Kemur Samfylkingin í veg fyrir varalið lögreglu ?
22.4.2008 | 00:26
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var fullyrt að þingmenn Samfylkingarinnar
séu mótfallnir hugmyndum dómsmálaráðherra um að skipa 240
manna varalið lögreglu. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarpið, en
málið er stopp í þingflokki Samfylkingarinnar. Segja heimildir frétta-
stofu Stöðvar 2 að verið sé að tefja málið á meðan formaðurinn leitar
lausna sem sjálfstæðismenn geta sætt sig við. Stefnir dómsmálaráð-
herra að því að setja ákvæði um vara-lögreglu inn í lögreglulögin. Við
það eru margir samfylkingarmenn ósáttir og vilja samkvæmt heimildum
Stöðvar 2 að dómsmálaráðherra falli frá hugmyndum um varalið í eitt
skipti fyrir öll.
Enn er þetta dæmi um ósættið innan ríkisstjórnarinnar. Auðvitað ætti
þetta varalið lögreglu löngu verið komið á fót. Öll rök frá öryggishags-
munum þjóðarinnar mæla með því. - Í raun ætti þetta varalið að vera
enn stærra og öflugra í ljósi þess að enn hefur Ísland ekki komið sér
upp her. Því verður ekki á annað trúað en sjálfstæðismenn kviki ekki
í þessu máli. Innan fyrri ríkisstjórnarflokka og fyrrverandi ríkisstjórnar
hafði málið fengið jákvæð viðbrögð, en sökum tímaskorts tókst ekki að
afgreiða það fyrir þingkosningar.
Það er sama hvert lítið er. Ætið skal Samfylkingin þvælast fyrir þegar
þjóðleg viðhorf varðandi þjóðaröryggi og þjóðarhagsmunir eru annars
vegar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.