Glæpagengin nýta sér Schengenfrelsið á fullu !
24.3.2008 | 00:22
Eitt af stórkostlegustu mistökum í íslenzkri löggæslu
og landamæraeftiliti var þegar íslenzk stjórnvöld ákváðu
að ganga í Schengen-samstarfið. Ekki bara það að kostn-
aðurinn við Schengen er óbærilegur, heldur hefur allt
landamæraeftirlit verið stórskert frá því sem áður var.
Nú virðist hvert glæpagengið á fætur öðru getað labbað
óárétt frá borði í Keflavík og víðar og spókað sig í róleg-
heitunum við það að koma sér hér fyrir. Einkum virðast
Mafíósarnir frá fyrrum austantjaldslöndunum ætla að
gerast stórtækir hér eins og ótal dæmin sanna. Út
fyrir hefur þó gengið um sjálfa páskaheilgina. Þeir
sem voru settir inn fyrir lás og slá um helgina og yfir-
fylltu fangageymslur voru nær allt erlent glæpagengi.
Þökk sé Shengen eða hitt þó heldur !
Schengen-svæðið heldur ekki vatni. Fyrir nokkru stöð-
vaði ítölsk strandgæsla á þriðja hundrað ólöglegra inn-
flytendur við Sikiley, en hátt í 20.000 komust ólöglega
til Ítalíu árið 2007. Sama má segja um Spán og Möltu.
Öll þessi ríki eru innan ESB og eru í Schengen. Sem
þýðir að jafnskjótt og allir þessir ólöglegir innflytendur
takast að komast inn á Schengen svæðið eru þeir um
leið komnir innfyrir landamæri Íslands. Um s.l áramót
bættust svo 9 ríki fyrrum austantjaldsríkja við Schen-
gen, en þar hafa verstu glæpagengin þrifist. Ótti
manna við að þessi glæpagengi myndu nýta sér
frelsið hefur verið á rökum reistur. Glæpatíðni hefur
aukist á Schengensvæðinu. Og nú erum við Íslendingar
farnir hressilega að súpa seyðið af því!
Þjóðin hlýtur nú að gera þá kröfu að Ísland segi sig
úr þessu Schengen-rugli og það tafarlaust! Ef eyþjóð-
irnar Bretar og Írar sjá ENGANN kost við það að teng-
jast Schengen, hvers vegna í ósköpunum ætti þá EY-
ÞjÓÐIN Íslendingar langt úti á Atlantshafi að gera það?
Reynslan af Schengen liggur nú skýr og klár fyrir.
Hún er skelfileg, sbr. páskahelgin.
Burt með Schengen-ruglið!!!!!!
Og það STRAX !!!
Pólsk glæpagengi herja á aðra Pólverja hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:09 | Facebook
Athugasemdir
Schengen hefur enga raunverulega virkni og margt til í því sem þú segir. Maður kemst varla til Danmörku lengur án þess að hafa vegabréf meðferðis.
En það er stórvandamál það eftirlitsleysi sem viðgengs á Íslandi þegar verkamenn þurfa ekki að sýna sakavottorð eða hreilega neina pappíra hverjir þeir eru í raun og veru. 'eg vann á Litla-Hrauni í eitt ár. Þar var aðeins einn glæpamaður og hann er útlendingur og fyrirmyndafangi, og restin voru afbrotamenn samkv. stöðluðu formi um áhættumat á föngum sem kallast DSM IV og er viðurkennt um alla Evrópu.
Það væri ekki mikið mál að gera persónuleikatest á fólki sem kemur hingað. Tekur u.þ.b. 2 tíma. Er búin að vinna í glæpamálum innan og utan fangelsa í Svíþjóð í 20 ár og flestu alvarlegustu glæpirnir eru tengdir útlenskum glæpamönnum frá austantjaldslöndunum, og rasistum.
Það svakalegasta sem er að ske í fangelsum hér, er að útlenskum föngum er blandað saman við íslenska fanga, svo Litla-Hraun er orðin glæpamannaverksmiðja sem mun hafa afdrífaríkar afleiðingar í framtíðinni.
Ég hef erðið öskureiður yfir starfsháttum Björns Bjarnasonar Dómsmálaráðherra og kallaði hann skræfu ef ahann þyrði ekki að gera það sem þarf að gera. Ég er ágætlega sáttur við hann núna, en traust mitt á honum fer hraðminnkandi.
Takk fyrir góðan pistil og Gleðilega Páska!
Óskar Arnórsson, 24.3.2008 kl. 00:45
Ég hélt að Schengen væri í raun meira eftirlit og alþjóðlegar upplýsingar en það væri EES sem gerði landið svona opið. Schengen gerir okkur kleift að fletta hvaða manni upp er til Íslands kemur og athugað hans sakaskrá svo sakavottorð er í raun óþarft. En svo er það EES reglurnar sem koma í veg fyrir að við getum flett fólkinu upp.
Halla Rut , 24.3.2008 kl. 00:53
Þetta er róðlegur og góður pistill. Tek undir allt, held að þetta sé hverju orði sannarra og réttast væri að bakka út úr þessu fári áður en verra hlýst af, nógu slæmt er það þegar. - Gleðilega páska!
Haraldur Bjarnason, 24.3.2008 kl. 00:53
Heyrðu Guðmundur minn kæri.
Þetta Schengen rugl eins og þú kallar það sjálfur er nú bara skilgetið afkvæmi fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, Halldórs Ásgrímssonar. Sem eyddi milljörðum króna í að koma þessu baráttumáli sínu í höfn, eins og jú líka fjandans kótakerfinu og fleiri óheillamálum fyrir Íslenska þjóð. Merkilegt er að þú skulir ennþá vera einn af þeim fáu sem enn tóra í þessum vesæla flokki. En kanski er ágætt að enn séu þar þó eftir einhverjir ærlegir menn eins og þú minn kæri Guðmundur.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 01:09
Gunnlaugur minn. Ef þú hefur lesið mína pístla og viðhorf gegnum
tíðina hafa þeir pstlar og viðhorf skarast all alvarlega við pólitík
Halldórs Ásgrímssonar, sbr. Evrópumál, Schengen og Öryggisráðið!
Þannig finnst þessi athugasemd þín í minn garð AFAR ÓSANNGÖRN!
Svo ekki sé meira sagt!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.3.2008 kl. 01:17
Jú, jú kæri Guðmundur, ég hef alveg fylgst með því að þú hefur alveg verið sjálfum þér samkvæmur í þessum málum og algerlega sýnt þínar sjálfstæðu skoðanir þrátt fyrir meinta Framsóknarmennsku, sem er vel ! Þannig að jú ég viðurkenni vel að þetta var aðeins undir beltisstað að klína þessu svona á þig.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 01:33
Já það mátti vitað vera frá upphafi hvílika endemis dellu væri verið að innleiða varðandi þetta Shengen samstarf.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 24.3.2008 kl. 01:33
Með inngöngu okkar í Schengen, á sínum tíma, átti að færa eftirlit með útlendingum frá landamærum og inn í viðkomandi land þ.e. eiginleg landamæri milli Schengenlandanna hyrfu, auðveldara átti að vera fyrir almenning að ferðast á milli landa o.s.frv. (bla, bla, bla....)
Það sem hefur gerst og bæði Bretar og Írar bentu á, sem mögulega stöðu, er að auðveldara hefur orðið fyrir harðsvíraða glæpamenn að ferðast á milli landa til að stunda sína iðju, eftirlit hefur hvorutveggja minnkað, á landamærum (tollur og lögregla), sem og innan landamæra (lögregla). Lögreglu átti að efla, með tilkomu Schengen samstarfs þ.a. hún yrði í stakk búin til að takast á við þau auknu verkefni, sem á hana voru lögð. Allt annað hefur komið á daginn og fjölmiðlaumræða undanfarinna vikna, mánaða og í sumum tilfellum ára hefur staðfest ógöngurnar sem við erum nú komin í. Ég óttast það, því miður, að við eigum eftir að sjá miklu meiri og stærri vandamæl tengdum þessu á næstu misserum.
Snorri Magnússon, 24.3.2008 kl. 12:59
Orð í tíma töluð! Ég bjó árum saman í þýskalandi, og ég var útlendingur. Ég bið íslendinga fyrir alla muni að ræskja sig núna og hrópa hátt!!! Það er hægt, og það verður, að ná tökum á þessu núna og henda skemmdu epplunum úr kassanum. Landamæravarsla er bráðnauðsynleg. Breyting á dómskerfinu. Skítt með Schengen-bandið. Við erum of fámenn þjóð til að ráða við hörmungar´og kræfa glæpi hins stóra heims. Íslensk fangelsi eru fyrir íslenska krimma. Svo einfalt er það. Ég þurfti að sýna sakavottorð allsstaðar sem ég bjó erlendis og það gaf mér öryggi. Eðlilega!
anna (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 13:57
Takk fyrir þetta. Spurning hvenær íslenzk stjórnvöld vakni af þyrni-
rósasvefni. Og þora að viðurkenna þessi hrapalegu mistök. En betra
en seint en aldrei. Vil trúa á að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
verði maður að meiru og viðurkenni mistökin með Schengen. Ekki
síst í ljósi síðustu viðburða.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.3.2008 kl. 16:39
Lesið það sem Morgunblaðið (ekki lýgur Mogginn) skrifaði um aðild Íslands að Schengen, þann 24. mars 2001 http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=596596
Þar segir m.a: "Til dæmis er ljóst að með aðild að Schengen stóraukast möguleikar lögreglu og tollgæzlu til að hafa eftirlit með fíkniefnasmygli og ýmiss konar alþjóðlegri glæpastarfsemi annarri. Tolleftirlit tekur ekki breytingum með þátttöku í Schengen-samstarfinu, þvert á móti verður allt eftirlit og viðbúnaður vegna afbrota mjög eflt á Keflavíkurflugvelli. Íslenzk löggæzluyfirvöld fá nú hins vegar aðgang að umfangsmiklum gagnagrunni Schengen-ríkjanna, þar sem skráðir eru meira en milljón eftirlýstir einstaklingar og óæskilegir útlendingar, auk um níu milljóna færslna um stolna bíla, persónuskilríki o.fl. Þá hefur samstarf íslenzku lögreglunnar við löggæzluyfirvöld í öðrum ríkjum Schengen- samstarfsins verið stóreflt........" og
"Á heildina litið felur aðild Íslands að Schengen í sér marga kosti og jafnframt ýmis tækifæri, sem mikilvægt er að reyna að nýta. Ekki má þó horfa framhjá göllunum, einkum og sér í lagi varðandi persónuvernd og réttindi einstaklinga. Litlar umræður hafa farið fram um þann þátt málsins hér á landi, t.d. miðað við það sem gerzt hefur í Noregi. Full ástæða er til að þær umræður fari fram og að stjórnvöld fái aukið aðhald, um leið og löggæzlan eflist." (feitletrun höf.).
Hvað höfum við svo verið að lesa í fjölmiðlum undanfarið m.a. um ástandið í toll- og löggæslumálum á Suðurnesjum?
Snorri Magnússon, 24.3.2008 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.