Óskar virðist opinn fyrir nýju samstarfi


   Skirf Staksteina í sunnudagsblaði Mbl hafa vakið mikla athygli. En þar
er velt upp þeirri ágætu hugmynd að Sjálfstæðis-og Framsóknarflokkur
endurnýji meirihlutasamstarf sitt í borgarstjórn Reykjavíkur. Í því sam-
bandi er minnt á skoðanakönnun Gallups nýverið þar sem báðir flokkar
fengu slæma útreið. Segja Staksteinar að mjög fáir sjálfstæðismenn
hafi í raun ,,nokkra trú á samstarfinu við Ólaf F. Magnússon. Þeir segja
borgarstjóra ekki treystandi, hann sé í stöðugum einleik, sem muni
ágerast ef eitthvað er þegar hann hefur stólaskipti við Hönnu Birnu".
Staksteinar segja réttilega ,, lítill málefnaágreiningur virðst vera milli
þeirra og Óskars Bergssonar, nýs borgarfulltrúa Framsóknar"

   Athyglisvert er að á Vísir.is í gær var Óskar spurður út í þessi skrif
Staksteina. Hann vildi lítið tjá sig um þau, eðlilega, á þessu stígi. En
sagði þó. ,,Það er allt í lagi að menn hugsi til mín".

  Ekki verður annað lesið út úr þessu en að Framsókn yrði tilbúin til
að ræða málin verði til  hennar leitað. Staða hennar er einfaldlega sú
að í stöðunni í dag hefur hún engu að tapa. Raunar er allt sem bendir
til að staða Framsóknar muni ekki batna verandi í stjórnarandstöðu
með vinstriöflunum,  enda  hefur hún einskins notið í því samstarfi. 
Þvert á móti!

  Ljóst er að núverandi staða Sjálfstæðisflokksins miðað við könnun
Gallups en afleit. Tími er stuttur í pólitík. Ekki síst þegar þarf að
vinda ofan af afleitri stöðu. Borgarstjórinn virðisr rúinn öllu trausti.
Að bíða til næsta vors eftir að Hanna Birna taki við stóli borgarstjóra
gengur einfaldlega ekki upp. Hún þarf mun lengri tíma til að ávinna
sér traust sem borgarstjóri og endurheimta fylgið. Það sama má
segja um Óskar og Framsókn. Óskar þarf mun meira pólitískt olnboga-
rými til að vinna upp fylgi Framsóknar. Það gerir hann ekki í stjórnar-
andstöðu með tveim óvinveittum vinstriflokkum. Um það vitnar Gallup.

  Skrif Staksteina hljóta því að vera forystumönnum sjálfstæðismanna
í borgarstjórn Reykjavíkur hugleikin þessa stundina. - Hugmynd sú sem
þar er velt upp er raunsæ.  Ekki síst útfrá borgaralegum viðhorfum. - 

  Spurningin er því sú. Verður á það látið reyna?  Hversu raunsæir eru
sjálfstæðismenn? Því óbreytt ástand er afleitt, ekki síst fyrir borgarbúa.  

    

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband