Ömurleg framtíđarsýn SUF !
11.6.2008 | 17:18
Nú um helgina hélt Sambanda ungra framsóknarmanna
SUF 70 ára afmćlisţing á Skeđum. Löngum hefur SUF veriđ
framtíđarrödd Framsóknarflokksins , enda ţar samankomin
ungliđar flokksins sem vćntanlega munu taka viđ sprotanum
ţegar framlíđa stundir. Og löngum hefur hiđ unga framsóknar-
hjarta veriđ stolt af landi sínu og ţjóđ, og gegnum tíđina
veriđ málsvari sjálfstćđis og fullveldis íslenzkrar ţjóđar.
Ţví var ţađ vćgast sagt ömurlegt ađ lesa ályktun ţingsins
um Evrópumál, ţar sem hvatt var til ađildar Ísands ađ Evrópu-
sambandinu.
Hugsa til nafna míns og sveitunga Guđmundar Inga Kristjáns-
sonar bónda og skálds á Kirkjubóli í Bjarnadal í Önundarfirđi
sem forđum daga orti hinn ţjóđlega og metnađarfulla söng
ungra Framsóknarmanna.
Ţađ upphófst ţannig:
Unga fólk undir framsóknar merki!
Hér á framtíđin örugga von.
Hér á Ísland ţađ traust, sem ţađ trúir,
marga tápmikla dóttir og son.
Eruđ ţiđ ekki bođin og búimn
til ađ bindast í verkefnin góđ,
gera fólkiđ frá hafi til heiđa
eina hagsýna, starfsglađa ţjóđ?
Hver hefđi getađ trúađ ţví ţegar ljóđ ţetta var ort um miđja síđustu
öld ađ ungt fólk undir framsóknar merki ákallađi Brusseldvald og afsal sjálf-
stćđis og fullveldis Íslands í upphafi nýrrar aldar ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:20 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.