Gagnrýni Mbl. á utanríkisráðherra réttmæt !


   Það er réttmæt gagnrýni sem  fram kemur í síðasta leiðara
Morgunblaðsins  á  utanríkisráðherra. Þar  segir  að ,,megin
áherzlan í  utanríkisstefnu núverandi utanríkisráðherra virð-
ist vera að taka þátt í stórþjóðaleikunum, sem fram fara  á
blóðugum vígvöllum víðs vegar um heim. Það á ekki að vera
okkar vettvangur" segir réttilega í leiðara Morgunblaðsins.

   Í leiðara  Mbl er vakin  athygli á ræðu Ingibjargar Sólrúnu
Gísladóttir utanríkisraðherra á Alþingi í fyrradag um utanríkis-
mál en þar sagði ráherra m.a.

   ,, Utanríkisstefna 21. aldarinnar verður ekki byggð á hjásetu
eða sérhagsmunum. Slík stefna er ekki einungis ábyrgðarlaus -
hún er árángurslaus"

    Leiðarahöfundur Mbl. segir að betra hefði farið að lýsa utan-
ríkisstefnu 21 aldar með þessum hætti:

  ,,Utanríkisstefnu 21 aldarinnar verður ekki byggð á sýndar-
mennsku og hégómaskap. Slík stefna er ekki einungis ábyrgð-
arlaus - hún er árangurslaus". 

   Leiðarahöfundur hittir þarna naglann á höfuðið. Hégóminn og
syndarmennskan er svo yfirdrífið í stefnu núverandi utanríkis-
ráðherra að það er með hreinum ólíkindum. Og bruðlið út og
suður eftir því.

   Allt bendir því til að núverandi utanríkisráðherra verði þjóðinni
dýr enda fer ráðuneyti utanríkismála að veða fjárhagslegur baggi
á þjóðinni ef fram heldur sem horfir. Auk þess er það furðulegt
viðhorf utanríkisráðherra Íslands ef hann telur að utanríkisstefnan
eigi ekki taka til íslenzkra sérhagsmuna.   Til hvaða hagsmuna þá ?

  Vonandi að starfstíma núverandi utanríkisráðherra fari senn að
ljúka !

  

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ja skyldi það vera að hégómi og sýndarmennska einkenndi um of stjórnvaldsathafnirnar. Það eru orð við hæfi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.4.2008 kl. 01:19

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Enn hvað ég er sammála þessari færslu! Það mætti mín vegna skoða "aukavinnuna" sem valdhafar nota til að sinna eigin fyrirtækjum..

Óskar Arnórsson, 10.4.2008 kl. 02:14

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2008 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband