Tekist á í Kastljósi


   Það var ömurlegt að sjá hversu vara-formaður Samfylkingarinnar
fór meiriháttar halloka fyrir formanni Framsóknarflokksins í Kast-
ljósinu í kvöld. Hafði nákvæmlega ekkert til málana að leggja gagn-
vart þeim gríðarlega efnahagsvanda sem íslenzka þjóðin stendur
nú frammi fyrir. Ekki annað en að ganga í ESB og taka upp evru
sem er fjölda ára ferli, og kemur ekki vandamálum dagsins í dag
og næstu árin hreinlega  við. Gagnvart vandamálum dagsins í dag
og nánustu framtíð hafði því varaformður Samfylkingarinnar enga
lausn, nema þá helst að ganga að mikilvægum hluta íslenzks land-
búnaðar dauðum, og þá aðallega í kjúklinga og svínarækt. 

  Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins benti hins vegar
á ótal raunhæfar og skynsamlegar leiðir til að hamla gegn verð-
bólgu, háum vöxtum, kreppu í atvinnulífi og fjármálamörkuðum.
Þannig bæri að afnema matarskattinn, lækkun gjalda á olíu og
bensín, afnema stimpilgjöldin strax, styðja við álversframkvæmd-
ir í Húsavík og Helguvík og stækkun þorskvótans. Að Seðla-
bankinn yki gjaldeyrisforðann og fengi fleiri úrræði til að fást
við verðbólguna.

  Guðni sagði Framsóknarflokkinn opinn fyrir öllum möguleikum
varðani myntina. Viðurkenndi að peningastefnan hefði alls ekki
gengið upp. -  Þess vegna á  Guðni og Framsóknarflokkurinn nú  
að koma með þá tillögu að binda krónuna við ákveðna myntkörfu
eða mynt með ákveðnum frávikum líkt og frændur vorir Danir
gera við sína krónu með góðum árangri. Það yrði fljótasta og
ódýrasta leiðin til að koma tökum á gengið, og þar með lækkun
verðbólgu og vaxta.

   Samfylkingin er algjörlega úrræðalaus við lausn helstu mála
þjóðarinnar, nema þá helst að vilja  ofurselja íslenzka þjóð er-
lendu valdi.

   Slíkur flokkur á ekki heima í ríkisstjórn Íslands!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Þetta rugl með tollalækkanir á svínakjöti og kjúklingum er álíka því og að skjóta sig í fótinn að mínu viti.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.4.2008 kl. 00:59

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hélt reyndar að t.d.

"styðja við álversframkvæmd-
ir í Húsavík og Helguvík" væri þensluhvetjandi og þar af leiðandi yki verðbólguna. Eins væri gaman að vita hvernig Guðni ætlar að fjölga þorskinum í sjónum. Eða hvort að hann teldi að ástandið nú réttlætti að klára bara stofninn. Gaman að vita hvað önnur úrræði Guðni var að meina fyrir Seðlabankann. Gaman að vita hvaða matarskatta Guðni vill lækka.

Hélt að Guðni vissi að til að takast á við verðbólgu hefur yfirleitt þurft að beita harkalegri kyrrstöðu þar sem að allir aðilar standa saman um að draga úr útgjöldum og minna óhagstæðan viðskiptajöfnuð. 2 álver þýða að næstu 4 árin verður viðskiptajöfnuður okkar jafn óhagsstæður og þegar Kárahnjúkar og Reyðarál voru í byggingu.

Ég er minnstakosti viss um að það vinnur ekki á verðbólgu að bara gefa allt frjálst fella niður alla skatta og bara sleppa sér í neyslu fyllerí.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.4.2008 kl. 02:16

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Veit ekki Magnús í hvaða heimi þið kratar búið í. Framundan er mikill
samdráttur og sárvöntun á erlendri fjárfestingu. Bygging álvers
gerir tvennt. Stóreykur gjaldeyrisöflun til lengri tíma og fjárfestingin
hefur jákvæð áhrif á gengið. Svo þetta með þorskinn. 20-30 þúsnd
tonn skipta engu til aða  frá en skipta sköpun fyrir  sjávarbyggðirnar. Þið hugsið meira um hvalina en mannfólkið við
sjávarströndina. Gera stór  áttak að grisja þennan óarga hvala-
stofn sem er að éta okkur út á gaddinn.

Magnús. Í fyrsta skiptið í sögunni verður verðmæti álútflutnings
meiri en sjávarútvegs. Þú gætir rétt ímyndð  kreppuástandið nú
ef álið bjargaði ekki okkur. Þið haldið að peningar vaxi bara á
trjánum og hægt sé að eyja án þess að afla. Aleg dæmigerð
sósíaldemókratisk hugmyndafræði.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.4.2008 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband