ESB-trúboð Jóns Sigurðssonar
11.8.2008 | 09:47
Jón Sigurðsson fyrrv. formaður Framsóknarflokksins, virðist
óþreytandi í að boða sælutilveruna í Evrópusambandinu. Fjöldi
greina hafa birst á síðum Mbl að undanförnu þar sem Jón hvetur
til að Ísland sæki um ESB-aðild og taki upp evru. Þetta er sami
Jón og talaði sérstaklega við því fyrir síðustu alþingiskosningar
að Ísland sækti EKKI um ESB-aðild, nema í efnahagslegum styrk-
leika. Hvað hefur breyst svona frá síðustu kosningum? Jú, efna-
hagslegur styrkur Íslendinga hefur veikst verulega. Hvernig geta
menn hringsnúist svona í jafn stóru pólitísku hitamáli og því hvort
Ísland skuli ganga inn í ESB eða ekki? Er þá nokkuð að furða að
menn með slíkan stórpólitískan hringlandahátt hrökklist úr pólitík ?
Hafi aldrei átt þar heima?
Í MBL í dag er enn ein greinin eftir Jón Sigurðsson um Ísland og
ESB. Þar er sem oftar staðreyndum velt á haus, og fullyrt þar að
,, Lissabonsáttmáli Evrópusambandsins tryggir fullveldi aðildar-
ríkja". - Veit ekki Jón að þessi Lissabonsáttmáli er marklaust
plagg? Hefur ekki hlotið lögstöð inna stjórnkerfis ESB þar sem
írska þjóðin feldi hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og setti þar með
allt stjórnkerfi ESB í uppnám. En burt séð frá því þá þýddi aðild
Íslands að ESB stórskerðingu á íslenzku fullveldi hvernig sem á
það er litið . Þess utan yrði áhrif Íslands á stjórn ESB og þing þess
nánast ENGIN, því atkvæðavægi smáríkis innan þess eins og Ís-
lands yrði langt innan við 1%.
Í öllum greinum Jóns er hvergi minnst á það hvernig Ísland geti
haldið forræði yfir sínum fiskimiðum við aðild Íslands að ESB. Veit
Jón ekki frekar en ESB-sinnaðir kratar að á íslenzkum fiskimiðum er
framseljanlegur kvóti? Er Jón tilbúinn til að setja hann á uppboðs-
markað innan ESB gangi Ísland þar inn? - Meðan menn fjalla ekki
um slík stórmál varðandi inngöngu Íslands í ESB er ekki hægt að
taka þá alvarlega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:37 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Guðmundur.
Alveg sammála þér, það er furðulegur tvískinnungsháttur sem þarna birtist.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 12.8.2008 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.