Húrra fyrir Írum!!! - Upplausn í ESB !


   Vert er að óska írsku þjóðinni til hamingju með að hafa hafnað
stjórnarskrá  Evrópusambandsins. Þetta er míkið pólitískt áfall
fyrir ESB-sinna, bæði innan ESB sem utan.  Ljóst er að Þjóðir innan
ESB hafna samrunaferlinu, og að í þeim örfáum tilfellum sem ein-
hver þjóð innan  sambandsins  fær að láta skoðun sína í ljós á
aðalmarkmiðum Brusselvaldsins  að búa  til  risastórt  miðstýrt
Sambandsríki Evrópu, rísa þjóðirnar upp og mótmæla með afger-
andi hætti.

  Athyglisvert er hversu úrslitin eru skýr. Ennþá  merkilegra er að
meiruhluti írsku þjóðaarinnar hafni sáttmálanum þrátt fyrir að yfir
90% írska þingsins  hafi verið honum fylgjandi. Og þrátt fyrir að
nær öll pressan, atvinnurekendur og verkalýðsforkólfar á Írlandi  
hafi hvatt til að hinn svokallaði Lissabonsáttmáli yrði samþyktur. -

   Greinilegt er  að  írska þjóðin er orðin hundleið á ESB-ruglinu
verandi í því allt frá árinu 1973.

  Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig Brusselvaldið bregðist
við, því hingað til hefur það neitað  að horfast í augu við hina
gríðarlegu andstöðu meðal fólks í ESB-ríkjunum gagnvart stór-
auknu yfirþjóðlegu valdi þess og gengdarlausrar miðstýringar-
áráttu....

  Fyrir hérlendra ESB-sinna hlýtur  þetta að vera mikið pólitískt
áfall, svo ekki sé meira sagt í bili... 
mbl.is 53,4% Íra höfnuðu ESB-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Góður dagur fyrir Írland - Góður dagur fyrir Ísland.

Þögn íslenskra ESB sinna er ærandi.

Mbk,

magnusthor.eyjan.is

Magnús Þór Hafsteinsson, 13.6.2008 kl. 17:50

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já Magnús. Góður dagur fyrir Ísland og  ALLAR frjálsar þjóðir.
Vonandi mikilvægt ferli að endalokum Evrópusambandsins!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.6.2008 kl. 17:56

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hvernig stendur á að flest allir þingmenn, embættismenn, verkalýðsforkólfar og í raun þeir sem legið höfðu yfir eðli málsins voru því fylgjandi.

Hefur það ekki frekar verið eitthvað þjóðremburugl sem kemur í veg fyrir viðleitni í að auka skilvirkni sambandsins.

Það er merkilegt að sjá þessa fjósbitastemmingu að fagna sundrungu innan Evrópu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.6.2008 kl. 18:01

4 identicon

Þessi Lisbon sáttmáli er rugl. Basicly gerir EU að einu ríki,  lög og reglur EU superceda lög og reglur aðildaríkja. Svo er nokkurnveginn verið að færa vægið í kosningum á hlutfall íbúa miðað við heildartölu,  svo ef Ísland færi í ESB þá væri vægi okkar 0.00064%.

Má líka nefna að Evrópuþingið hélt kosningar fyrir einhverju síðan um hvort það ætti að virða þjóðaratkvæðiskosningu Íra um Lisbon sáttmálan og mjög stór meirihluti þingsins kaus að hunsa hana. 

ESB er rugl. 

Jóhannes H. (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 18:08

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Utanstefnur vijum vér engar hafa."

'Eg er sammála þessari færslu og tek mér sæti á fjósbitanum með þeim sem þar hafa tyllt sér.

Árni Gunnarsson, 13.6.2008 kl. 18:27

6 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Velkominn í hópinn vinur

Okkur fjölgar ört. Þröngt mega sáttir sitja....

Magnús Þór Hafsteinsson, 13.6.2008 kl. 18:30

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gunnlaugur. Í mannkynssögunni hefur oftar en ekki gerst að valdhafar hafa orðið viðskila við þjóð sína, og verkalýðsleiðtogar
viðskila við alþýðuna. Það nákvæmlega hefur gerst í ESB. Þetta
yfirþjóðlega bákn í Brussel er í engu takt við þær þjóðir sem til-
heyra þessu svokallaða Evrópusambandi. Þess vegna forðast þetta
Brusselbákn að leitað sé til almennings innan sambandsins um
samþykki eða synjun fyrir t.d jafn grundvallarstjórnkerfisþætti sem
stjórrnarskrá er. Alveg gjörsamlega hrópandi andlýðræðisleg
vinnubrögð að aðeins ein þjóð af 27 fái um það að segja í
þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún skuli tilheyra ákveðnu ríkjabandalagi eða ekki. GJÖRSAMLEGA ÓLÍÐANDI. Og inn í þetta
 miðstyrða kúgunarbákn ætlið þið með Ísland með
aðeins 300.000 íbúa og með langt innan við 1% atkvæðavægi
innan þessa bákns. - Og svo í ofanálag ef ESB-yfirstjórnin í
Brussel ætlar svo að hunsa úrslitin og þær leikreglur sem þó eiga að
gilda innan ESB í dag.  - Sýnir bara hverskonar Sovét-system þetta
er Gunnlaugur.  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.6.2008 kl. 19:45

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón Frímann. Í mínum huga eru ESB-þjóðir ekki frjálsar sem hafa
ahent Brusselvaldinu eins míkið af fullveldi sínu og raun ber vitni.
Og klárlega yrðu  þær ENNþ'A ÓFRJÁLSARI ef ESB yrði formlega
gert af því Sambandsríki Evrópu sem Lissabon-sáttmálinn gekk út á.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.6.2008 kl. 19:49

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón  Frímann. Er það ríki FRJÁLST sem er BANNAÐ að gera viðskipta-
saminga við önnur ríki?  Er það ríki FRj'ALST sem bannað er að gera
fiskveðiðsamninga við önnur ríki?  NEI. Í mínum huga er slíkt ríki
EKKI FRJÁLST.  En eins og þú veist fer Brusselvaldið með umboð allra ESB ríkja í gerð viðskiptasaminga við önnur ríki utan ESB svo
og ´fiskveiðisamninga.  Bara 2 dæmi um ,,kjaftæði" eða hitt þó heldur!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.6.2008 kl. 20:20

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jóhannes og Árni. Takk fyrir  ykkar innlegg hér!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.6.2008 kl. 20:26

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón Frímann. Það er sorglegt að  lesa þessa síðustu færslu þína. Þannig það var þá pólitískt slyst að lýsa yfir fullu sjálstæði og stofna
lýðveldi á Þingvöllum árið 1944? Raunar áttu nokkra sósíaldemókratiska skoðanabræður á þeim tíma sem vildu fresta
lýðveldistökunni 1944.

Að bera saman EES-viðskiptasamninginn og Lissabon-sáttmálann
sem átti að verða stjórnarskrá fyrir SAMBANDSÍKIÐ ESB er eins og
að bera saman svart og ´hvítt.  Þú gengur svo lang í ruglinu Jón að rugla saman viðskiptasamningi og RÍKJABANDALAGI með forseta, ríkisstjórn (framkvæmdastjórn ESB) mynt, utanríkisráðherra,
 ríkisborgararétti,
ríkjafána, ríkjasöngs, þings og að hluta til her, svo það helsta
sé nefnt. -  Og míkið skelfilega hefur þú lítla trú á íslenzkri þjóð
að halda því fram að hún geti ekki verið FRj'ALS og staðið sig
meiriháttar í samfélagi þjóðanna án þess að afhenda frelsi sitt
til Brusselvaldsins, sem á nú virkilega í vök að verjast eftir
atburði dagsins. NEI Íra er ekkert annað en UPPREISN gegn
Brussel!  Uppreisn, sem á eftir að breiðast út um ESB og splundra
því endanlega eins og ríki Svovétríkjanna gerðu forðum  með
Sovét-báknið.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.6.2008 kl. 21:08

12 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón Frímann. Þið ESB-sinnar eru einmitt EINANGRUNARSINNAR að
vilja loka Íslandi inn í 27 ríkjaklubbi, og loka þar með á eðlileg
alþjóðleg samskipti við öll hin ríkin í heiminum. Við sjálfstæðissinnar
viljum einmitt hafa allan heiminn undir þegar kemur að hverskyns
viðskiptum, og alþjóðlegu samstarfi, gagnstætt ykkur.
Gangi Ísland í ESB og tæki upp evru myndu lífskjör stórversna.
Mörg rök hafa verið sett fram því til sönnunar. Auk þess yrði Ísland
að greiða marga milljarða í sukksjóði sambandsins umfram það sem
sem fengist á móti. Þá myndi kvótinn af Íslandsmiðum verða í
stórhættu og glatast yfir til erl. útgerða sambandsins með ófyrir-
sjáanlegum efnahagslegum afleðingum fyrir íslenzkt þjóðarbú.
Þannig að efnahagslega og peningalega myndi Ísland STÓRTAPA
á aðild, hvað sem þið ESB-sinnar haldið fram.

