Staksteinar: ,,Nýtt samstarf við Framsókn?


   Í sunnudagsblaði Mbl fjalla Staksteinar um möguleika á því að
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn myndi meirihluta í borgarstjórn á
ný. Nákvæmlega og hér var fjallað um s.l föstudag og sem Frétta-
blaðið ýaði að daginn eftir. Málið er að   í ljósi gjörbreyttra pólitískra
aðstæðna gæti slíkt endurnýjað samstarf komið ekki bara báðum
flokkum til góða, heldur og ekki síður  borgarbúum líka.

  Staksteinar benda réttilega á niðurstöðu skoðanakönnunar sem
Gallup birti í s.l viku um fylgi flokka í Reykjavík. En niðurstaða hennar
var mjög óásættanleg bæði fyrir Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Segja
Staksteinar að ,,innan Sjalfstæðisflokksins heyrast þær raddir að það
eina, sem geti orðið til bjargar fyrir næstu kosningar, sé að Hanna
Birna verði borgarstjóri fljótlega og geti farið að láta verkin tala. Mjög
fáir sjálfstæðismenn hafi í raun nokkra trú á samstarfinu við Ólaf F.
Magnússon. Þeir telja borgarstjóra ekki treystandi, hann sé í stöðugum
einleik, sem muni ágerast ef eitthvað er þegar hann hefur stólakipti við
Hönnu Birnu. Margir sjálfstæðismenn spyrja hvort leita eigi á ný eftir meiri-
hlutasamstarfi við framsóknarmenn. Lítill málefnaágreiningur virðist vera
milli þeirra og Óskars Bergssonar, nýs borgarfulltrúa Framsóknar."

  Þá segja Stakksteinar sem taka ber undir að ,, framsóknarmenn geti
haft áhuga á slíku  samstarfi.  Þeir hafa einskins notið í samstarfinu við
Samfylkinguna og VG í minnihluta".

  Taka ber undir öll þessi sjónarmið Staksteina. Það sem auðveldar getur
þetta nýja samstarf nú er  að nýjir leiðtogar beggja flokka hafa tekið við,
sem nauðsynlega þurfa að sanna sig og láta verkin tala sem allra fyrst.
Óskar Bergsson er traustur og heiðarlegur stjórnmálamaður sem ekki
hefur notið sín í hinni vinstrisinnuðu stjórnarandstöðu. Hann og Hanna
Birna gætu örugglega náð vel saman og átt gæfuríkt pólitískt samstarf
út kjörtímabilið, en út það kjörtímabil áttu flokkar þeirra í raun að starfa.
Í raun er engu að tapa fyrir Framsókn sem mælist með aðeins rúm 2%
fylgi skv könnun Gllaups. Nýtt stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn
með Hönnu Birnu sem borgarstjóra gæti hreinlega bjargað pólitískri
framtíð Framsókar í Reykjvík.

   Ekki skemmir fyrir ef þetta gæti svo orðið  upphaf nýrra kaflaskipta í
íslenzkum stjórnmálum,  þar sem hin borgaralegu öfl færu nú  mark-
víst að vinna saman á öllum stígum stjórnsýslunar, þ.á m í landsstjórn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband