Borgarbúum létt við nýum meirihluta !


   Allt bendir til að  flestum borgarbúum sé létt við myndun nýs
meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þessir tveir
borgarasinnuðu flokkar hafa náð víðtækri sátt um hvernig þeir
hyggjast stjórna Reykjavíkurborg út kjörtímabilið. Framtíðarsýn
þeirra er skýr og klár. Og umfram allt ríkir mikið traust og heil-
indi milli þeirra, sem er jú frumforsenda þess að vel takist til og
að þeir öðlist góða tiltrú borgarbúa. - Enda var enginn annar meiri-
hluti í stöðinni.

  Vinstriöflin eru vonsvikin enda  neikvæðni eðli vinstrimennsku.
Andóf þeirra við Ráðhúsið í gærmorgun fyrir áeggjan forystu Sam-
fylkingarinnr, fór gjörsamlega út um þúfur. Hinn rauðlitaði upp-
vakningur innan Samfylkingarinnar fékk engan hljómgrunn meðal
borgarbúa. - Allt bendir því til að pólitísk eyðimerkurganga sé að
hefjast meðal vinstriflokkanna með tilheyrandi fylgistapi á næstu
mánuðum og misserum. - Borgarbúar láta ekki blekkjast af vinstri-
sinnuðum fagurgala.

  Þegar jafn vel hefur tekist til  eins og nú varðandi borgarstjórn
Reykkjavíkur, er ekki nema eðlilegt að augu ábyrgra  manna beinist
nú að ríkisstjórninni. Samfylkingin er þar hinn mesti dragbítur á allt
það sem til framfara horfir, enda með litla trú á sér-íslenzka framtíð.
Krafan um álíkt stjórnarmynstur þar og er nú í borgarstjórn Reykja-
víkur með þátttöku Frjálslyndra, hlýtur að öðlast mun meiri vigt  og
þunga en verið hefur. - Því auðvitað hlytur það að liggja í hlutarins
eðli að framfarasinnuð borgaraleg öfl eigi mun betur með að vinna
saman en sá pólitíski kokteill vinstri/hægri sem nú einkennir ríkisstjórn
Íslands.     

   Það verður  því spennandi að fylgjast með íslenzkum stjórnmálum á
næstunni!
mbl.is Lyklaskipti í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðmundur minn !

O; ekki er kálið sopið, þótt í ausuna sé komið. Einhver mesta; en sjálfsagt verðugasta niðurlæging Framsóknarflokksins í Reykjavík er að eiga sér stað, að draga hlandforar vagn Valhallar manna, áfram veginn, Guðmundur minn. 

Og ekki benda mér; né öðrum á ''NAUÐSYN'' þess, að mínir ágætu nárannar, Reykvíkingar þyrftu, að eiga allt sitt, undir þessum kolómögulega 15 manna hópi, fram á vorið 2010, Guðmundur minn. 

Dygði; að láta staðkunnuga borgarstarfsmenn, um daglegan rekstur, fram að næst kosningum.

Með beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 00:16

2 identicon

"Allt bendir til að  flestum borgarbúum sé létt við myndun nýs
meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þessir tveir
borgarasinnuðu flokkar hafa náð víðtækri sátt um hvernig þeir
hyggjast stjórna Reykjavíkurborg út kjörtímabilið. Framtíðarsýn
þeirra er skýr og klár. Og umfram allt ríkir mikið traust og heil-
indi milli þeirra, sem er jú frumforsenda þess að vel takist til og
að þeir öðlist góða tiltrú borgarbúa. - Enda var enginn annar meiri-
hluti í stöðinni."

Alveg hreint kostulegur texti.  Hef ekki lesið annað eins í langan tíma.

Ég vona bara að þú uppskerir eins og þú sáir Guðmundur.

steini (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 00:22

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hér erum við Óskar minn aldrei slíku vænt GJÖRSAMLEGA ÓSSAMMÁLA!
Þú byrð ekki í Reykjavík. Það geri ég. Vonandi upphaf þáttarskila í íslenzkum
stjórnmálum, þar sem hin ábyrgu framfarasinnuðu borgaralegu og þjóðlegu
öfl beri nú gæfu til að vinna saman í íslenzkum stjórnmálum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.8.2008 kl. 00:26

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Steini minn nafnlausi. Nú förum við loks að uppskera fallegar grænar grundir!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.8.2008 kl. 00:29

5 identicon

Heill og sæll; á ný, Guðmundur og aðrir skrifarar !

Þá þess heldur; þar sem þú býrð þar, Guðmundur minn. Því ógeðfelldara er, að sjá ykkur sökkva, í enn meira kviksyndi óprúttinna spillingarafla, Guðmundur minn.

Sóðaskapur stjórnmálamanna; í Reykjavík, er ekkert ''fínni'', fremur en í Palermó á Sikiley, einhverju mesta pestarbæli misbrúkunar, á almmanna fjármunum, í Suður- Evrópu, eftir sögn fróðra manna, Guðmundur minn.

Með beztu kveðjum, enn /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 00:36

6 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Vá hvað þú ert veruleikafirrtur.

Þetta er sami meirihluti og sprakk í upphafi. Það er nú allur styrkurinn og fastheldnin. Ekki einu sinni samstaða innan borgarstjórnar"flokks" Framsóknar um meirihlutan.

En þú ert geltandi flokkshundur í þægilegri afneitun. Rýnir í forn afrek sjallana og horfist ekki í augu við ónytjunga nútímans. Verði þér að því.

Páll Geir Bjarnason, 22.8.2008 kl. 00:37

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Óskar. Því miður er spilling nær allstaðar. Því miður! Hefur ætíð verið. er, og
mun ætíð verða. Að hún sé eitthvað meiri í Reykjavík, en úti á landi, eða annars staðar í heiminum, vísa ég alfarið á bug. 

Páll Geir. Ef ég er veruleikafirtur að vera ekki ruglaður vinstrisinni og gangi
ekki erinda ESB-sinnaða krata eða afdánkaðra álþjóðasinnaðra sósialista
í Vinsti grænum þá verður það svo að vera í þínum augum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.8.2008 kl. 11:12

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

 "Allt bendir til að  flestum borgarbúum sé létt við myndun nýs
meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks."

Hvaðan hefur þú þessar upplýsingar? Er búið að birta einhverja skoðanakönnun eða athugun á því?

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.8.2008 kl. 21:09

9 identicon

Heill og sæll; sem fyrr, Guðmundur Jónas, og aðrir skrifarar !

Það á; að vera keppjefli alls sanngjarns fólks, að ráða niðurlögum spillingarinnar, hvar sem vera skal, á Heims kringlunni.

Þar á enginn að vera undanskilinn; Guðmundur minn. Allra sízt, Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn !

Með beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 21:16

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hárrétt Óskar minn. Eigum að berjast gegn spilingu hvar sem er.

Hins vegar eru þjóðhættulegustu stjórnmálaflokkarnir á íslandi tveir útfrá
ÞJÓÐLEGUM viðhorfum.  Samfylkingin með ESB daur sitt sem stórskerðir
okkar fullveldi og sjálfstæði og vill afhenda okkar helstu auðlindir útlendingum.  Og Vinstri grænir sem eru mjög andþjóðernissinnaðir(syngja
Internationalinn og veifa rauðum fánum á sínum tyllidögum) og vilja
gera Ísland eitt ríkja heims algjörlega berskjaldað og varnarlaust.

Einmitt gegn ÞESSUM TVEIM ÖFLUM ber að berjast fyrst og fremst.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.8.2008 kl. 21:48

11 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

"Allt bendir til að  flestum borgarbúum sé létt við myndun nýs
meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þessir tveir
borgarasinnuðu flokkar hafa náð víðtækri sátt um hvernig þeir
hyggjast stjórna Reykjavíkurborg út kjörtímabilið. Framtíðarsýn
þeirra er skýr og klár. Og umfram allt ríkir mikið traust og heil-
indi milli þeirra"

Það er þetta sem er veruleikafirrt. Það lýsir því best hvers kyns tímavilla þú ert að þú sakar VG um kommúnisma.

Páll Geir Bjarnason, 26.8.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband