Sjálfstæðisflokkur leiti til Framsóknar og Frjálslyndra
12.7.2008 | 01:36
Lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar þolir enga bið. Núverandi
ríkisstjórn ræður ekki við vandann sökum sundrungar. Samfylking-
in er orðin helsti efnahagsvandinn, þar sem hún er á móti öllu sem
til heilla horfir fyrir land og þjóð, en einblínir þess í stað að innlima
Ísland inn í fallandi miðstýrt Evrópusamband með tilheyrandi full-
veldisafsali, sjálfstæðisskerðingu þjóðarinnar og afhendingu helstu
auðlinda Íslands í hendur Brussselvaldinu.
Því á Sjálfstæðisflokkurinn að slíta núverandi stjórnarsamstarfi við
Samfylkinguna, og leita til Framsóknar og Frjálslyndra um nýtt ríkis-
stjórnarsamstarf. Samstarf, sem stóð til boða strax eftir síðustu þing-
kosningar. Samstarf hinna BORGARALEGU FLOKKA, sem allir virðast
tilbúinir til sem málið snýst um í dag. Að hefja stórframkvæmir til vegs
og virðingar á ný og nýta okkar auðlindir á eðlilegan hátt svo þjóðin
geti áfram búið við velferð og hagsæld. - Hin vinstrisinnuðu afturhalds-
sjónarmið hafa ALDREI reynst þjóðinni vel.
Samfara þessu yrði ný peningastefna mörkuð sem stuðli að stöð-
ugra gengi, og þar með minnkandi verðbólgu og vöxtum. Sjávar-
útvegsstefnan yrði sömuleiðis endurskoðuð frá grunni.
Með slíku samstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Frjálslyndra
yrði stígið fyrsta skrefið að uppbyggingu pólitískrar borgaralegrar
blokkar í íslenzkum stjórnmálum, sem næði bæði til samstarfs þessara
flokka í ríkisstjórn og á sveitarstjórnarstígum. - Þannig gæfist kjós-
endum skýrt val í íslenzkum stjórnmálum, eins og gerist víðast hvar
annars staðar í nálægðum löndum. Samstarf mið-hægriflokka gegn
vinstriflokkum.
Sjálfstæðisflokkurinn á í dag mikilvægt tækifæri til að standa undir
nafni sem borgaralegur flokkur, með því að stuðla að stjórnarfari
byggðu á borgaralegum viðhorfum og þjóðlegum gildum. - Reynslan
af núverandi ríkisstjórnarsamstarfi sýnir að stjórnarsamstarf við vinstri-
öflin leiðir ætið til ófarnaðar fyrir land og þjóð. -
Framsókn: Seðlabankinn taki erlent lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:42 | Facebook
Athugasemdir
Tek undir þetta Guðmundur, síst af öllu skyldi sundrung einkenna eina ríkisstjórn á tímum sem þarfnast styrkrar stjórnar við.
Það sem hefur einkennt samstarf flokkanna núverandi í ríkisstjórn er tal út og suður endalaust í nær öllum málaflokkum þó einkum utanríkis og viðskiptamálum sem og umhverfismálum.
Ég hygg að Sjálfstæðisflokkurinn hafi all verulega fjarlægst sína borgaralegu ímynd, hvað þá stefnufestu hvers konar.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 12.7.2008 kl. 01:50
Komið þið sæl; Guðmundur Jónas, og Guðrún María !
Það er; FULLREYNT, með stjórnun pólitískra afglapa, hér á landi, gott fólk.
Löngu tímabært; að steypa núverandi þjóðfélagsgerð, og til valda komi þjóðlegir bændur - sjómenn og iðnaðarmenn, hverjir, að uppistöðu hafa numið, í skóla lífsins, og kunna, að hegða sér, eins og fólk.
Sjálfstæðisflokkur - Framsónarflokkur og Frjálslyndi flokkurinn; jah,, ............... í bezta falli lélegur brandari, Guðmundur minn !
Þessir flokkar, myndu aldrei sýna þann skörungsskap, að afnema þjófakerfi verðtryggingarinnar, né að keyra stýrivextina, niður í 2 - 3%, eins og lykilatriðið er, eigi að verða líft, hér á Fróni, öllu lengur !
Með beztu kveðjum, sem jafnan / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 02:19
Á þetta að vera brandari.Spillingar flokkurinn sjálfur og höfundur þeirra efnahagsstefnu sem leit hefur okkur í þær ógöngur sem við stöndum frammi fyrir í dag og ekki sér fyrir endann á í bráð á að leiða okkur á betri veg.Flokkurinn sem ber höfuð ábyrgð á því að ísland gæti verið við það að missa sjálfstæðið vegna nýfrjálshyggju stefnu þessa flokks sem í reynd var aðeins yfirvarp til þess að afhenda flokksgæðingum þjóðarauðinn á silfurfati sem þessir sömu gæðingar sýndu á met tíma að þeir voru ekki menn til að höndla þjóð og landi til framdráttar.Flokkurinn sem þrátt fyrir að vera yfirlýstur andstæðingur inngöngu EU og afhendingu stjórnvalds til útlanda á mesta sök á að Ísland gæti misst stjórn á eigin málum vegna þess að íslenska þjóðin hefur misst trú á íslenskum stjórnmálamönnum og sér EU sem leið frá íslenskri spillingu og mannréttinda brjótandi íslenskri stjórnsýslu undir forystu Sjálfstæðisflokksins síðustu 20 árin.Því miður eru ekki hinir flokkarnir traustsins verðir heldur og því er sú hætta fyrir dyrum okkar íslendinga að missa sjálfstæði okkar til EU sem er sárt því við höfum alla burði til að vera sjálfstæð með alla okkar orku og matarframleiðslu.Enn þegar ein þjóð missir trúna á eigin stjórnvöld þá er voðin vís og vegna verka flokksins þá er vá fyrir dyrum og eina vonin að fram komi nýtt og óspillt fólk sem hugsar um þjóðarhag en ekki aðeins eigin rass.En er mikill von til þess eins og málinn eru í dag ? Ég held ekki.
Jon Mag (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 03:54
Sæl og takk fyrir innleggin.
Stjórnmál eru flókin og síbreytanleg fyrirbæri frá degi til dags. Þannig hafa þau verið frá upphafi og þannig verða þau ætíð.
Þess vegna er mikilvægt að leiða það besta fram á hverjum tíma
í stórnmálum viðkomandi þjóð til velsældar. Slíkt mat verður þó ætíð
afstætt, því svo mikill er skoðanamimunur milli þjóða og manna.
Mannlegu eðli verður aldrei breytt.
Miðað við stöðu mála á Íslandi í dag er hér sett fram sú skoðun
að alfærsælast fyrir hina íslenzku þjóð sé að tiltekin pólitísk öfl
vinni saman svo að þjóðin geti búið við sem mestu hagsæld í
framtíðinni. Hin pólitíska niðurstaaða hér er sú að það verði best
gert með pólitískri SAMVINNU allra framfarasinnaðra, borgaralegra
og ÞJÓÐLEGRA afla. - En þau eru aðallega og nánast eingöngu
að finna innan þeirra þriggja flokka sem hér eru hvattir til að
vinna saman nú og í framtíðinni. - Tel að þetta séu hin pólitísku
öfl sem munu vinna best fyrir framtíð og velferð íslenzkrar þjóðar.
Öfl sem þarf að virkja saman sem allra fyrst. Öfl sem bæta mun
hvort annað upp þegar til slíkrar samvinnu kemur, landi og þjóð
til heilla.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.7.2008 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.