Bjóðum valdamestu konu heims til Íslands !



   Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, hefur verið útnefnd valdamesta
kona í heimi af tímaritinu Forbes, þriðja árið í röð.  Þetta leiðir hugann
að því hverns vegna henni sem kanslara Þýzkalnds, eitt áhrifamesta
ríki Evrópu, hafi aldrei verið boðin til Íslands. - Því mikil og góð tengsl
hafa gegnum tíðina verið milli Íslendinga og Þjóðverja sem ætíð hafa
tengst miklum vináttuböndum.

  Þetta er eiginlega stór furðulegt horfandi á okkar helstu ráðamenn
fara í ótal heimsóknir til framandi landa sem í fljótu bragði er erfitt
að sjá hinn hagnýta tilgang með. Á sama hátt þegar hingað eru boðin
fjölda tignargesta frá framandi heimsálfum  sem  erfitt er að skilja
tilganginn með.  Á sama tíma eru svo sambönd við  ríki og  leiðtoga
sem við eigum mikilla hagsmuna að gæta við nánast haldið í lágmarki.
Furðuleg utanríkispólitík, eða hitt þó heldur!

   Þýzkaland er forystuiríki Evrópusambandsins.  Sem slíkt er því afar
mikilvægt fyrir Ísland  að byggja upp sterk pólitíkst tengsl við  það,
því ótal mál hafa og geta komið upp í samskiptum okkar við ESB. Þá
væri  gott að eiga sterkann, góðan og skilningsríkann vin  sem hægt
er að leita til. Tala nú ekki um ef þau tengsl  byggist einnig á persónu-
legum grunni við jafn áhrifamikinn  aðila og kanslara Þýzkalands.

      Þá er Þýzkaland eitt af öflugustu herveldum NATO. Því er afar mikil-
vægt að Íslendingar stórauki samskipti sín við Þjóðverja á sviði öryggis-
og varnarmála. Áhugi þeirra er fyrir hendi, enda taka þeir þátt í heræf-
ingum NATO á Íslandi nú í september. Þjóðverjar eru ein þeirra þjóða
sem Íslendingar gætu treyst í þeim málum. Því á að stórauka samskiptin
við Þjóðverja á þessu sviði.

     Þannig. Allt mælir með að kanslara Þýzkalands verði sem fyrst boðið
í opinbera heimsókn til Íslands. Og ekki skemmir fyrir að í embætti
kanslara er nú ein valdamesta kona heims. 

    Bjóðum Angelu Merkel því velkomna til Íslands !!!
mbl.is Merkel valdamesta kona heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas !

Ég hefi fyrir satt; að þú getir verið grínaktugur maður, Guðmundur minn, en,.......... þarna tekur nú steininn úr, sérdeilis. Merkel kerlingin; er svona álíka geðþekk undirlægja Bush, og hans slektis, og Tatcher hin brezka var, gagnvart Reagan heitnum, á sinni tíð.

Meira að segja; Geirharður Skraddari (Gerhard Schröder), gat átt það til, að sýna snefil, af manndóm, í samskiptum sínum, við bandarísku heimsvaldasinnana, Guðmundur minn.

Og gleymum ekki; kerling þessi er, persónugerfingur ESB, það eitt ætti að segja okkur allt, sem segja þarf.

Kanntu ekki einhvern betri brandara; Guðmundur minn ?

Með beztu kveðjum, sem oftar /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 01:16

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Óskar minn. Jú get stundum verið grínaktugur, en ekki í þessu tilfelli.
Angela Merkel er afar merk kona, ólst upp fyrri hluta ævi sinnar í  A-Þýzkalandi undir járnhæli kommúnista sem stjórnað var frá Moskvu.
Merkel er ekki undirlægja neinna, enda hefur hún sýnt það og sannað,
og hefur  stjórnað Þýzkalandi vel sem kanslari.  Og taktu eftir því, að þrátt
fyrir að vera talin valdamesta kona heims, hefur hún farið með það  vald af
mikilli varfærni og hógværð, eitthvað em er alls ekki hægt að segja um
marga aðra stjórnmálaleiðtoga í dag.

Að sjálfsögðu hafa Þjóðverjar gríðarlegt vald innan ESB í dag sökum
stærðar sinnar. Veit ekki til að þeir hafi misbeitt því valdi undir stjórn
Merkel. En þar sem við þurfum á viðskiptatengslum að halda við ESB
þótt við göngum vonandi aldrei þangað inn, er ljóst að sterk og góð
tengsl við okkar helstu vinaþjóð þar gæti reynst okkar afar mikilvægt.

Því eigum við að auka þessi tengsl okkar við Þýzkland og kanslara þess,
með því nú td að bjóða Angelu Merkel velkomna til Íslands.

Vill að við beinum okkar viðskiptum í sem flestar áttir, og viðhöldum okkar
sjálfstæði að fullu. Er m.a fylgjandi auknum samskiptum við vinarþjóð
okkar Rússa svo dæmi sé tekið. - Tel að hingað til höfuð við verið of
háðir engilsaxneskum áhrifum.  -

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.8.2008 kl. 11:11

3 identicon

Heill og sæll; á ný, Guðmundur minn !

Ambögur Merkel kerlingarinnar, sem og skítpligtukt þrælseðlið, í skiptum hennar, við Washington stríðsmaskínuna, eitt og sér, útilokar, að nokkur sá, sem sæmilegur Íslendingur vill kallast, hafi samskipti við hana, að nokkru. Svona álíka auðsveip Bush illþýðinu, eins og Brown - Sarkózy og Berlusconi, svo fá einir séu nefndir.

Var hún ekki að gaufa; austur í Georgíu, á dögunum, Guðmundur minn, fyrir NATÓ/ESB stríðsjálkana ? Eða, ......... misminnir mig nokkuð, þar um, Guðmundur Jónas ?

Með beztu kveðjum, sem ætíð /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband