Tökum upp myntsamstarf við Norðmenn !
9.4.2008 | 14:47
Í Fréttablaðinu um helgina kom fram að prófessor Þórólfur
Matthíasson við Hálsskóla Íslands teldi jákvæða möguleika
á því að Íslendingar og Norðmenn tækju upp myntsamstarf.
Hagsmunir beggja þjóða lægju það vel saman hvað slíkt
samstar varðar. Norðmenn búa við sterkan og stöðugan
gjaldmiðil sem væri vel varinn fyrir allri spákaupmennsku af
norska olíusjóðnum. Taldi Þórólfur ekki langan tíma að koma
slíku samstarfi á ef vilji beggja þjóða stæði til þess.
Því má spyrja hvers vegna í ósköpunum er ekki þetta kannað?
Núverandi peningastefna er gjaldþrota og gjörsamlega út í
hött að hafa minnsta gjaldmiðil heims óvarinn og FLJÓTANDI
í ólgusjó alþjóðlegra peningamála í dag.
Binding íslenzkrar krónu við þá norsku með ákveðnum frávikum
myndi koma á stöðugleika í gjaldeyrismálum, sem mun strax
leiða til stórminnkandi verðbólgu og ört lækkandi vaxta.
Og það sem meira er. Alltaf er hægt að endurskoða slíkt mynt-
samstarf og breyta því, sem alls ekki væri hægt ef við tækjum
upp erlendan gjaldmiðil, sem við hefum ENGA stjórn eða áhrif
á.
Hvers vegna er þetta ekki skoðað? Eða eru menn virkilega að
velta því fyrir sér að ríkisstjóður taki jafnvel upp í þúsund mill-
jarða lán til að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans og komi
þannig bankakerfinu til hjálpar?
Augljóst er að náið myntsamstarf við Norðmenn yrði miklu
ódýrara, hagkvæmari og áhættuminna.
Hvers vegna er sú leið ekki skoðuð ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.