Virk utanríkisstefna í bruðli !
9.4.2008 | 00:14
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra flutti Alþingi í gær
skýrslu um utanríkismál, og boðaði virka utanríkisstefnu. Þessi
virka utanríkisstefna Ingibjargar Sólrúnar hefur hingað til nær
eingöngu birst í bruðli. Og ekki hefur sjálfstæð utanríkisstefna
verið áberandi í tíð Ingibjargar, enda framtíðardraumur hennar
að Ísland verði hluti af utanríkisstefnu ESB með aðild þess að
því..
Þegar að kreppir í íslenzku samfélagi og þjóðin er beðin að
herða sultarólina er lágmarkskrafa að íslenzkir ráðamenn
sýni þá gott fordæmi með ráðdeildarsemi, hagræðingu og
sparnaði á ÖLLUM sviðum. Eitt ráðuneyta virðist bera af
með það að fara í þveröfuga átt, og það er ráðuneyti Ingi-
bjargar Sólrúnar, leiðtoga hérlendra jafnaðarmanna. Kann-
ski ekki nema eðlilegt, því skv. alþjóðahyggju sósíaldemó-
krata er þjóðríkjahugmyndin þar sem sjálfstæði og fullveldi
er undirstríkað, úrelt fyrirbæri. Heimsbyggðin öll skal lögð
undir í hugmyndarfræðinni.
Ef framhald verður á sem horfir mun ekki langt að bíða að
íslenzka utanríkisráðuneytið verði orðið verulegur fjárhags-
legur baggi á þjóðinni. Fjárausturinn í alls kyns gæluverkefni
og hégóma út og suður um veröld alla er slíkur að með ólík-
indum er meðal örþjóðar sem nýlega skrerið rétt yfir þrjúhund-
uðustu höfðatöluna.
Það er eins og reynslan sýni að þeim mun alþjóðasinnaðir
sem þeir eru sem gegna starfi utanríkisráðherraembætti
Íslands, því dýrari verða þeir þjóðinni.
Á því þarf að verða breyting.
Getum ekki haldið svona lengur áfram. Stöndum ekki undir
svona rugli lengur !
Alla vega verður bruðlinu að linna!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þegar í dag er íslenzkan utaríkisráðuneytið orðinn verulegur fjárhagslegur baggi á þjóðinni. Tek undir það allhugar, að þessu bruðli verður að ljúka hið snarasta.
haraldurhar, 9.4.2008 kl. 00:23
Tek undir þetta, mál að linni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.