Glapræði að sækja um ESB-aðild !


   Það er hárrétt hjá Illuga Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins
og annar formaður Evrópunefndar, að það sé glapræði að sækja um
aðild að Evrópusambandinu við þær efnahagsaðstæður sem nú eru í
landinu. Kom þetta fram í ríkissjónvarpinu í kvöld. Hann segir slæmt
að athyglin sé dregin frá því stóra verkefni sem efnahagsmálin séu
yfir á  Evrópusambandsaðild.

  Aðild Íslands að ESB og upptaka evru er margra ára ferill frá því að
meirihluti Alþingis samþykki slíkt, sem engar líkur eru á að gerist á
næstu árum. Samfylkingin er því með afar óraunsæ viðhorf við lausn
þeirra efnahagsvandamála sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag.
Því EINA lausnin sem Samfylkingin þrástagast á við lausn efnahags-
mála í dag er innganga í ESB og upptaka evru. Samfylkingin er því
ótæk til lausnar efnahagsvanda Íslendinga í dag. Er orðin helsti
dragbíturunn á lausn þeirra og þar af leiðandi orðin helsta efnahags-
vandamál þjóðarinnar.

  Því er orðið afar brínt að koma Samfylkingunni út úr ríkisstjórn sem
ALLRA FYRST, og búa svo um hnúta, að þangað eigi hún ekki aftur-
kvæmt meir. - Bara það eitt að Samfylkingin skuli láta sér detta það
í hug að Ísland fari í ESB með nánast ALLAR aflaheimildir FRAMSELJAN-
LEGAR á Íslandsmiðum, er slík vítaverð aðför að íslenzkum þjóðarhags-
munum að það eitt á að nægja úthýsun Samfylkingarinnar úr íslenzkum
stjórnmálum.

  ESB er í stjórnkerfislegri upplausn í dag. Þjóðir ESB hafa misst alla
trú á þetta trollvaxna miðstýringakerfi, eins og Frakklandsforseti
segist óttast. Hver þjóðin innan ESB gerir uppreisn gegn Brussel-
valdinu þá sjaldan sem leyfðar eru þjóðaratkvæðagreiðslur um
sambandið. - Enda hefur verið lokað  á allar nýjar umsóknir að sam-
bandinu í dag.  - Slíkt er upplausnarástandið.

   Því fyrr sem Illugi og félagar losa sig við Samfylkinguna úr ríkisstjórn,
því betra fyrir land og þjóð!

   Þjóðin hefur ekki lengur efni á Samfylkingar-efnahagsvandamálinu
lengur ! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Missti af þessu, en afar ánægjuegt að menn reyni að afhjúpa þetta tal um aðild að bandalaginu og þá yfirborðsmennsku sem þar er á ferð.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.7.2008 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband