Þegar ESB setti eitt aðildaríkja sinna í pólitíska einangrun
18.8.2008 | 00:16
Jörg Haider sem fyrir nokkrum árum fór fyrir Frelsisflokknum í
Austurríki, segist nú kominn í stjórnmálin aftur. Nú segist hann
leiða nýjan flokk, Samtök um framtíð Austurríkis, í komandi þing-
kosningum 28 september nk. Haider stofnaði hinn nýja flokk
fyrir 3 árum eftir að hafa sagt skilið við Frelsisflokkinn.
Jörg Haider er umdeildur stjórnmálamaður. Undir forystu hans
varð Frelsisflokkurinn annar stærsti flokkur landsins með um 27%
fylgi, og myndaði þá ríkisstjórn með hinum íhaldssama Þjóðar-
flokki Wolfgangs Schússels árið 2000. Þessi ríkisstjórnarmyndun
olli uppnámi innan Evrópsambandsins, sem fór út fyrir öll mörk.
Því hvaða skoðun sem menn gátu haft á Frelsisflokki Haiders á
þessum tíma var hann á allan hátt lýðræðislega kjörinn með fylgi
um 27% kjósenda Austurríkis.
Hér er alls ekki verið að taka málstað með Jörg Haider og skoðunum
hans, sem nú er að koma inn í stjórnmálin aftur. Heldur er ástæða til
að minna á það pólitíska fjaðrafok sem varð innan ESB, einkum meðal
sósíalista og sósíaldemókrata, sem myndun ríkisstjórnar Shússels á
þessum tíma olli.
Austurríki, eitt aðildaríkja ESB var sett í algjöra pólitiska einangrun
af framkvæmdastjórn sambandsins, sem þá var mjög vinstrisinnuð.
Ótal spurningar vöknuðu í kjölfarið á því. Eins og sú grundvallaspurning
hvort ESB-aðild skapaði framkvæmdastjórn þess yfirþjóðlegan rétt til
afskipta af lýðræðislegri framvindu í aðildarlöndunum? Hvort bein pólitísk
afskipti af innanríkismálum aðildarríkja, eins og klárlega var varðandi
Austurríki á þessum tíma, væri leyfileg?
Þeirri grundvalla- og stórpólitískri spurningu um Evrópusambandið
er enn ósvarað í dag.....
![]() |
Haider í framboð á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ætli þetta verði ekki til þess að við komumst inn í öryggisráð SÞ?
Gestur Guðjónsson, 18.8.2008 kl. 11:30
Þannig að það verði þá Jörg Haider sem eigi þá eftir allt saman að bjarga
báráttumáli Samfylkingarinnar um að troða Íslandi inn í öryggisráðið..
Samfylkingunni sem mest andskotaðiist út í Haider á sínum tíma.
Já þú segir nokkuð Gestur minn. Stundum getur pólitíkin vissulega
umbreyst í andhverfu sína jafnvel bara á einni nóttu...
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.8.2008 kl. 13:06
Skv. fréttum hjá mbl.isl frá þessum tíma voru það einsstök ríki innan ESB sem settu upp upp hótanir um slit á samstarfi við Austurríki ef þessi maður kæmist til valda þar. Ert þú eitthvað hissa? Heldur þú að maður sem boðar Nazisma sé eitthvað sem Þjóðverjar gætu sætt sig við. Maður sem lýsir hatri á Gyðingum. Lýsti því yfir ef ég man rétta að sögur um Helförina væru lygar.
Var það ekki lýðræðislegur réttur þessara þjóða að neita að hafa samskipti við Austurríki ef hann kæmist til valda.
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.8.2008 kl. 22:06
Magnús. Það var FRAMKVÆMDASTJÓRN ESB sem slík sem setti Austurríki í
pólitíska einangrun. Þverbraut ALLAR reglur ESB og stofnsáttmála þess
með GRÓFLEGRI íhlutun í innanríkismál eitt af aðildarríkjum þess. Er hér að
minna á það og ekkert annað.........
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.8.2008 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.