ÖFLUG Landhelgisgæsla staðsett í Keflavík !
26.3.2008 | 00:31
Í viðtali við forstjóra Landhelgisgæslunnar um helgina kom
fram að aðstaðan á Reykjavíkurflugvelli fyrir flugflota gæsl-
unnar sé óviðunandi, ekki síst eftir fjölgun þyrlusveitarinnar.
Við tilkomu nýrrar flugvélar sem nú er í smíðum yrði staðan
enn verri. Kom fram að dómsmálaráðherra væri að skoða
framtíðarstaðsetningu gæslunnar, og væri Keflavíkurflug-
völlur þar inn í dæminu.
Við brotthvarf bandariksa hersins hefði þegar átt að taka
ákvörðun um að Landhelgisgæslan flytti á Keflavíkurflugvöll
og nýtti aðstöðuna í Helguvík undir varðskipaflotann. Öll her-
naðarleg mannvirki þar syðra á að nýta, viðhalda og byggja
upp til styrktar vörnum og öryggi landsins. Landhelgisgæslan
á að annast það verkefni. Varalið lögreglu og víkingasveitir
ættu sömuleiðis að hafa þar aðsetur. Keflavíkurflugvöllur er
auk þess alþjóðlegur flugvöllur með aðsetur NATO-flugvéla
og þarf því öflugar varnir. Af öryggisástæðum á svo ein
þyrlusveit að vera staðsett fyrir norðan eða austan. Akureyri
og Egilstaðir hafa verið nefnd í því sambandi.
Í stað þess að nálgast lágmarakskröfur NATO um fjárframlög
til varnarmála höfum við m.a sent mannskap heimshorna á
milli í ýmiss vafasöm störf, í stað þess að uppfylla kröfur NATO
og setja fjármunina í okkar eigin öryggis- og varnarmál. Það segir
sig sjálft að þjóð sem hingað til hefur ekki haft her yfir að ráða,
og nú eftir brotthvarf bandariska hersins af Íslandi, þarf á sínu
öllu að halda til að koma sínum öryggis- og varnarmálum í við-
unandi horf. Míkið verk er þar óunnið og kostnaðarsamt. Verk
sem við komumst ekki hjá að framkvæma á næstu misserum og
árum svo framanlega sem Íslendingar vilja vera í hópi fullvalda
og sjálfstæðra þjóða.
Landhelgisgæsluna þarf því að stórefla frá því sem nú er ásamt
vara-lögregluliði og Víkingasveit.
Hættum t.d ruglinu um öryggisráð og Afganistan og eflum
fremur okkar eigið öryggi- og varnir.
Núverandi ástand í öryggis-og varnarmálum er óásættanlegt !
Fyrir fullvalda og sjálfstæða þjóð !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég trúi ekki öðru en menn hljóti að nota og nýta þau mannvirki á Keflavíkurflugvelli sem hýst geta starfssemi Landhelgisgæslunnar.
Annað væri stórfurðulegt.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 26.3.2008 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.