Svo bara nenni ég ekki að rökræða við þig þann grundvallarmun sem er á EES-viðskiptasamningunum og fyrirbærinu ESB.  Því
fyrir ykkur ESB-sinnum er ESB-fyrirbærið TRÁRBRÖGÐ hjá mörgum
ykkar, sem mjög erfitt er að rökræða við ykkur um af viti.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.6.2008 kl. 22:10

13 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas, og aðrir skrifarar !

Gunnlaugur B. Ólafsson ! Þarna koma viðhorf ykkar; andskotans kratanna, í garð íslenzkrar bændastéttar, glögglega í ljós, sem og;; reyndar, fyrirlitning ykkar, á öllu vinnandi fólki, hvert alið hefir önn, fyrir ykkur, menntamanna hyskinu !

Jón Frímann ! Jú; jú, þokkalegar afurðir ''ESB afurðirnar'' , stóraukin glæpatíðni í landinu, sem og græðgisvæðing ykkar Gunnlaugs vina. Svei attann, Jón minn. Hugði þig skynugri, en svo.

Með stuttaralegum kveðjum, til ESB gæðinga - hinum beztu, til ykkar annarra /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 22:34

14 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þakka kveðjurnar Óskar, af þeirri lengd sem þú best getur valið. Þú mælir hraustlega, en veit ekki hvort ég samsami mig lýsingu þinni. Í aðalatriðum er ég bara sveitastrákur austan úr Lóni.

Rölti af stað með luktina í fjárhúsin eftir barnaskóla sem miðaðist allur við líffræði sauðkindarinnar. Hef aldrei fyrirlitið nokkurn mann - hefur þú vanið þig á dómhörku og reiði út í samferðamenn þína?

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.6.2008 kl. 23:03

15 identicon

Og sælir enn !

Gunnlaugur og Jón Frímann ! Hygg; að þið ættuð, báðir tveir, að skoða sögu okkar gleggra, áður en þið sendið köggulinn til baka, að mér. Gunnlaugur ! Jú; jú, víst hefir okkur Kveldúlfs niðjum oftlega tekist illa upp, að gæta skapsmuna okkar, sem dæmin sanna. Beiskja mín; snýr almennt, að þeirri válegu þjóðfélagsgerð, við hverja við nú búum, og:: Jón Frímann ! Sé það bull, að fréttir af alls lags glæpa málum séu jafn algengar, eins og var, á árunum kringum 1970, t.d., jah,, þá er ég ekki svo viss um, að ég einn sé haldinn vitneskju, um þau mál. Hygg; að þú sért eitthvað yngri en ég (1958), Jón Frímann, og af ungæðis hætti þínum, kunni viðhorf þitt, til mín, að vera sprottið.

A.m.k., plagaðist uppeldi mitt, á Stokkseyri, sem víðar, ekki af þeirri strikamerkjamenningu, hver nú tíðkast, hér á Fróni.

Þar kann; að skilja á milli, að nokkru.

Með sæmilegum kveðjum, enn / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 23:21

16 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón Frímann. Kemur mér verulega á óvart hvað þú ESB-sinninn ert
fákunnáttur í ESB-fræðum. Á Íslandi er framseljanlegur kvóti,
ekki satt? Við inngöngu í ESB getur hvern sem er innan ESB
keypt hlutabréf í íslenzkri útgerð og komist þannig yfir kvótann.
Er þetta ekki kýrskýrt? Ekki satt?  Bla bla bla um allt annað SKIPTIR Í RAUN ENGU MÁLI!!!!!!  Ekki satt? Kvótinn yrði  á uppboði á markaðstorgi ESB við inngöngu Íslands í ESB.  Ekki Satt?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.6.2008 kl. 01:08

17 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Og Gunnlaugur. Sem sveitarstrákur eins og þú og þorpsbúi við sjávarsíðuna í denn skil alls ekki aðdáun þína á ESB. Því aðild
Íslands að ESB myndi rústa íslenzkum landbúnaði og klárlega
íslenzkum sjávarútvegi! 100% 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.6.2008 kl. 01:32

18 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Guðmundur Jónas og aðrir góðir skrifarar. Þetta var góður dagur. Írar fundu nályktina af hinu smínkaða líki, þrátt fyrir þykkt lag af Chanel 27 BRUzEL smínki á líkinu.

Núna þarf að líma brosið aftur á andlit 400.000 skriffinna í BRUzEL. Það verður nóg að gera í copy/paste deildinni á næstunni. Það þarf að elda líkið uppá nýtt og búa til nýjajan velling úr hræinu. Þetta er eini her ESB sem alltaf virkar og alltaf er í viðbragðsöðu. Hann mun ekki gefast upp. Ef óskin ekki rætist þá nauða ég og nauða. Það verður örugglega kosið um þetta aftur þangað til það kemur "rétt" út úr því.

Mér finnst að það ættu að fara fram kosningar í öllum ESB löndum með reglulegu millibili um það hvort þjóðirnar vilji segja sig úr ESB. En það hefur enginn minnst á þetta. Það er bara minnst á þetta þegar KRATAR halda að einhver vilji inn.

Gunnar Rögnvaldsson, 14.6.2008 kl. 08:45

19 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gleymdi að bæta við

Góð kveðja héðan úr ESB - heimili lömunar og getuleysis.

Gunnar Rögnvaldsson, 14.6.2008 kl. 08:46

20 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála góður dagur fyrir frjálsa Evrópu

Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.6.2008 kl. 10:06

21 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón Frímnn. Sem betur fer er íslenzkur sjávarútvegur 100% fyrir
utan EES-samningsins, það áttu að vita. Vegna þessa og einugis
vegna þessa geta íslenzk stjórnvöld bannað útlendingum að komast í meirihlutaeign í íslenzkum útgerðum og þar með að forða því að þeir komist bakdýramegin inn í ísl.fiskveiðilögsögu og yfirtaki kvótann. Því þú Jón Frímann veist væntanlega að á Íslandi er kvótinn FRAMSELJANLEGUR. Allir sem hafa yfir að ráða kvóta á
Íslandsmiðum verða hins vegar að vera 100% íslenzkir lögaðilar,
þannig að 100% allur virðisauki af kvótanum skilar sér 100% í
íslenzkt þjóðarbú. - Á þessu yrði GJÖRBREYTING við inngöngu í
ESB, og kvótinn myndi þá sjálfkrafa fara nánast á uppboðsmarkað
á torgi ESB. Þetta eru staðreyndir Jón Frímann sem ENGINN hefur
reynt að afsanna, ekki einu sinni hörðustu ESB-sinnar. Því er
fullyrðing þín Jón kolröng og bull. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.6.2008 kl. 10:39

22 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir Gunnar. Annars er athyglisvert að lesa leiðara Mbl í dag
þótt í ritstjórnarstólinn sé sestur yfirlístur ESB sinni .Þar er viðurkennt að niðurstaðan sé reiðarslag fyrir ESB. Aleg eins og það
sé kominn einhver  efasemdartónn í ritstjórann út í ESB.   

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.6.2008 kl. 10:45

23 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Ég yrði ekki hissa þó Írar leituðu nú leiða úr ESB. Að framundan sé pólitískur jarðskjálfti.  

Margt mælir með því. Þetta gæti verið upphafið að endalokum Evrópusambandsins eins og við þekkjum það í dag, þar sem minni þjóðirnar draga sig út og spila frekar frítt á fótboltavelli alþjóða stjórnmála og viðskipta.

Eins og við Íslendingar ættum að gera.

Magnús Þór Hafsteinsson, 14.6.2008 kl. 16:41

24 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Magnað hvað ESB sinnar eru orðljótir í dag og í gær.

Eyþór Laxdal Arnalds, 14.6.2008 kl. 16:47

25 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ef Írland leysir vistarbandið við ESB, verðu það ekki barasta ávísun á stórslys fyrir innstu koppana í þorrablótsnefndinni þarna í Brussel?

Yrði þá ekki einhver með vesen og heimtaði að reikningar sambandsins yrðu lagðir fram og endurskoðaðir?

Það hafa þeir reyndar ekki treyst sér til að gera í 13 ár, hafi ég tekið rétt eftir.

Vek svo athygli á að hann Gunnar Rögnvaldsson var ESB-sinni áður en hann fór að fylgjast með dansleiknum búandi við allt helgihaldið.

Árni Gunnarsson, 14.6.2008 kl. 23:38

26 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Húrra, húrra, húrra.....

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.6.2008 kl. 23:55

27 Smámynd: Fannar frá Rifi

Frábært hjá Írum.

Forseti Frakklands, eins stæðsta ríkis í Evrópu, er á hnjánum í Brussel að biðja framkvæmdarstjórnina um leyfi til þess að fá að hjálpa frönskum sjómönnum. Hann getur ekki gert það sjálfur þó hann sé forseti landsins og hafi ríkisstjórn Frakklands og þingmeirihluta á bakvið sig.

Hefur Frakklands virkan sjálfsákvörðunarrétt?  Svarið er einfalt. Nei.

Er Frakklands sjálfstætt ríki? Ekki nema á blaði því án sjálfsákvörðunarréttar þá ertu ekki sjálfstæður.

En kommannir hafa alltaf verið duglegir að fela svona smámuni og aðra eins og td. lýðræðið. Enda báru og bera kommaríkin alltaf nöfn sem eiga styðja þá ýmind að þar sé mikið lýðræði þó svo að lýður sé sendur án dóms og laga í kúlagið ef það vill frjálsræði.

Ætli næsta nafn á ESB (EB) verði ekki: Lýðræðislega Alþýðu LýðveldisSamband, Frjálsra Evrópuríkja?

Fannar frá Rifi, 15.6.2008 kl. 01:11

28 identicon

Hvers vegna hefur ekkert af þeim ríkjum sem gengið hafa í Evrópusambandið, sótt um að komast út úr því aftur?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 18:27

29 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fróðlegt væri að fá skýringu EB sinna á þessu atviki þarna með forseta Frakklands, Brusselkontórinn og tilmælin um að fá að leiðrétta kjör franskra sjómanna.

Bara svona til að sannfæra okkur efasemdarfólkið um að aðildarríkin hafi eftir sem áður óskert sjálfstæði.

Meðan ég man: Hverju eigum við að fagna 17. júní ef draumurinn um stóra kontórinn rætist?

Árni Gunnarsson, 15.6.2008 kl. 19:06

30 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón Frímann. Þið ESB-sinnar eru RÖKÞROTA! Einungis blind trú á miskilda sælu innan ESB er ekkar ær og kyr.

Svavar. Þegar einhver er orðinn margflækur í vefinn er ekki svo auð-
velt að losa sig og komast úúr honum aftur.  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.6.2008 kl. 19:46

31 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hvers vegna hefur ekkert af þeim ríkjum sem gengið hafa í Evrópusambandið, sótt um að komast út úr því aftur?


Þetta er góð spurning Svavar. Mjög góð. Svarið er sennilega ekki einfalt í borði, en það er þó einfalt í orði.

Enginn sem fer inn í ESB mun segja sig úr sambandinu af því að það er of erfitt að fara að hugsa sjálfur aftur. Þegar maður er hættur að kunna að nota vöðva frelsisins þá mun maður ekki lengur hafa þá sjálfsábyrgð sem til þarf til þess að standa á eigin fótum, og til að nota sér frelsið og sjálfstæðið til eigin framdráttar. Maður mun bíða eftir mömmu.

Þetta er svona eins og að reyna að lækka skattana í mörgum löndum ESB. Eða hætta á dópi. Það er ekki hægt því merihluti kjósenda eru á kassanum og þeir munu ekki kjósa undan sér kassann. Aldrei.

Þetta er einmitt hættan við að ganga í ESB. Það kemur sennilega enginn út aftur, nema hugsanlega Bretland, Svíþjóð og Finnland. Það er of erfitt að ganga út og mun alltaf virka sem mjög fjarlægur möguleiki fyrir öll löndin. Löndin munu ekki segja sig úr "kassanum" fyrr en allt er komið í þrot. En áður en svo mun verða þá munu þau fyrst fá leyfi til að kjósa sig til auðæfa þinna. Þegar ekki er lengur hægt að kjósa sig til fleiri auðæfa annarra, þá munu sum löndin velja að fara niður með skipinu og þá sérstaklega þau lönd sem eru verst stödd.

Þú veist vonandi hvernig ástandið er í PIGS löndunum ? (Portugal, Ítalía, Grikklandi, Spánn). Og þú veist væntanlega einnig hvernig ástandið er í þeim löndum sem komið hafa inn mörg síðustu ár. Og þú veist vonandi að öll þessi lönd þurfa núna að keppa við BRIK löndin (Brasilía, Rússland, Indland, Kína) og svo við vöðvabúnt allra tíma, Bandaríkin.

Ég vona að þú getir lagt saman tvo og tvo og gert þér í hugarlund hvernig efnahagur ESB mun líta út eftir 10-20 ár í þessari samkeppni. Auðæfi Íslands yrðu alveg örugglega ryksuguð upp af ESB á einungis nokkrum áratugum því það mun þurfa að fylla á kassana í því ESB sem er alltaf að verða fátækara og fátækara miðað við Ísland og Bandaríkin.

Þið munuð fá að borga í framtíðinni því þið eruð einna ríkust og þið eruð ríkust af því að þið kunnið ennþá að nota vöðva frelsisins ykkur til eigin framdráttar.

ESB mun ekki reddast!

Gunnar Rögnvaldsson, 15.6.2008 kl. 21:09

32 identicon

Ansi fannst mér svör ykkar við spurningu minni klén.

Haldið þið að Danir, Svíar og Finnar samsinni því að þeir

séu orðnir að viljalausum aumingjum við inngönguna?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 22:18

33 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nei - við erum að tala um útgönguna, það var það sem þú spurðir um. Inngangan er allt annað.

Gunnar Rögnvaldsson, 16.6.2008 kl. 00:31

34 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ennfremur, felst hagsældin hérna á landi í 15,50% stýrvöxtum og 12% verðbóglu (fljótlega 13% og 14% verðbólgu) ?


Og það er engin verðbólga í ESB Jón? Hefurðu skoðað tölurnar ?


Gunnar, Grænland sagði sig úr ESB árið 1985 án mikilla vandamála. Úrsögnin fór fram með þjóðaratkvæðagreiðslu.


Nei Jón. Þeir sögðu sig út úr EF 1985. EF var allt annað árið 1985 en ESB er árið 2008. Og af hverju gerðu þeir það Jón? Af hverju ? Og hvað sagði grænlenski seðlabankinn við úrsögninni ? Hvernig gékk með gengi grænlensku myntarinnar og grænlenska fjármálamarkaðinn? Notuðu þeir telefax eða símsvarann ?

Gunnar Rögnvaldsson, 16.6.2008 kl. 00:46

35 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kæri Jón.

ESB lönd með yfir 4% verðbólgu í maí 2008 eru þessi:

cellpadding="2" cellspacing="2">

size="-1">Verðb. maí 08

size="-1">%

size="-1">Latvia

size="-1">17,7

size="-1">Bulgaria

size="-1">14,0

size="-1">Lithuania

size="-1">12,3

size="-1">Iceland

size="-1">11,7

size="-1">Estonia

size="-1">11,4

size="-1">Turkey

size="-1">10,8

size="-1">Romania

size="-1">8,5

size="-1">Hungary

size="-1">6,9

size="-1">CzechRepublic

size="-1">6,8

size="-1">Slovenia

size="-1">6,2

size="-1">Belgium

size="-1">5,1

size="-1">Greece

size="-1">4,9

size="-1">Luxembourg

size="-1">4,8

size="-1">Spain

size="-1">4,7

size="-1">Cyprus

size="-1">4,6

size="-1">Poland

size="-1">4,3

size="-1">Malta

size="-1">4,1

size="-1">Finland

size="-1">4,1

size="-1">EU(27countries)

size="-1">4,0

Gunnar Rögnvaldsson, 18.6.2008 kl. 22:44

36 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

html virkað ekki :/

Kæri Jón.

ESB lönd með yfir 4% verðbólgu í maí 2008 eru þessi:

Latvia 17,7

Bulgaria 14,0

Lithuania 12,3

Iceland 11,7

Estonia 11,4

Turkey 10,8

Romania 8,5

Hungary 6,9

Czech Republic 6,8

Slovenia 6,2

Belgium 5,1

Greece 4,9

Luxembourg 4,8

Spain 4,7

Cyprus 4,6

Poland 4,3

Malta 4,1

Finland 4,1

EU (27 countries) 4,0

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 18.6.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband