Tvískinnungur krata vegna Helguvíkur


  Úrskurður umhverfisráðherra í kæru Landverndar vegna
álvers í Helguvík er í senn  jákvæður en  jafnframt furðu-
legur.  Jákvæður að vísa málinu frá, en furðulegur að gera
það gegn skapi og þá gegn sannfæringu ráðherrans. Því
yfirleitt fylgja menn sannfæringu sinni, ekki síst í mikilvægum
málum. Það ætlar umhverfisráðherra bersýnilega ekki að
gera , heldur að skila sér á bak við lagakróka. Þá ómerkir
sem betur fer úrskurðurinn yfirlýsingu formanns Samfylk-
ingarinnar um helgina þesss efnis að álver í Helguvík væri
tímaskekkja miðað við efnahagsforsendur í dag, og ætti
því ekki að rísa.

  Tvískinnungur Samfylkingarinnar er meiriháttar í máli
þessu. Sem betur fer virðist hún ekki lengur treysta sér
til að koma í veg fyrir þessa mikilvægu framkvæmd, enda
þjóðaarhagsmunir í húfi.

  Vonandi fyrstu merkin um undanhald Samfylkingarinnar
í íslenzkum stjórnmálum! 

   
mbl.is Umhverfisráðherra „brást hlutverki sínu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband