Hvað um stærsta vegvísinn að kostnaði vegna ESB aðildar ?
2.4.2008 | 00:16
Tískuorðið í Evrópuumræðunni í dag er að skapa Vegvísir að
aðild að ESB. Margt er þar til tekið þar sem undirbúningsferlið
væri tíundað og skilgreint. Eitt væri þó nauðsynlegt. Að fram fari
frumrannsókn á ákveðum þætti, áður en lengra er haldið, því nei-
kvæð niðurstaða hennar myndi sjálfkrafa vísa aðildarumsókn út
af borðinu. En hún er sjú, hvort núverandi fiskveiðastjórnunarkerfi
útiloki ekki sjálfkrafa slíka aðild? Því það byður ekki bara Íslending-
um upp á kvótabrask, heldur útlendingum einnig, göngum við í
ESB - En þá fyrst yrðu afleðingarnar skelfilegar fyrir íslenzka þjóð.
Kvótinn á Íslandsmiðum er framseljanlegur. Hvað þýðir það
gerist Ísland aðili að ESB? ´Til hvers getur það leitt að ESB-
útgerðir fái að fjárfesta í íslenzkri útgerð? Þyddi meirihluta-
eign ESB-útgerðar í þeirri íslenzku yfirráð yfir þeim kvóta sem
sú íslenzka hefur á Íslandsmiðum? Gætu t.d togarar þeirrar
útgerðar sem væri þannig komin í meirihlutaeign útlendinga
siglt með aflann til hvaða ESB hafnar sem er án viðkomu á
Íslandi? Færi ekki þá allur virðisauki slíks afla meir og minna
úr íslenzku hagkerfi? Færi ekki líka tekju-og veltuskattar
sem myndast af vinnu af slíkri starfsemi til sjós og lands
meir og minna úr landi? Því sjómenn yrður trúlega fljótt
erlendir með lögskráningu þar og fiskverkafólk sömuleiðis.
Því fiskverkafólk er láglaunað á evrusvæðinu sem myndi enn
veikja stöðu Íslands hvað þetta varðar komið á evrusvæðið
líka.
Hér eru ótal stórspurningum ósvarað. Engu skiptir að hafa
að forminu til einhverja málamyndastjórn á fiskveðisstjórn-
inni sem slíkri, ef fiskveiðilögsagan er meir og minna Í RAUN
galopnin útlendingum í krafti fjármagnsins. Besta sönnun
þess er allt hið svokallaða kvótahopp milli landa innan ESB
þar sem m.a breskur sjávarútvegur hefur verið lagður í rúst.
Hvað þyddi það fyrir íslenzk hagkerfi og þjóðarbú ef íslenskur
sjávarútvegur yrði lagður í rúst eins og sá breski? En sem
kunnugt er þá er íslenzkur sjávarútvegur utan EES-samning-
sins og því getum við varið hann í dag fyrir því að útlendingar
komist bakdyramegin inní fiskveiðilögsöguna. Það myndi breyt-
ast með inngöngu í ESB og aðild Íslands að sameiginlegri sjávar-
útvegsstefnu sambandsins.
Fyrir liggur að íslenzka ríkið þarf að greiða árlega jafnvel á
annan tug milljarða umfram það sem það fær til baka í sjóða-
sukk ESB. Ef við það bætist að með tíð og tíma að virðisauk-
inn af Íslandsmiðum hverfi úr íslenzku hagkerfi í vasa út-
lendina, er þá ekki fullþörf á að það dæmi verði kannað og
fullreiknað til enda, áður en lengra er haldið?
Stóra-spurningin er því hvað verður um dýrmætustu auðlind
Íslands, fiskimiðin, gangi Ísland í ESB? Þeirri spurningu er enn
ALGJÖRLEGA ÓSVARAÐ!
Væri ekki skynsamlegast að svara þessari stóru spurningu með
faglegri úttekt og rannsóknum óháðra aðila áður en aðrir veg-
vísar eru tilgreindir og tíundaðir að ESB-aðild ? Því hér eru svo
himinháar fjárhæðir að ræða fyrir íslenzkt hagkerfi.
Verður ekki ALLT reikningsdæmið að reikna til enda ?
Ekki síst langstærsta reikningsdæmið !
Nefnd um þróun Evrópumála hélt fund með ráðherrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:29 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Guðmundur.
Ég hefi víst oft áður nefnt það að helstu áhugamenn um aðild að Evrópusambandinu hafa aldrei svo mikið sem viðrað eina skoðun á íslenskum sjávarútvegi hér á landi.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 2.4.2008 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.