Utanríkisráðherra til Barbados á páskadag


   Í Fréttablaðinu og Vísir.is s.l laugardag kemur fram að Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er að legga upp í ferð á sjálfan
páskadag  með fríðu föruneyti alla leið til Bardados. En þetta mun
vera ríki í Karíbahafinu. Í fréttinni kemur fram við Kristínu Árnadótt-
ir kosningastjóra framboðs Íslands til Öryggisráðs SÞ að þar eigi
m.a að kynna Ísland og undirbyggja  framboð þess til öryggisráð-
sins. Auk þess eiga að halda þar 3 daga ráðstefnu um að leggja
grunn að þróunarsamvinnu og samstarfi við 16 eyríki á svæðinu.
Með í för utanríkisráðherra verður m.a fulltrúar Þróunarsamvinnu-
stofnunar Íslands, Hafrannsóknarstofnunar, Landhelgisgæslunar,
Sjávarútvegsskóla og Jarðhitaskóla, Háskóla Sameinuðu þjóð-
anna og orkufyrirtækja.

   Á maður virkilega að trúa að öll ríkisstjórnin og þingmenn hennar
standi að svona ofur-rugli? Það að ferðast þvers og kruss heims-
horna á milli með heilu hópanna boðandi þrónaraðstoð og hitt og
þetta í skiptum fyrir stuðning við framboð Íslands til öryggisráð-
sins. Jafnvel  sjálfur Páskadagurinn er gjörnýttur í  slíkt flandur! 
Liggur fyrir heildarlisti yfir alla þessa  þróunaraðstoð, hvað  hún
muni kalla á mikinn mannafla og  ekki síst  fjármuni? Á sama tíma
er að skella á mjög alvarleg efnahagskreppa hér uppi á Íslandi.

  Á maður að gráta eða hlæja af vitleysunni?

  Og að það skuli vera sjálfur foringi jafnaðarmanni sem skuli fara
svona glafralega með opinbert fé okkar skattborgara!

    Ekki að furða hvað hljótt fer um ferð þessa! Ekki einu sinni á
heimasíðu utanríkisráðuneytisins er hennar getið.

  Skyldi þar vera að byggjast um feimni af allri vitleysunni ?

   JÁ ÞETTA ER SKANDALL FRÁ  A  TIL Ö  !!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ja alltaf batnar það eða hitt þó heldur.

Ætli fari ekki að verða tímabært að taka saman kostnaðinn við flakkið í þessu sambandi ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.3.2008 kl. 00:38

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

það er of mikið af vandamálum á Íslandi til þess að stjórnendum landsins sé vært hérna heima..Love You A Tonvantar bara að þeir skifi undir að þeim vanti fóður fyrir hvali og seli og taki erlend lán til að þeir svelti ekki í hel...vso er ekki ónítt að ná sambandi við sprengjuháskóla í Palestínu og heróínframleiðendur í Afganistan...

Þetta er kjarnorkukerling þessi Ingibjörg!, vonum bara að hún sé ekki farin að smakka á aðalútflutningsvöru Afgana, gæti orðið undarlegri stjórnun í ráðuneytinu hennar, og er það orðið ansi dularfullt nú þegar...

Óskar Arnórsson, 25.3.2008 kl. 06:48

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ægir. Þú hefur bersýnilega ekki fylgst með mínum skrifum um Öryggisráðið, Schengen og Evrópumálin. Jú Halldór Ásgrímsson var
upphafsmaður af ruglinu um þetta Öryggisráð. Hef ætíð verið´óssamála honum í því, einnig í Schengenruglinu og ESB-daðri
hans. Þannig málflutningur minn hefur algjörlega verið samkvæmur
sjálfum sér hvað þetta varðar. Þess vegna held ég áfram að gangrýna þetta rugl þótt Ingibjörg Sólrún sé komin í kaf í  það.
En þú Ægir ert væntanlega svo flokksblindur að þú horfir fram hjá
ruglinu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.3.2008 kl. 07:52

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það flögraði svona gegnum huga minn í morgun, þegar ég las ágæta grein eftir Kristinn H. Gunnarsson einmitt þessar þúsund milljónir sem stjórnarliðar hafa eyrnamerkt sjálfum sér til að ferðast og skemmta sér og öðrum til öryggis, en greinin er hérna;

Kristinn H. Gunnarsson.Kristinn H. Gunnarsson.

Kristinn H. Gunnarsson | 14.03.2008 | 17:22No minister, það vantar víst peninga

Forsætisráðherrann fullyrti á Alþingi í síðustu viku að það stæði ekki á fjármagni til þess að hrinda í framkvæmd tillögum Vestfjarðanefndarinnar. Það kom mér á óvart því að bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ og nefndarmaður í Vestfjarðanefndinni hafði fyrir nokkru sagt í fjölmiðlum að ekki hefði tekist að hrinda tillögunum í framkvæmd á þeim tíma sem nefndin lagði til, aðeins 18,8 störf urðu til árið 2007 í stað 28. Eftir yfirlýsingu forsætisráðherrans sagðist bæjarstjórinn vera sammála ráðherranum, yes minister.

Nú bar svo til að ég sat fund með þingmönnum Norðvesturkjördæmis í dag og þar kom formaður Vestfjarðanefndarinnar og gerði grein fyrir stöðu mála. Lagði hann fram greinargott yfirlit þar sem skilmerkilega er rakin staða hverrar tillögu, er þær eru alls 37 og eiga að búa til 85 störf. Viti menn, stendur ekki svart á hvítu við 6 tillögur að fjármagn skorti. Þetta kemur fram í minnisblaðinu:

1. Efling starfsemi Háskólaseturs Vestfjarða. Vantar fjármagn til þess að ráða í eitt stöðugildi af þremur.

2. Vöktun fuglalífs. Átti að vera eitt stöðugildi, en ráðið í 0,75 starfshlutfall þar sem fjármagn nægir ekki.

3. Vöktun gróðurs. Eitt stöðugildi en biðstaða þar sem fjármagn nægir ekki.

4. Gróðurkortagerð á Vestfjörðum. Tvö stöðugildi, en ráðið í lægra starfshlutfall þar sem fjármagn nægir ekki.

5. Þjóðtrúarstofa á Hólmavík. Tvö stöðugildi, en fjármagn vantar til þess að ráða í seinna stöðugildið.

6. Minjavörður Vestfjarða. Eitt stöðugildi, en ráðið í 0,8 þar sem fjármagn nægir ekki í fulla stöðu.

Að auki vil ég nefna svonefnda Látrabjargsstofu. Við hana átti að ráða sérfræðing á þessu ári. Umhverfisstofnun hefur upplýst í nýlegu bréfi til þróunarseturs Vestur Barðastrandarsýslu að staðan verði ekki auglýst fyrr en fjármunir hafi verið tryggðir og að Vestfjarðanefndin hafi forgangsraðað fjármunum sem úr var að spila þannig að ráða sérfræðing í friðlandið á Hornströndum og þannig ákveðið að láta Látrabjargsstofu bíða.

Samtals vantar fjármagn til þess að uppfylla ráðningar í 7 tillögum sem áttu að koma til framkvæmda á þessu ári. No, minister, það vantar víst peninga.

Kristinn H. Gunnarsson.

Ég hugsaði um það ef maður byggi í hripleku húsi, hvort maður myndi gera heldur, fara af stað með hamar og nagla, eða byrja á því að halda myljandi partý.  Ef hriktir í undirstöðunum, hvernig ætli yfirbyggingin sé þá ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2008 kl. 09:36

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Segðu bara eins og er Guðmundur þú hatar Ingibjörgu eins og Styrmir. Ég segi kannski ekki að þetta sé nauðsynlegast ferð sem ég hef heyrt um að þetta hefur verið tíðkað hér lengi að Forseti og ráðherrar fari í opinberar heimsóknir og hefur skapað okkur viðskipti upp á milljarða. Svona ferð kostar okkur kannski nokkrar milljónir en skapa yfirleitt framtíðartekjur líka.

En ég hef séð að það er sama hvað Ingibjörg gerir þú ert á móti því. Kannski rétt að rukka þig um hvern þú sæir sem vænlegri utanríkisráðherra. Og af hverju við ættum að vera með utanríkisráðherra ef hann á ekki að einmitt að vera í samskiptum við önnur lönd?  Og það er yfirlýst markmið okkar að komast í öryggisráðið. Væri það það ekki eins og henda þeim hundruð milljónum sem við erum þegar búin að eyða í þetta?

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.3.2008 kl. 11:50

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús minn. Hata hvorki einn né neinn og allra síst Ingibjörgu
Sólrúnu. Hef reyndar hrósað henni sbr þegar hún tók bandariska
sendiherrann á teppið vegna framferðirs bandariskra stjórnvalda
á íslenkum ríkisborgara fyrir ekki svo löngu. En þessi Ingibjörg
er ekki yfir gagnrýni hafin ekki frekar en aðrir stjórnmálamenn. Og
í þessu máli hef ég ekki síst gagnrýnt þá sem áttu upphafið á þessu
rugli eins og Halldór og Davíð. En það breytir því ekki að Ingibjörg
heldur ruglinu áfram. Því eins og Ásthildur bendir hér á ofar þá
væri mun þarfara að nýta alla þessa fjármuni í mjög brýn mál
hér innanlanads en í þetta rugl.

En til að gæta sannmælis þá virðist þessi frétt Fréttablaðsins og
Vísis á laugardaginn ekki alveg réttur. Trúlega hefur utanríkis-
ráðherra seinkað aðeins för sinni út af fundi ríkisstjórnarinnar í
morgun.  Að öðru leyti mun fréttin standa.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.3.2008 kl. 13:02

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eftirfarandi frétt er af www.ruv.is fá þvi 11 þessa mánaðar og þar segir að kostnaður Íslands vegna framboðsins sé kominn í 250 milljónir.

"Til að ná kjöri í öryggisráðið þarf ríki sem býður sig fram að fá stuðning 2/3 af aðildarríkjum SÞ. Þau eru 192 talsins og því þarf Ísland að fá hátt í 130 atkvæði til að komast inn í ráðið. Nær öruggt þykir að fleiri en eina umferð þurfi til að útkljá það hvaða tvö ríki úr Vesturlandahópnum verði kjörin þegar greidd verða atkvæði í október.

Kostnaður íslenska ríkisins vegna framboðsins er kominn í um 250 milljónir króna. Stór hluti þess fjár hefur farið í að styrkja fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og telja íslensk stjórnvöld að það hafi verið tímabært, burtséð frá framboðinu til öryggisráðsins.

Utanríkisráðuneytið fær samkvæmt fjárlögum þessa árs 66 milljónir króna til að verja í framboðið en stærstur hluti þess fjár er launakostnaður. Ljóst er að ýmis annar kostnaður fellur til og líklegt er að verja þurfi meira fé til kosningabaráttunnar nú á lokasprettinum."

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.3.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband