Hvað er utanríkisráðherra að spóka sig í Sýrlandi ?
25.6.2008 | 17:22
Alveg dæmigert. Meðan meiriháttar efnahagsöngþveiti og kreppuhorfur
eru á Íslandi, þeysist utanríkisráðherra alla leið til Sýrlands til að ræða
stöðu mála í Miðausturlöndum. Í stað þess að vera hér heima og vinna
sína heimavinnu í þágu íslenzkrar þjóðar eru Miðausturlönd orðin AÐAL
viðfangsefni utanríkisráðherra og formanns Samfylkingarinnar. - Hvers
konar skrípaleikur er þetta eiginlega?
Eru helstu ráðamenn þjóðarinnar komnir á álgjört flipp? Að telja sér og
öðrum trú um að Ísland geti orðið eitthvað afgerandi í því að koma vitinu
fyrir alla stríðsherrana fyrir botni Miðbjarðarhafs UMFRAM önnur ríki og
þjóðir sem standa þessum heimshluta MUN NÆRRI en Ísland, er meiri-
háttar barnaskapur, svo ekki sé meira sagt. Þjóðin vill ekki horfa upp á
svona rándýra og tilgangslausa skrípaleiki
Utanríkisráðuneytið er eitt þeirra ráðuneyta sem fyrst á að hreinsa til í
og hagræða, og spara í ljósi þeirra miklu efnahagsþrenginga sem í aðsigi
eru. För utanríkisráðherra alla leið til einræðisríkisins Sýrlands er gjörsam-
lega á skjön við allt slíkt og sýnir í hvaða veruleikafirtum heimi utanríkisráð-
herra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og flokkur hennar eru í. ....
Utanríkisráðherra fundar með ráðamönnum í Sýrlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:42 | Facebook
Athugasemdir
Fyrir utan allt fjármagnið sem fossar í þessar aðgerðir mannvinarins Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þá er Sýrland einræðisríki, þar sem mannréttindi eru fótum troðin.
Vinstri menn eru í einhverjum 1001 nætur veruleikaflótta í Arabí, og eru frekar tilbúnir að leika sér með einræðisherrum, sem styðja hryðjuverk, en að efla samskipti við þjóðir sem Íslendingar hafa lengi átt samleið með.
Vinstri menn eiga sameiginlega fjandmenn og margir í heimi múslíma. Þess vegna eru Ingibjörg og Assad á sömu bylgjulengdinni
Olíumógúlarnir í Sádí ættu frekar að leysa eymd bræðra sinna í Miðausturlöndum en lítil þjóð út í hafsauga.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.6.2008 kl. 17:58
Sælir Einar og Vilhjálmur.
Ekki alls fyrir löngu sendi utanríkisráðherra ráðuneytisstjóra sinn
til Írans eins mesta einræðissríkis heims og kvennkúara m.a til
að falast eftir stuðningi þeirra við hið heimskulega og rándýra
framboð Íslands til Öryggisráðsins.
Alveg dæmigerð vinstrimennskuhræsni á hæðsta stígi!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.6.2008 kl. 19:36
Sæll Guðmundur.
Þetta flakk utanríkisráðherra og fréttir af því hinu sama frá komu í ríkisstjórn minnir mig á söguna um "nýju fötin keisarans " einhverra hluta vegna.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 25.6.2008 kl. 23:24
Rétt hjá þér Guðrún eins og alltaf.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.6.2008 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.