Kjör almennings munu versna við ESB-aðild !
10.4.2008 | 15:03
Evrópufræðasetrið við Háskólann á Bifröst hefur unnið fyrir
Neytendasamtökin skýrslu, þar sem segir að margt bendi
til að kjör almennings myndu batna við aðild Íslands að ESB
og upptöku evru. Einkum vegna verðlækkunar á landbúnaðar-
vörum og lægri vaxta á húsnæðislánum.
Hvort tveggja er rangt. Nú þegar væri hægt að lækka vexti
og verð á landbúnaðarvörum ef PÓLITÍSKUR VILJI væri fyrir
hendi. Þurfum enga tilskipun frá Brussel til þess.
Hins vegar eru ALLAR líkur á því að kjör þjóðarinnar VERSNI
til mikilla muna komi til ESB-aðildar og evru.
Allar líkur eru á að ríkisstjóður þurfi að greiða marga milljarða
í sukksjóði ESB umfram það sem hann fær til baka. Allar líkur
eru á að virðisaukinn af Íslandsmiðum hverfi úr hagkerfinu
þegar útlendingar komast yfir kvótann með heimild til ótak-
markaðra fjárfestinga í íslenzkri útgerð. Hið svokalaða ill-
ræmda kvótahopp heldi innreið sína á íslenzk fiskimið og
legði íslenzkan sjávarútveg í rúst með tíð og tíma sbr. breski
sjávarútvegurinn. Og allar líkur eru á því að atvinnuleysi
muni stóraaukast við evu-upptöku, því hún tæki EKKERT tillit
til efnahagsástandsins á Ísnadi. Hagvöxur hyrfi! Allt yrði
þetta mjög neikvætt fyrir almenning á Íslandi.
Þar utan myndi fullveldi og sjálfstæði Íslands stórskerðast.
Svona bla bla skýrsla er því í besta falli til að hlæja að.
Jafnvel þótt hún sé kennd við fræðasetur !
Og það MJÖG flott fræðasetur!
Telja líklegt að kjör almennings myndu batna með ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:14 | Facebook
Athugasemdir
Sammála, Alþingi ræður tollum.
Alþingi setur fjárlög, Afgangur = minni eftirspurn = lægri verðbólga = lægri vextir.
Ef vextir lækka í evru standard, hækkar húsnæði bara um helming eins og hendi sé veifað. Það mun gerast en hægar.
Óhlutdrægasta skýrsla sögunar. Ekkert talað um mikinn framgang í bankaiðnaði, ef krónan er svona slæm af hverju gengur þá betur hjá okkur í vexti en öðrum.
Ekkert talað um þá kvöð sem fjárlög fá á sig eða gróðann af því að geta stjórnað fjármagnsflæði með vöxtum. Okkar vandamál er fjármagnssvelti fyrir 2002, sem hefur aldrei náð sér.
Ef ég væri Evrópufræðingur sem bara hliðholt fólk Evrópusambandinu gerist myndi ég líka reyna að selja það í skýrslum sem ég fengið borgað fyrir að búa til, svo í framtíðinni getur maður fengið vinnu í Evrópumálaráðuneyti og verið í belgískum bjór 1 viku í hverjum mánuði.
Johnny Bravo, 10.4.2008 kl. 15:39
Þessir sukksjóðir eru nú þegar til staðar hjá okkur Guðmundur! Við borgum þá m.a. til bænda. Við borgum um 500 milljónir til reksturs bændasamtakana. Þessir sukksjóðir ESB eru m.a. notaðir til að styrkja landbúnað eins og við gerum nú! Við borgum um 7 milljarða með landbúnaði í dag! Þannig að þessar greiðslur færu bara aðra leið. Nú í dag fáum við milljarða frá ESB til rannsókna og fleiri þróunarverkefna sem við tökum þátt í.
Þú ert að halda upp sömu rökum og þeir sem börðust á móti EES samningnum á sínum tíma. En engin er lengur að tala um að segja okkur frá þeim samning.
Minni á að engin þjóð innan ESB hefur á stefnuskrá að hætta í sambandinu. Þannig að þjóðir eins og Þýskaland, Frakkland, Bretland, Finnland, Svíþjóð sjá sér hag í að vera í sambandinu. Af hverju ætti annað að gilda fyrir okkur?
af síðu www.ns.is
Magnús Helgi Björgvinsson, 10.4.2008 kl. 15:57
Magnús. Það hefur ótal oft komið upp allskyns fjármálahneyksli
kringum þessa sukksjóði ESB og það svo að framkvæmdastjórnin
þurfti um árið að segja af sér. Og enn er mikil fjármálasukk innan
sambandsins. Og á eftir að stóraukast í framtíðinni með fjölgun
ríkja einkum þeirra vanþróuðu að austan.
Gætum þegar í stað stórlækkað vexti og verðbólgu og tryggt gengið
á örskömmum tíma með því t.d að hefja myntsamstarf við Norðmenn
eins og einn prófessor við H.Í benti á fyrir skömmu. Þetta tæki
mjög skamman tíma miðað við þann fjölda ára að taka upp evru sem við hefum ENGIN áhrif á og sem tækin EKKER mið að íslenzkum
aðstæðum og efnahagsástandi.´Áhugaleysi ríkisstjórnarinnar
hvað þetta varðar eru því algjörlega óskiljanlegar.
Eigum að fara í myntsamstarf við Norðmenn og það STRAX!
Jón Frímann. Ef helvíti er til munt þú 100% kynnast því á öllum
sviðum gerðist Ísland aðili að ESB. Svo míkið er víst, af ástæðum
sem ég tilgreindi í písli mínum að ofan...
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.4.2008 kl. 16:41
Innganga í ESB mun ekki breyta neinu öðru en mynt og matarverði hér á Íslandi - það er því fáranlegt að vera ekki gengin inn. Það er frábært að horfa upp á Sjálfstæðisflokkinn vera að fatta þetta, og það verður fínt að losna við krónuna þegar við göngum inn á næsta kjörtímabili.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 10.4.2008 kl. 17:44
Magnús Helgi! Hvaðan hefur þú þessi galdrafræði? Hagur Svíþjóðar batnaði??? Hvaða bull ert þú eiginlega með??
Samtök Svía um að komast út úr þessari þvælu hefur aldrei verið sterkari enn nú!
Hagfræðingar sem reikna út þyngd á fólki með aukakíló sem er orðin stærsti heilsufaraldur hjá ríkum þjóðum, plúsa það með öllu fólki sem vantar mat í heiminum, geta eytt báðum vandamálunum með einföldu reiknisdæmi..meðaltalsreikningur er að útrýma heilbrigðri skynsemi vegna misnotkunar á honum..
Hef ég heyrt marga rökfræðina um gæði ESB, enn þú slóst öllu við sem ég hef heyrt og lesið hingað til..ég varð sjálfur vitni að afleiðingunum af að hvað sænska þjóðin greiddi í þennan "gerfiklubb" og sukkklúbb..
það er hyggilegt að skoða báðar hliðarnar á málinu enn ekki bara velja sér smá kafla úr heildarmyndinni..
Síðan er svindilinn sem búið er að upplýsa nú þegar, mörgum sinnum fjárlög Íslendinga..þetta er allt á netinu ef þú hefur áhuga..
Óskar Arnórsson, 10.4.2008 kl. 20:21
Jónas Tryggvi. Sem betur fer er trúfrelsi á Íslandi. Þess vegna mátt
þú hafa þessa ESB-trú og tilbiðja Brusselherrann.
Óskar. Enn eitt ESB-ríkið þar sem þjóðin dauðsér eftir ESB-ruglinu.
Þeir stótbölva evrunni nú vegna þess hún er í engri takt við írska
efnahagslífið í dag. Bullandi verðbólga, stóraukið atvinnuæeysi og
bankakreppa ÞRÁTT FYRIR EVRU!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.4.2008 kl. 20:31
Þarna átti ég við Íra að sjálafsögðu...
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.4.2008 kl. 20:32
Ég sagði aldrei að hagur Svía hafi batnað heldur að þeir sjái sér hag í að vera í ESB. Þó það séu náttúrulega alltaf einhverjir á móti þá eru þeir ekkert á leið út þaðan.
Magnús Helgi Björgvinsson, 10.4.2008 kl. 20:42
Nei Magnús þvi eftir að vera komin í og vera orðin flæktur í ESB-vefinn er erfitt og nær ógerlegt að komast úr honum aftur. Það
sannar sagan. Alveg eins og að hafa tekið upp evru, og komist svo
að raun um að hún hentir ekki okkar litla efnahagsumhverfi, þá
verður ekki aftur snúið. Bundin á höndum og fótum flatmagandi í
kraumandi ESB-súpunni. Geta hvorki hreyft legg né lið.
Frekar kýs ég þá frekar FRELSIÐ þótt ég þurfi eitthvað fyrir það
að greiða !!!!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.4.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.