Þversögn krata í peningamálum


  Mesta þversögn krata  í peningamálum í dag eru þau að
samtímis og þeir halda því fram að krónan sé ónýtur gjald-
miðill, hafa þeir á henni slíka TRÖLLATRÚ og halda að hún
sem minnsti gjaldmiðill heims geti siglt algjörlega ÓVARIN
og FLJÓTANDI í ólgusjó alþjóðlegrar fjármálakreppu.

  Peningastefna og rökhyggja Samfylkingarinnar í peninga-
málum er bæði í senn í kross og gjalfþrota.

  Svona flokki er ekki treystandi í efnahagsmálum !

  Svo míkið er víst !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Skil ekki alveg hvað þú ert að fara með þessu:"hafa þeir á henni slíka TRÖLLATRÚ og halda að húnsem minnsti gjaldmiðill heims geti siglt algjörlega ÓVARIN og FLJÓTANDI í ólgusjó alþjóðlegrar fjármálakreppu."

Var Ingibjörg ekki að boða að ríkið yrði kannski að taka stór erlend lán til að koma upp gjaldeyrisforða fyrir Seðalbankann til að standast áhlaup á krónuna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.3.2008 kl. 20:06

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Munurinn á mér og t.d þér og krötum er að ég viðurkenni
að íslenzka krónan sé ALLT OF smá til að geta verð FLJÓTANDI
gjaldmiðil í þeim aljóðlega ólgusjó sem nú er. Þegar stærsti gjald-
miðill heims USA-dollar hefur hríðfallið að undanförnu hvernig er þá
hægt að búast við að smærsti gjaldmiðilinn flökti ekki líka?
Þess vegna eigum við að breyta peningastefnunnii og taka krónuna
út af gjaldeyrismarkaði og binda hana við ákveðna mynt eins og
Danir gera við sína krónu með ákveðum frávikum. Við það myndi
gengið verða mun stapilla, og í kjölfarið myndi verðbólga og
vextir snarlakka. Þetta getum við gert strax í dag, og gaman að
sjá hvernig þetta virkar því  við getum alltaf breytt þessu hafandi
eigin gjaldmiðil, sem við gætum ekki gert hafandi tekið upp
erlendan gjaldmiðil. Aðild að ESB og evruupptaka er hins vegar
margra ára ferli sem dugar okkur ekki í vandamálunum í dag.
Ég á við þetta!  Sammála?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.3.2008 kl. 20:45

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þessi vegna sagði ég Magnús að þið kratar virðist hafa tröllatrú á
krónuninni hafandi hana áfram svona fljótandi, en segir samt að
hún sé hadónýt. Þetta fer ekki saman!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.3.2008 kl. 20:48

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Guðni sagði að myntstefna flokksins væri í endurskoðun Ægir en
ekki Evrópustefnan, sem er gott mál. Því ég vil taka krónuna út
af gjaldeyrisrmarkaði strax! Þvílík OFUR-RUGL að hafa hana þar
nánast allsbera og fljótandi fyrir nánast hunda-og spámannafótum.
Bara RUGL!! En ennþá meira er maður hissa á að stjórnvöld skuli ekki sjá þetta OFUR-RUGL!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.3.2008 kl. 21:35

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sama hvað kemur út úr málefnastarfi Framsóknar, þá er það eitt víst að kratar eru ratar í efnahagsmálum. Vilja bara stofna teklúbba til að skoða tölurnar með sér og boða að hugsanlega muni þau skoða aðgerðir í efnahagsmálum.

Ekkert handfast, ekkert áþreifanlegt, ekkert trúverðugt.

Gestur Guðjónsson, 31.3.2008 kl. 23:14

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Danir eru nú í betri stöðu til að binda sína krónu við Evru enda eru þeir að öðru leyti í ESB og því eru þeir með bindingu við Evru í raun með tengingar við myntbandalagið.

Ef við nú mundum binda okkur við Danska krónu þá værum við í raun að binda gengi okkar við Evru og þá sé ekki af hverju við ættum ekki frekar að ganga alla leið og fá um leið stuðning af Seðlabana ESB sem væri jú sniðugra heldur en við séum hér að róa lífróður til að bjarga krónunni.

Við erum ekki með nein viðskipti í danskri krónu og því ættum við að forðast að tengja okkur við gjaldmiðil sem getur sveiflast óháð mörkuðum okkar því eins og þú segir eru þeir með frávik. Gæti kostað okkur þó nokkuð þessi frávik.

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.3.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband