þá vandamálið varðandi byggingu álvers í Helguvík?
Hvaða  rugl  er í umhverfisráðherra  að gefa  í skýn að nægar
losnunarheimildir séu ekki fyrir hendi?

   Fyrir liggur vilji forsætisráðherra að sótt verði um frekari undan-
þágur í tengslum við svokallaða íslenzka ákvæðið svo Íslendingar
hafi óskoruð yfirráð yfir eigin orkulindum í framtíðinni og geti nýtt
sínar endurnýjanlegu orkulindir þjóðinni og öðrum heimsbúum til
góða.

   Fyrir liggur að umhverfisráðherra og hluti Samfylkingarinnar eru
á móti nýtingu orkuauðlinda Íslands til að byggja hér upp hagvöxt
og þróttmikið samfélag. Aldrei hefur verið eins mikil þörf á slíku og
einmitt nú.

   Ef Samfylkingin ætlar enn að þvælast fyrir eðlilegri og nauðsyn-
legri atvinnulegri upppbyggingu á Íslandi verður að skáka henni
út úr ríkisstjórn Íslands. - Og það strax!

   Svo einfalt er það!
   
mbl.is Segir álver í Helguvík aðeins nýta þriðjung af lausum losunarheimildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband