Íslendingar sýni sjálfstæði í máli Ossetíu !
29.8.2008 | 14:39
Íslendingar eiga ætíð að reka sjálfstæða utanríkisstefnu sem fullvalda
og sjálfstæð þjóð. Grundvöllur hennar á að vera að viðurkenna og virða
rétt ALLRA þjóða til sjálfstæðis. Ekki síst þegar viðkomandi þjóð getur
vísað til sérstakrar þjóðmenningar og þjóðtungu. - Þess vegna eiga Ís-
lendingar ætið að styðja við sjálfstæðisbaráttu þjóða þegar þannig er
ástatt um.
Stríðið í Georgíu er flókið og hefur margar hliðar. Ossetía er dæmi
um það. Norður-Ossetía er undir yfirráðum Rússa, en Suður-Ossetía
að forminu til undir yfirráðum Georgíumanna. Ísland á EKKI að viður-
kenna slíka skiptingu. Ossetar eiga sem sérstök þjóð að vera full-
valda og sjálfstæð þjóð í óskiptri Ossetíu. Rússar verða því að viður-
kenna Norður-Ossetíu sem hluta Suður-Ossetíu, og þar með að við-
urkenna ALLA Ossetíu sem fullvalda og sjálfstæða þjóð. Það eiga
ALLAR aðrar þjóðir að gera, ekki síst Íslendingar. Þannig yrði málið
leyst á farsælan hátt sem allir ættu að geta orðið ásáttir með.
Ummæli forseta þings Suður-Ossetíu um að Rússar hyggist innlima
Suður-Ossetíu í Rússland eins og þeir hafa gert við Norður-Ossetíu
vekja því athygli en ekki síst ugg. Rússar hafa engan rétt að innlima
Ossetíu í ríki sitt. Ekki frekar en Georgíumenn. Íslendingar eiga að
hafa þessa grundvallarstefnu í málinu. Og halda henni fram, þótt
hún gangi í berhögg við sumar NATO-þjóðir, eins og Bandaríkjamenn
og Breta. -
Viðurkenning á fullveldi Kosovo er nú að koma Vesturveldunum í
koll. Því miður tók Ísland þátt í því rugli að viðurkenna sjálfstæði Koso-
vo. - Því í Kosovo en hvorki sérstök þjóð né er þar sérstök þjóðtunga
töluð.
Núverandi utanríkisstefna Samfylkingarinnar er því ámælisverð, enda
langt í frá að teljast til sjálfstæðar íslenzkrar utanríkisstefnu.
Verður Suður-Ossetía innlimuð í Rússland? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.