Guðni lýsir ESB-andstöðu - Gott mál!


   Guðni Ágústsson  formaður  Framsóknarflokksins  er nú í
fundarherferð  um  landið, og flutti góða ræðu í Borgarnesi.
Þar kom fram  hjá Guðna  að hvorki ESB-aðild né upptaka
evru væri  ákjósanlegt við núverandi aðstæður. Þetta  er
hárrétt afstaða hjá Guðna, og ólíkt því sem fyrrum formenn
flokksins hafa talað, þeir  Halldór og nú Jón.

  Vonandi heldur formaðurinn áfram á sömu braut, því litill
sértrúarhópur innan Framsóknarflokksins hafa á undanför-
num árum stórskaðað ímynd flokksins og fælt frá stóran hluta
kjósenda hans vegna ESB-daðurs.  - Því grasrót flokksins hefur
ætíð tengst íslenzkri mold og þjóðlegum viðhorfum.

  Ef Guðni Ágústsson formaður heldur áfram að tala skýrt í
einu stórpólitíksa hitamáli lýðveldsins á þjóðlegum nótum
mun hinn rótgróni sanni framsóknarkjarni skila sér fljótt heim
aftur.

  Þannig. Áfram Guðni!  Áfram!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Þetta er ánægjuleg yfirlýsing að mínu viti og mikilvægt að menn tali skýrt út skoðun sína.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.8.2008 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband