Stimpilgjöldin dæmigerð fyrir duglausa ríkisstjórn !


   Þetta er alveg dæmigert fyrir algjörlega DUGLAUSA ríkisstjórn!
Hvers vegna í ósköpunum  á  bara  að  fella  stimpilgjöldin niður 
AÐ HLUTA? Hvers vegna ekki að  ÖLLU LEYTI og það STRAX? Svo
virðist  sem  viðskiptaráðherra  og  ríkisstjórnin  skynji  alls  ekki
efnahagsástandið á Íslandi í dag. BARA ALLS EKKI!  Lifi í allt öðrum
heimi en þjóðin.

   Fasteignamarkaðurinn er svo gott sem frosinn í dag. Afnám
stimpilgjalda að FULLU og það STRAX myndi þegar í stað virka
jákvætt á markaðinn. En viðskiptaráðherra er sofandi eins og
raunar öll ríkisstjórnin. Sama hvert litið er.

  Þessi ríkisstjórn er GJÖRSAMLEGA dauglaus og ráðalaus.

  Hún á því að segja af sér, og það STRAX!
mbl.is Stimpilgjöld af fyrstu íbúð burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Framsóknarflokkurinn var 12 ár í ríkisstjórn þar til fyrir tæpu ári síðan. Hvers vegna beitti hann sér ekki fyrir afnámi stimpilgjalda? Er sú frammistaða til marks um mikinn dugnað þess flokks svo botaður sé sami mælikvarði?

Hjörtur J. Guðmundsson, 2.4.2008 kl. 13:20

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hjörtur minn. Ólíkt að jafna stimpilgjöldum við meðan allt var í meiriháttar uppsveiflu og hagsæld heldur en núna þegar allt virðist
vera í kalda koli. Losið ykkur við kratanna sem ALLRA fyrst. Þið
sjálfstæðismenn eruð ivondum félagsskap með þessum dugleysingjum. Var MÍKIÐ pólitískt slys að leiða þá til valda eins og komið er RÆKILEGA á daginn

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.4.2008 kl. 14:43

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu Guðmundur þetta er samstjórn. Svona ákvarðanir eru teknar í Ríkisstjórn. Þannig að það þýðir ekki að kenna krötum um þetta eingöngu. Finnst þá þó ágætis byrjun. Kjörtímabilið er nú ekki búið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.4.2008 kl. 15:00

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Þetta mál er á forræði ykkar kratanna eins og allt of mörg
mál og beri þið mesta sök á þessu viljaleysi. Að sjálfsögðu er öll
ríkisstjórnin meðsek.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.4.2008 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband