Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB nú kemur alls ekki til greina!


   Það er dapurlegt að jafn virtur efnahagsráðgjafi til margra
ára og Jónaz Haralz skuli ekki sjá aðra framtíðarsýn fyrir hina
íslenzku þjóð en að ganga í ESB og taka upp evru. Þetta kom
fram í Sílfri Egils í dag. En það furðulegra er að Jónaz skuli ekki
vita af ótal fjölmörgum opinberum rannsóknum og samantektum 
sem  hafa farið fram um það  í hverju aðild að ESB  fælist fyrir
Ísland. Og ekki nóg með það. Því  fjöldi ráðamanna þjóðarinnar
hafa gegnum árin fundað um þessi mál við æðstu menn sam-
bandsins. Nú síðast fyrir nokkrum mánuðum. Samt leggur Jónaz
Haralz til að farið verði í samningaviðræður til að vita hvað komi
út úr þeim?  Vita hvað? Þetta liggur allt fyrir !  Allt sem málið
skiptir. Hefur Jónaz Haralz ekki kynnt sér Rómarsáttmálann og
alla viðaukana við hann sem ALLAR þjóðir ESB verða að undir-
gangast ? - Hverskonar þráhyggja er þetta eiginlega? Í hvaða heimi
hefur Jónaz Haralz verið ?  Maður verður dauðþreyttur á að heyra
svona þvætting sí og æ!  

  Nei auðvitað kemur  það ALDREI til mála að Ísland gangi í ESB
þó ekki væri út af öðru en því, að við ESB aðild mun allur hinn
framseljanlegi kvóti af Íslandsmiðum fara á uppboðsmarkað
innan ESB þar sem allir innan sambandsins geta komist yfir hann.
Ef Jónaz Haralz hefði sagt að til þess að til greina komi að Ísland
gangi í ESB verði að breyta fiskveiðikerfinu í grundvallaratriðun
og afmá framsalið hefði það verið skömmunni skárra.  EN það
gerði hann ekki.  Virðist bara sætta sig við að virðisauki af okkar
helstu auðlind hverfi bara svona  úr landi með tíð og tíma!
Skrítin hagfræðispeki það !

       Þvílíkur málflutningur fyrir íslenzkum hagsmunum!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Jónas tel þú ættir að hlusta aftur á viðtalið við Jónas nafna þinn, en ekki sífellt að tuða um hvort einn eða annar hafi vit eða kunnáttu til að fjalla um ESB.

  Áhyggur þínar af fiskveiðum víð Ísland og virðisaukinn hverfi við inngöngu í ESB, er verulega áhugaverð.  Eins og þú mætavel veist þá er búið við núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi að rústa nær öllum sjávarþorpum á Íslandi, og veiðar og vinnsla í höndum sárafáa útgerðaraðila er að stjórum hluta hraðvinna fiskinn út á sjó, eða koma honum ferskum á markað í gámum eða flugi til meginlandsina.   Því miður hefur fiskafli dregist saman um um eða yfir 60% í tíð núverandi kerfis, og útflutingverðmæti enn meira. Væntanlega er þér kunnugt að sjávarútvegurinn er 14 skuldsettari nú en fyrir daga kerfisins.  Svo að lokum má ætla að nettógjaldeyristekju okkar af leigu fiskveiðiheimilda til ESB næmi hærri fjárhæð, en við fáum út úr vinnslu og veiðum í dag.

haraldurhar, 7.9.2008 kl. 16:32

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jónas sagði einmitt að allar þjóðir sem gegnið hefðu í ESB hefðu fengið kröfum sínum að stórum hluta uppfyllt í samningaviðræðum við ESB. Það sem hann var að segja að engin gæti séð það út fyrirfram hvað hvernig sá samningur yrði. Og fyrst yrði að fara í viðræður og sjá hvað samning við gætum náð. Síðan fræi það fyrir Alþingi. Síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hann sagði að þetta röfl í mönnum sem segðu hitt og þetta um hugsanlegan samning væri út í hött. Því að engin samningur um inngöngu í ESB er eins.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.9.2008 kl. 16:40

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Haraldur. Kæmi ekki króna inn í þjóðarbúið af leigu fiskveiðiheimilda til  ESB
inn í þjóðarbuið. Í fyrsta lagi myndi ALDREI náðst  meirihluti fyrir því að fara
að leiga aflaheimildir úr landi. Og í öðru lagi myndu erl.útgerðir einfaldlega
kupa meirihluta í ísl. útgerðum og komast þannig yfir kvótann, likt og
gerst hefur m.a á Bretlandi og lagt breskan sjávarútveg í rúst. Þótt kvóta-
hoppið milli landshluta sé nokkuð í dag þá skilar sér hver  króna af sérhverjum ugga inn á okkar þjóðarbú. Þetta yrði allt galopið göngum við í
ESB, auk þess að missa  öll okkar yfirstjórn fiskveiða til Brussels.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.9.2008 kl. 16:43

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Eitt af því sem er 100% ljóst að við inngöngu í ESB YRÐUM við
að hætta að banna erl. fjárfestingar í ísl. útgerð. Það eru A L L I R sammála
því, vegna þess að það er ein af  4 grunnstoðum Rómarsáttmálans.
Þannig að það sem ég er að fullyrða hér er 100% rétt, enda hefur ALDREI
verið hrakið. Og þar sem við höfum framseljanlega kvóta á Íslandsmiðu,
þá fer hann í raun á eitt allsherjar uppboð innan ESB með aðild!  BINGO!
Það er ekki flóknara en það!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.9.2008 kl. 16:50

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Benedikt. Það sem ég er hér að fjalla um og benda á að við inngöngu í
ESB færi okkar dýrmæti kvóti á Íslandsmiðum í eigu útlendinga með tíð
tíma , og  að við getum EKKI samið okkur frá
því. Því einn aðf aðalstoðum Rómarsáttmálans eru FRJÁLSAR fjárfestingar í
ÖLLUM greinum atvinnulífs.  Um þetta er EKKI hægt að semja. Þar sem svo
gríðarlegir þjóðarhagsmunir eru í húfi að við höldum FULLUM yfirráðum
yfir okkar helsu auðlind, fiskimiðunum, og ÞJÓÐAREIGN á þeim, þá kemur
ESB aðild ekki til GREINA fyrir helsta fiskveðiþjóð heims. Svo einfalt er það
í mínum huga. Gallarnir eru því miklu stærri en kostirnar  við ESB-aðild.
Töpum MIKLU meira en við græðum í BEINHÖRÐUM PENINGUM, fyrir utan
fullvedis- og sjálfstæðismisserinn.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.9.2008 kl. 17:46

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Benedikt. Það þarf engar aðildarviðræður til fá þetta stórmál á hreint.
Liggur 100 % fyrir sem ALLIR vita um. Við aðild að ESB fallar ALLAR hömlur
útlendinga í burtu til að eignast  ísl. útgerðarfélög og ráðstöfun þess
kvóta sem þeim er úthlutað hverju sinni.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.9.2008 kl. 17:56

7 Smámynd: haraldurhar

   Jónas þar sem þér virðist vera svo umhugað um fiskveiðiheimildir hér við Íslands, þá væri áhugvert að vita hvernig þú lítur á fjárfestinu Íslenskra fyrirtækja í vinnslu og útgerð í löndun ESB.  Það kemur mér á óvarat að þú virist ekki vita að erl. aðilar hafa fjárfest bæði í vinnslu og kvóta hér á landi til margra´ára.  Áður en þú fullyrðir að ekki kæmi ein króna inn í ísl. samfel. af fiskveiðum og vinnlu ef við færum í ESB, þá get ég þó upplýst þig að í ESB. að allur fiskur er kemur á land á að fara í gegn um uppboð, en ekki eins og hér hefur viðgegnist að útgerð og vinnsla eru á sömu höndum, og því fiskur veiddur af bátum í eigu fiskvinnslunar fær sjaldnast eðlilega verðmyndun.   Við höfum alla burði til að standa okkur vel í samkeppni við önnur lönd í ESB.

haraldurhar, 7.9.2008 kl. 19:13

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Haraldur. Sjávarútvegur í ESB er ölmussuatvinnuvegur  og styrktur þar
í bak og fyrir. Þess vegnar hrópa þeir hurra fyrir ef einhverjir Íslendingar
eru tilbúnir til að koma með fé og þekkingu inn í sukkið. Hjá okkur er þetta
öfugt farið. Hér er sjávarútvegurinn ALVÖRU atvinnugrein og einn af okkar
helstu útflutnigstekjum. Þess vegna eru fiskimiðin og kvótinn svo dýrmæt
auðlind fyrir okkar Þjóðarbú. Helt að ég þyrfti ekki að minna þig á þetta
því geri ráð fyrir að þú ert Íslendingur og ættir því að vita hversu mikilvægt
fjöregg fiskimiðin eru fyrir okkur, enda urðum við að berjast fyrir þeim í
mörgum þorskasttríðum. í Dag er útlendingum bannað að eignast
meirihluta í ísl. útgerðum sem er AÐAL-MÁLIÐ! Það kemur mér á óvart
ef þú veist það ekki. Það getum við gert vegna þess að sjávarútvegurinn
er utan EES-samningsins.  Og endurtek. Í dag skilar sér hver króna af
fiski veiddum á ísl.lögsögu ÖLL 100% í ísl. þjóðarbú. Á því verður
GRUNDVALLARBREYTING við inngöngu í ESB!! Svo einföld staðreynd er
það hvort sem þú skilur það eða ekki.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.9.2008 kl. 20:00

9 Smámynd: haraldurhar

   Það er rétt hjá þér að ég skil ekki þínar einföldu staðreyndir um fiskveiðar vinnslu og eignarhald.  Eitt veit ég þó að ekki hver einasta króna er aflað er með veiðum og vinnslu kemur inn í þjóðabúið okkar.  Þú virðist ekki vita að fiskvinnslufyrirtæki er rekur útgerð og vinnslu eru í eigu útlendinga, og það allt að 99%.  Eg veit það að afli okkar hefur farið minnkandi með hverju árinu og í núverandi kerfi fara veruleg verðmæti í súginn vegna gæða og stærðarflokkunar á fiski út á sjó.  Eg veit að yfir 60% af útfluingsverðmæti okkar á sjávarafurðum eru erl. aðkeypt aðföng.  Útskýring þín á að hrópað sé  húrra fyrir uppkaupum ísl. útgerða og fiskvinnsla í ESB, er alveg ný söguskýring fyrir mér.  Það sem ég hef kynnst þessum geira í ESB, eru öll þau fyirtæki er ég þekki að keppa að meiri arðsemi út ur sínum félögum, en ekki bara sitja með hendur í skauti og bíða eftir styrk frá Brussel.  

   Eg geri mér grein fyrir því að fiskimiðinn okkar eru auðlind, og tel að við séum í öllum sviðum samkeppninsfærir til að fiska á okkar veiðislóð. 

haraldurhar, 7.9.2008 kl. 22:44

10 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Já mér kom afstaða Jónasar einnig á óvart í þessu sambandi, það skal viðurkennt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.9.2008 kl. 23:21

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Haraldur. Sé einhver útgerð í meirihlutaeigu útlendinga eru það skýlaust brot á íslenzkum lögum og skora á þig að nefna þau með nafni. Þú getur ekki slegið svona fullyrðingu fram án þess að rökstyðja það. Svo lengi sem
íslenzk útgerð er í eigu íslendinga skilast ALLAR hennar tekjur af kvóta
í íslenzk þjóðarbú. Þetta gjörbreytist við ESB aðild. Þú hefur greinilega
ekki fylgst með öllum styrkveitungunum innan ESB, og nú fyrir skömmu á
að margfalda þær sökum m.a olíukostnaðar, sem LÍU hefur mótmælt þar
sem þetta stórskekkir samkeppnisstöðuna okkar á þessum markaði.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.9.2008 kl. 09:33

12 Smámynd: haraldurhar

   Guðmundur það sem ég hef sagt þér um eignarhald útlendinga hefur verið öllum kunnug sem í greininni eru, auk þess fjármagna erl. fiskvinnslur og dreifingaraðilar fjölmörg fyrirtæki til kvótakaupa, og ábyrgða fyrir fiskkaupum á markaði.  Þetta vita allir

   Auðvitað fylgist ég ekki vel með öllum styrkjum er ESB lætur fiskvinnlu og útgerð í hendur eins og þú virðist gera, en þessi sífelldi ótti við eðlilega samkeppi og frelsi til viðskipta, er mér að öllu óskyljanleg.  Mér er nær að halda þú hafir aldrei komið nálægt veiðum og vinnslu sjávarfangs, og miklir fyrir þér alla breitingar.   Þér er að sjálfsögðu ókunnut um að ísl. útgerðir hafa flaggað inn skipum til að nýta Íslandsmið, og svo flaggað svo út að veiðitímabilinu loknu.

haraldurhar, 8.9.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband