Össur á al-Qaeda slóðum

 

   Sem betur fer varð iðnaðarráðherra okkar, Össur Skarphéðinsson
ekki fyrir flugskeytaárás í borginni Sanaa í Jemen í gærkvöldi. En
Össur var þar staddur til að funda með forsætisráðherra landsins
um samstarf landanna á sviði orkuvinnslu og einnig um umsókn
Íslands að öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna.

  Jemen er alræmt fyrir starfsemi alls kyns hryðjuverkahópa eins
og al-Qaeda. Hvað við Íslendingar erum að sækja þangað er með
öllu óskiljanlegt. Jemen er múslímaríki og sem slíkt færi aldrei að
styðja Ísland í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Það getur hver
einast maður sagt sér. Því er för iðnaðarráðherra til Jemen í þeim
erindagjörðum furðuleg.

  Okkur er það annt um alla íslenzka  ríkisborgara og ekki síst okkar
ágætu ráðherra að við ætlumst ekki til af þeim að þeir leggi beinlínis
líf sitt í hættu við skyldustörf sín á erlendri grundu.

  Allra síst ef erindið er ekki merkilegra en það  að reyna að koma
Íslandi inn í þetta öryggisráð.

   Sem er algjört  bull og vitleysa frá upphafi ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Össur var að fylgja REI sem var gera samninga við Jemen um orkurannsóknir. Og síðan hugsanlegar virkjanir upp á 100 megavött. Þannig að Össur sem orkuráðherra var þarna bara Orkuveitunni til fulltingis

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.4.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband