Hvert er dómsmálaráðherra að fara í ESB-málum ?


   Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skrifar á heimasíðu sína í gær
um breytingar á stjórnarskránni. Segir hann ,,að það  sé  einkennilegt
að lagt sé þannig út af orðum manna um nauðsyn stjórnarskrárbreyt-
inga í umræðum um samskipti Íslands við Evrópusambandið, að þeir
hallist að ESB-aðild. Mér heyrist þannig lagt út af réttmætum ábend-
ingum  Guðna Ágústssonar, formanns  Framsóknarflokksins, á mið-
stjórnarfundi um helgina, - en hann sagði óhjákvæmilegt að ræða
breytingu á stjórnarskránni, tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu og
önnur  slík stjórnskipunarleg   atriði í  tengslum við umræður um
tengsl Íslands og ESB. Hvernig í ósköpunum er unnt að túlka slíkar
ábendingar á þann veg, að Guðni hafi skipt um skoðun og vilji Ísland
inn í ESB?"  spyr dómsmálaráðherra.

  Her virðisr vera  um sömu  meinloku að  ræða hjá dómsmálaráðhera
og varaformanni Sjálfstæðisflokksins  og formanni Framsóknarflokksins.
Hér er  ekki  verið að ræða að  ekki  þurfi að gera  ýmsar  breytingar á
stjórnarskránni, m.a með tilliti til ýmissa eðlilegra alþjóðlegra samskipta
sem fullvalda og sjálfstæð þjóð tekur þátt í. Hér er verið að ræða hvort
gera eigi grundvallarbreytingu á stjórnarskránni svo hún samrýmist
því mikla  fullveldisframsali sem mun felast í aðild Íslands að ESB.  Því
eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra veit manna best þá getur
Ísland í dag ekki gengið í ESB að óbreyttri stjórnarskrá vegna þess að
aðild hefði í för með sér það míkið framsal ríkisvalds til sambandsins
umfram þau takmörk sem stjórnarskráin setur. Vert er í þessu sam-
bandi að vitna í mjög fróðlega grein Davíðs Þórs Björgvinssonar próf-
essors við lagadeild H.I í Mbl. 9 mars 2003 -

  Er Björn Bjarnason dómsmálaráðherra að  tala fyrir  því að  gera þurfi
þær  miklu  breytingar á  stjórnarskránni  þannig að  fullveldisframsalið
verði slíkt að Ísland geti gengið í Evrópusambandið? Er Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra þannig tilbúinn  til að  hlaupa til  handa  og  fóta og
greiða þannig meiriháttar fyrir  áformum  ESB-sinna um  að  Ísland geti
gerst aðili að ESB ? Ef  svo  er, hvernig  í ósköpunum er hægt að  túlka
slíkan tvískinnung? Hvernig í ósköpunum vilja menn greiða fyrir hlutum
sem þeir segjast vera á móti? Og ef  það er tilfellið, er það  þá  nokkuð
einkennilegt, ,,að lagt sé þannig út af orðum manna um nauðsyn stjórn-
arskrárbreytinga í umræðum um samskipti Íslands við Evrópusambandið,
að þeir hallist að ESB-aðild" ? - herra dómsmálaráðherra. ???

  Eða hvert er dómsmálaráðherra eiginlega þá að fara í ESB-málum ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Já það er nú nauðsyn að fara að krefja menn svara um hvað þeir eiga við í þessu efni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.5.2008 kl. 01:07

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er alveg sammála þér, Guðmundur Jónas, ég tók eftir þessu bloggi ráðherrans og meinlokum hans; hefði skrifað þar aths., ef hann hefði haft opið á slíkt, og taldi einnig rétt að blogga sjálfur um þetta, hafði bara ekki tímann þá til þess.

Það er eins og ráðherrann sé kominn í meðvirknina eins og fleiri, en afskaplega fannst mér þetta illa rökstutt hjá honum og flóttalegt – og um leið hálf-yfirlætisfullt við þá, sem hafa skerpuna til að greina og þjóðhollustutaugina til að mótmæla af einurð þeirri landráðastefnu sem er í uppsiglingu. – Tal hans sjálfs um "vegvísi" (til ESB?!!!) hefur ennfremur virkað undarlega á vakandi menn í málinu.

En þú stendur sem fyrri daginn vaktina í málinu, Guðmundur Jónas, og hægt að taka undir með þér, t.d. þegar þú segir: "Er Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra þannig tilbúinn  til að  hlaupa til  handa  og  fóta og
greiða þannig meiriháttar fyrir áformum  ESB-sinna um að Ísland geti
gerst aðili að ESB?" –– Ráðherrann ætlar, sýnist mér, að slást í hóp með þeim krosstrjám sem bregðast eins og önnur tré, eða hvaða hráskinnaleikur eða rússneska rúlletta er þetta ella af hans hálfu?

Með kærri samstöðukveðju, 

Jón Valur Jensson, 6.5.2008 kl. 01:14

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðný Bjarnadóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Þorgerður Katrín, Björn Bjarnason og þau önnur, sem liggja kannski í fleti fyrir að narra sinn eigin flokk til að svíkja þjóðina inn í Evróputröllabandalagið, megu vita það, að með því kljúfa þau Sjálfstæðislokkinn í herðar niður; en nýr flokkur, þjóðlegur, borgaralegur, frjálslyndur og vonandi sá, sem virðir kristin gildi, mun þá upp rísa, eins og þú hefur spáð fyrir um, Guðmundur Jónas.

Jón Valur Jensson, 6.5.2008 kl. 01:24

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Við skulum ekki gleyma því að óháð því hvort við sækjum um ESB eða ekki, verður að breyta stjórnarskránni til að sú gjörð sem inngangan í EES samstarfið var samræmist gildandi stjórnarskrá.

Gestur Guðjónsson, 6.5.2008 kl. 21:23

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við ætlum ekki að breyta stjórnarskránni, Gestur, til þess að þið ESBsinnar komizt í þetta tröllabandalag – 2500 sinnum stærra en okkar eigin þjóð. Skyndilegt skvaldur ykkar um EES í þessu sambandi er einum of augljós fyrirsláttur til að tekið verði mark á honum.

Jón Valur Jensson, 7.5.2008 kl. 02:05

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón Valur það sem Gestur er að segja er að í dag er EES samningurinn ekki í samræmi við stjórnarskrá Íslands. Og þvi verður að breyta öðru hvoru!

Bendi þér líka á viðtal Boga Ágústssonar við Finnska Forsætisráðherran um reynslu Finna af ESB sem og ástæðu þeirra fyrir að ganga í ESB, sjá hér

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.5.2008 kl. 17:25

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gestur og Magnús. Ef breyta þarf stjórnarskránni varðandi EES sem
er mjög skiptar skoðanir um meðal lögfræðinga, svo ekki sé meira
sagt, þá skulum við skoða það, því sú breyting er aðeins brota brot
af þeirri miklu fullveldisbreytingu sem gera   þarf göngum við í
ESB.

Þakka þér svo fyrir Jón Valur.

Magnús. Það er mikill stærðarmunur á Finnum og Íslendingum og
verður hlutfallið í samræmi við það hvað áhrif varðar innan ESB.
Atkvæðavægi Íslands yrði langt innan við  1% á Evrópuþinginu
og EKKERT í framkvæmdastjórninni. Það er eins og þið ESB-sinnar
áttið ykkur ekki á að Íslendingar eru bara rúm 300.000 eins og
ágætu breiðgata í Berlín.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.5.2008 kl. 20:04

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur eftirfarandi upplýsingar eru um framskvæmdaráðið eru af wigipedia:

"

Í framkvæmdastjórninni sitja 25 fulltrúar, einn frá hverju aðildarríki sambandsins. Hver fulltrúi tekur að sér umsjón með ákveðnu sviði í starfsemi sambandsins (líkt og ráðherrar í ríkisstjórn). Forseti framkvæmdastjórnarinnar er valinn af Evrópska ráðinu en Evrópuþingið verður að staðfesta það val. Síðan tilnefna aðildarríkin hvert einn fulltrúa í stjórnina í samráði við forsetann. Þegar stjórnin er fullskipuð og verkaskiptingin innan hennar er komin á hreint þá verður Evrópuþingið að samþykkja hana í heild sinni til að hún geti tekið til starfa. Kjörtímabil framkvæmdastjórnarinnar er 5 ár og henni verður ekki vikið frá nema 2/3 hlutar Evrópuþingsins samþykki tillögu þess efnis, einstökum stjórnarmönnum verður þó eingöngu vikið frá störfum samkvæmt úrskurði Evrópudómstólsins ef þeir hafa gerst sekir um alvarleg afglöp í starfi eða fullnægja ekki lengur skilyrðunum sem þeir ættu að gera.

Framkvæmdastjórnin á að vera óháð ríkisstjórnum aðildarríkjanna í störfum sínum og ekki beygja sig undir þrýsting frá þeim. Hún á að berjast fyrir hagsmunum sambandsins í heild en ekki einstakra aðildarríkja. Eins og fram kom fyrr er töluvert erfitt að víkja framkvæmdastjórninni frá og er það liður í því að tryggja sjálfstæði hennar."

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.5.2008 kl. 21:16

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Fyrirgefðu Magnús minn. Ruglaðist á framkvæmdastjórninni og ráð-
herraráðinu, þetta er svo óskaplega allt flókið bákn. Í ráðherraráðinu myndi Ísland væntanlega fá 3 atkvæði af 345. Á Evrópusambandsþinginu fengum við trúlega 5 þingmenn af 785, eða vel innan við 1%. Svo skiptir  Framkvæmdastjórnin í raun engu
máli fyrir hagsmuni Íslands því fulltrúarnir þar er óheimilt að draga
taum heimalanda sinna.

Þannig að af þessu má sjá að áhrifa Íslands eru nánast einginn
í þessu miðstyringabákni suður í Brussel... 

Jafn skynsamur og skýr maður og þú Magnús minn hlýtur að sjá
þetta. Þetta er svo borðliggjandi !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.5.2008 kl. 21:54

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt athugað hjá þér, Guðmundur Jónas, fulltrúunum í framkvæmdastjórninni er óheimilt að draga taum heimalanda sinna. Þar að auki er neitunarvald einstakra ríkja, sem áður gat skipt svo miklu máli og leitt til málamiðlana, afnumið, þegar eða öllu heldur ef Ísland mætir þarna á svæðið.

Á Evrópusambandsþinginu fengi Ísland 6 af 750 þingmönnum (þ.ed. eftir að Lissabon-sáttmálinn tæki gildi), það eru 0,8% – svona eins og hálf (0,54%) þingmannsstaða á Alþingi okkar Íslendinga (þar sem nú sitja 63 íslenzkir fulltrúar landsmanna sjálfra); hvernig litizt okkur á, að þjóðin sjálf hefði þar hálfa þingmannsnefnu, á meðan útlendingar hefðu hina 62 og hálfan?! Þó að þetta yrði reyndar örlítil sárabót miðað við að þar með væri fjölgað þingmannsstöðum fyrir Ísland í Brussel úr 5 af 785, eins og þær hefðu verið fyrir gildistöku Lissabon-sáttmálans (= aðeins 0,637% allra ESB-þingmanna), þá er einnig á hitt að líta, að sá Lissabon-sáttmáli stefnir að ennþá meira valdaafsali smáþjóðanna en nú er.

Magnús Helgi, hvernig stendur á þessum skyndilega áhuga ykkar ESBsinna á því að breyta stjórnarskránni (eftir á!) vegna EES-sáttmálans? Jú, sá áhugi nú er hræsni, tilgangurinn er sá einn að greiða fyrir innlimum lands okkar í ESB, og reyndu ekki að neita því.

Ég tek undir öll þín orð, Guðmundur Jónas. Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 8.5.2008 kl. 01:19

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

... hvernig litist okkur á ... (Ekki vil ég ofnota zetuna góðu.)

Jón Valur Jensson, 8.5.2008 kl. 01:23

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Minni á Jón Valur að það var varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem opnaði á þessa umræðu. Tel að það sé full þörf á að laga Stjórnarskrá okkar að því alþjóðasamstarfi sem við erum í . Minni líka en og aftur á viðtalið á rúv við Forætisráðherra Finna. Hann orðaði hlutina ágætlega þegar hann var spurðu um ástæðu fyrir að Finnar gengu í ESB. Það sem hann sagði  var eitthvað í þá átt að hann benti á að ESB væri eitt stærsta og sterkasta aflið í heiminum í dag. Og fyrir Finna var þetta spurning um að vera áhrifalausir fyrir utan ESB á tímum heimsvæðingar eða ganga í ESB og fá þar með hlutdeild í ákvörðunum sem snerta Evrópu og heiminn og þar af leiðandi Finna líka. Þetta er einmitt ástæða fyrir því að ég vill að við göngum þarna inn. Blæs á það að við höfum engin áhrif þarna vegna stærðar okkar. Þessi rök mætti nota hér og segja Frjálslyndum og Framsókn að þar sem þeir eru ekki með meira fylgi og Alþingismenn þá eigi þeir bara að hætta því þeir hafi engin áhrif. En þeir hafa það því að raddir allra fá að heyrast á Alþingi og þetta er eins og Evrópuþinginu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.5.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband