Hvað verður um eftirlaunafrumvarpið ?


   Hvað verður um eftirlaunafrumvarpið ? Nú styttist óðum í þinglok
og hvergi bólar á  breytingu á eftirlaunafrumvarpinu. Virðst vand-
lega falið  í nefnd.  Hvað með allar yfirlýsingar Samfylkingarinnar
og formanns hennar að strax og Samfylkingin kæmist til valda
yrðu þessu óréttláta frumvarpi breytt ?  Verður  það nú svikið eins
og allt annan hjá þessum flokki ?

  Eins og alþjóð er kunnugt eiga fyrrverandi þingmenn og ráðherrar
rétt á eftirlaunum þegar þeir eru orðnir 65 ára en í sumum tilfellum
geta yngri menn þegið eftirlaun, þeir yngstu 55 ára. Mest hefur þó
verið gagnrýnt að við eftirlaunaréttindi þingmanna og ráðherra er
að þeir geta þegið eftirlaun og verið á sama tíma í öðrum launuðum
störfum, MEÐAL ANNARS HJÁ HINU OPINBERA.  - Þetta er þvílíkt
hneyksli gagnvart öðrum landsmönnum að ekki fá orð lýst.  Því
hafi einhvern tíman verið staðið að lagasetningu um tvær þjóðir
á Íslandi þá var það með þessu samþykkta eftirlaunafrumvarpi
árið 2003.

  En hvað gerir Samfylkingingin? Og hvers vegna í ósköpunum
heyrisr nánast ekkert frá stjórnarandstöðunni í þessu máli ?

  Bara þögn !

  Sem er sama og samþykki,  eða hvað ?

  Skiljanlegt  að þjóðin sé farin að  rísa upp !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband