Össur vinnur gegn álveri við Húsavík !


   Þrátt fyrir loðnar yfirlýsingar Össurar Skarphéðinssonar iðnaðar- og
byggðamálaráðherra og flokks hans um stuðning við byggingu álvers við
Húsavík, er hin raunverulega andstaða við byggingaáformin alltaf að
koma betur og betur í ljós. Nú vill Össur að jarðhitarannsóknir á Gjá-
stykki fari í umhverfismat, en Gjásykki er eitt þeirra svæða sem menn
horfa til vegna orkuöflunar fyrir álver á Bakka við Húsavík. Hér er aug-
sjáanlega verið að reyna að  tefja framgöngu málsins eins og frekast
má verða  til að þóknast öfgasinnuðum umhverfishópum innan Samfylk-
ingarinnar.

  Þetta sýnir enn og aftur hversu Samfylkingin er gjörsamlega ótæk við
að sitja við ríkisstjórnarborðið á Íslandi. Er meiriháttar dragbítur á allt
það sem til framfara horfir fyrir land og þjóð. Í raun þjóðhættulegt afl,
sem hefur það höfuðmarkmið að ofurselja íslenzkt fullveldi, sjálfstæði,
og auðlindir Íslands Brusselvaldinu á hönd. Skapa hér efnahagslegan
glundroða til að ná þeim markmiðum fram.  Eymd og volæði. Enda með
ólíkindum hversu hratt hefur fjarað undan íslenzku atvinnulífi  eftir að
Samfylkingin komst í ríkisstjórn. Innan Samfylkingarinnar eru líka margir
fyrrverandi sósíalistar af gamla skólanum, með úrelt vinstrisinnuð við-
horf í bland við öfgasinnaða alþjóðahyggju sem augljóslega vinnur
markvísti gegn íslenzkum hagsmunum.

  Sem betur fer bendir margt til þess að brestir séu komnir í stjórnar-
samstarfið. - Þannig að öflug þjóðleg og ábyrg borgaraleg öfl komi
að stjórn landsmála sem allra fyrst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband