Á hvers vegum eru ungir framsóknarmenn í Reykjavík ?


   Vert er að spyrja á hvers vegum ungir framsóknarmenn í
Reykjavík eru ?  Grenilega  alls  ekki á  vegum Framsóknar-
flokksins sbr. ályktun  þeirra  um  efnahagsmál. Því  þar er
lausnin á efnahagsvandanum sett fram með því að ,,hvetja
ríkisstjórnina  til  að  hefja  nú  þegar aðildarviðræður við
Evrópusambandið með inngöngu í huga". 

  Getur verið að félag ungra framsóknarmanna sé orðið úti-
bú félags ungra jafnaðarmanna? Alla vega er hugmynda-
fræðin orðin nákvæmlega sú sama í Evrópumálum hjá
báðum aðilum. Stefna sem gengur þvert á Evrópustefnu
Framsóknarflokksins, formanns hans, og yfirgnæfandi
flokks- og stuðningsmanna sbr. nýleg skoðanakönnun
sem birt var á Iðnþingi fyrir skömmu. En þar kom skýrt
fram að andstæðan við ESB-aðild væri mest innan Fram-
sóknarflokksins meðal allra  íslenzkra stjórnmálaflokka.

   Svona and-framsóknar- og and-þjóðleg viðhorf sem
þarna koma fram í nafni ungra framsóknarmanna  í Rey-
kjavík eru alls ekki til þess fallin að bæta ímynd flokksins
og stöðu hans. Allra síst í Reykjavík. Að Evrókratisminn
sé orðin eins afgerandi meðal ungra frammara í Reykjavík
verður hins vegar vart trúað. Frekar að þarna séu laumu-
kratar á ferð  sem ættu  hið snarasta að hverfa til sinna
heimkynna.

   Framsóknarflokkurinn mun aldrei ná sér á strik með
laumu Evrókrata innanborðs !

   Flokkurinn ætti því að losa sig við þá sem allra fyrst.
Enda í andstöðu við  hina þjóðlegu hugmyndafræði
flokksins og megin þorra flokksmanna og kjósenda hans
skv. nýlegri skoðanakönnun.
mbl.is Ungir framsóknarmenn kalla eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband