Dúkkulísur í friðargæslu?


   Það að framvegis verði íslenzkri friðargæslu bannað að bera
vopn til varnar sér  og öðrum skv. ákvörðun utanríkisráðherra
er ekkert annað en hræsni, rökleysa og skandall. Hvers vegna
í ósköpunum er það svo voðalegt að Íslendingar sem sendir eru
utan til friðargæslu  beri varnarvopn? Að þeim sé bannað það! Ein
allra þjóða heims?  Hverskonar rugl er þetta eiginlega? Alveg
dæmigerð  hræsni  hérlendrar vinstrimennsku  í öryggismálum.
Utanríkisráðherra virðist ætla klárlega að skipa þann flokk. 
En hvað með sjálfstæðismenn í ríkistjórninni? Styðja þeir slíka
rugl-vinstrimennsku í friðargæslu og öryggismálum?

  Fyrst íslenzkir friðargæslumenn skulu framvegis ekki meiga
bera vopn sér og sínum til varnar er alveg eins gott að leggja
alla íslenzka friðargæslu af. Því nánast er útilokað að skilja
á milli borgarlegrar gæslu og hinnar hernaðarlegu á þeim
svæðum sem átök geysa. Allra síst á vegum NATO.  Fríðargæsla
er nær undantekningarlaust á átakasvæðum. Það er eins og
utanríkisráðherra skilji það alls ekki.   

   Mont-friðargæsla utanríkisráðherra er  skandall og gerir Ísland
að alþjóðlegu viðundri í friðargæslumálum.  Enginn sendir dúkku-
lísur í frðargæslu! Eða, er það ?

   Þetta er skandall sem á að koma í veg fyrir !
mbl.is Mótuð verði skýr stefna um störf friðargæslunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég veit það fyrir víst að flestir íslenskir friðargæsluliðar starfa á skrifstofum við skipulagningu og úrvinnslu ganga. m.a. var svo í fyrrum Júgóslavíu eins að mestu þarna á flugvellinu í Afganistan.

Sé ekki af hverju að fólk sem hefur litla þjálfun í vopnaburði ætti að að fara til annarra landa þar sem þegar eru bæði þrautþjálfaðir hermenn allra stærstu hervelda heimsins.

Það er mikil þörf einmitt fyrir fólk sem getur sinnt tölvumálum, skipulagningu og úrvinslu gagna sem raunverulegir hermenn kunna ekki.

Held að við sem gefum okkur út fyrir að vera herlaus þjóð ættum síður að að vera að skreyta okkur með byssum og sprengjum annarstaðar í heiminum.

Við erum jú ekki nema 320.000 og getum því aldrei komið okkur upp her og viljum það ekki. Ég minnsta kosti vill ekki sjá að vð eyðum tugum eða hundruðum milljörðum í að hervæðast. Minni á að við eigum í dag í mesta basli vð að halda út 3 björgunarþyrlum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.8.2008 kl. 17:58

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnís. Íslenzka friðargæslan sem var send til Afganistan á sínum tíma
á vegum NATO var vopnuð sér og sínum til varnar ef á þá yrði ráðist.
Var um þessa sveit gerð heimildarmynd, ,,strákanir okkar" minnir mig.
Ástandið í Afganistan var þá og er raunar enn þannig að þar er enginn
óhultur. Fríður verður oftar en ekki komið á með VALDI þegar eiga í hlut
villimenn og brjálæðingar. Byssan er þá eina sem slíkir  villimenn skilja.

Bara skil ekki þessa hugsun Magnús  hvers vegna Íslendingar einir í
heimi meiga ekki bera vopn sér til varnar. Hins vegar er allt í lagi að
AÐRIR beri vopn OKKUR til varnar. Þvílík HRÆSNI og aumingjaháttur.
Hvenær hafa íslenzk stjórnvöld gefið það út að við séum herlaus þjóð?
Var Kaninn ekki hér í nær 60 ár? Herlaus þjóð það?  Auðvitað eigum við
að bera okkar ábyrgð á okkar vörnum eins og ALLAR aðrar þjóðir.
Þá að sjálfsögðu með hlutfallslegum kostnaði, tækjum og mannafla eins og
aðrar frjálsar og fullvalda þjóðir gera, og í samræmi við kröfur NATO.

Allt annað er hræsni og tvískinnungur á hæðsta stígi.  Tilbúnir til að
þyggja verndina, en EKKERT til að láta fram í staðinn!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.8.2008 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband