Burt með Schengen og erlendu glæpagengin !
8.9.2008 | 00:15
Já, burt með allt þetta Schengen- rugl og þar með allt þetta
erlenda glæpagengi sem hópast til landsins í skjóli þess. Þetta
er að verða plága, og það svo að lögreglan í landinu er farin
að kvarta sáran undan stórauknu ofbeldi og árásum þessara
erlendu glæpamanna á lögregluna sjálfa. - Nú er allt að koma
í ljós sem spáð var um opnun Shengensvæðisins til ESB-ríkja í
A-Evrópu um s.l áramót. Glæpatíðnin stóreykst um allt svæðið og
nú hefur ófögnuðurinn náð til Íslands á fullum þunga. Fimm Lit-
háar réðust á lögreglu s.l nótt, og þurfti kylfur og varnarúða til að
yfirbuga glæðagengið.
Hversu langan tíma enn þarf að líða svo að stjórnvöld átti sig
á að Schengen-upptakan voru hræðileg mistök? Að eyja langt
úti á Atlantshafi taki upp landamæravörslu fyrir meginlandið
meðan eyþjóðirnar Bretar og Írar sögðu slíkt ekki koma til greina
hjá sér. Eyþjóðir af augljósum ástæðum hafa EKKERT með slíkt að
hafa, stórminnka allt og veikja landamæraeftirlit, eins og komið
er á daginn. - Fyrir utan þann hrikalega kostnað sem þetta kerfi
kostar, að viðbættum stórkostlega varðhaldskostnaði sem af
þessum fjölda erlendu glæpamanna hlýst. Nánst allt út af
Schengen !
Krafan er því sú að Ísland hætti þegar í stað þessu Shcengen
rugli. Það hefur GJÖRSAMLEGA mistekist og stórveikt allt landa-
mæraeftirlit, eins og margir vöruðu við í upphafi. Dómsmálaráð-
herra VERÐUR því að gjöra svo vela að taka af skarið í ljósi reynsl-
unnar. - Þetta voru stórpólitísk mistök á sinum tíma að ganga í
Schengen, mistök, sem VERÐUR að leiðrétta ÞEGAR Í STAÐ áður
en algjört neyðarástand skapast !
Þjóðin KREFST ÞESS !!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:37 | Facebook
Athugasemdir
Sammála.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 8.9.2008 kl. 00:46
En nú er glæpatíðni mjög há á Bretlandseyjum, mun hærri en víðast hvar á meginlandinu. Hver er skýringin á því?
Egill (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 01:10
Þetta er rugl Egill, glæpatíðni er síst minni á meginlandinu, og raunar MIKLU
MIKLU MIKLU MEIRI telur þú fyrrv. austanstjöld ríki með sem flest eru nú
komin í ESB og ÞVÍ MIÐUR á Shengensvæðið.........
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.9.2008 kl. 01:16
Þjóðin krefst þess? Talar þú í nafni hennar? Það ætla ég rétt að vona ekki.
Karl F. Thorarensen (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 11:45
Takk Benedikt. Hér er yfirlett um glæpagengi á ferð sem veður yffir
Schengensvæðið frá A-Evrópu. Er hér ekki að tala um heiðarlegt fólk
í atvinnuleit.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.9.2008 kl. 14:02
hverjir áttu annars kostirnir að vera við schengen? að sleppa við að sýna vegabréf þegar farið er til evrópu var það ekki einn kosturinn? samt þurfa allir að hafa vegabréf með sér.
hvernig væri að sambandssinnar komi núna fram með kosti schengen. ef engir eru kostirnir þá eigum við að segja okkur úr þessu strax.
Fannar frá Rifi, 8.9.2008 kl. 18:33
Schengen er samningur um samvinnu milli ríkja um eftirlit. Með Schengen samstarfi geri ég ráð fyrir að komið hafi verið upp um fullt af fíkniefnainnflutningi og fleiru. En í þessum samningi átti líka að vera upplýsingastreymi um ferið hættulegra glæpamanna. Það virðist ekki vera að virka nægjanlega. En manni skilst á lögreglunni þegar hún hefur verið spurð þá séu þeir samt á því að þessi gagnkvæmi að gangur að upplýsingum um glæpamenn og hættuleg sé til bóta.
Held að þessir glæpamenn kæmu hingað þrátt fyrir að allt ef þeir vilja. Sé ekki hvernig við kæmum í veg fyrir það? Nema að loka landinu. Það er öllum frjálst að mestu að koma hingað sem ferðamenn. Og svo eru þessir menn frá löndum sem eru í ESB og því í aðilar að ESS og hafa rétt á að koma hingað til starfa.
Magnús Helgi Björgvinsson, 8.9.2008 kl. 21:11
Magnús minn. Viðurkenndu eins og ég að Schengen er alls ekki að virka,
og voru mikil mistök í upphafi enda Ísland EYÞJÓÐ eins og Bretar og Írar,
sem telja galanna mun meiri en kostina að vera í því sem EYÞJÓÐIR.*
Magnús. Ég segi þetta stórkostleg mistök þrátt fyrir að einhver
Framsóknarflokkur hafi stutt þetta að áeggjan Guðföðursins af þessu
rugl kerfi, Halldóri Ásgrímssyni. En það er eins og ESB og allt því tengt
og Samfylkingin sé þér allt heilagar óskeikular kýr sem ekki má anda á.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.9.2008 kl. 21:22
En hvernig var þetta fyrir Schengen. Skv ESS á einstaklingar að geta unnið hvar sem er innan þess óháð landamærum. Þó tollverðir hér mundu kíkja á vegabréf þá stendur ekki í þeim að viðkomandi sé glæpamaður.
Schengen er þó viðleitni til þess að löggan hafi sameignlegan gagnagrunn að leita í sem flýtir fyrir að finna þessa glæpamenn sem frá viðkomandi löndum.
Þú verður að afsaka að ég sé engan mun á eylandi og öðrum landamærum. Þú veist að það er flogið til og frá landinu. Það er helst að eyland gagnist hugsanlega þegar verið er að reyna að koma í veg fyrir smygl.
Magnús Helgi Björgvinsson, 8.9.2008 kl. 21:28
Ég býst við að Schengen hafi sína kosti og galla. Samstarf lögreglunnar er stór kostur. Ég verð þó að viðurkenna að mann óar hálf við því að þegar maður kemur til landsins er lítið sem ekkert eftirlit. Fyrir utan það að þegar farið er upp í Norrænu gæti maður haft með sér nánast hvaða vopn sem er! Eftirlit yfirleitt er algerlega farið út um þúfur og búið að leysast upp í algeran skrípaleik. Í sumum tilfellum er paranojan yfirgnæfandi, í öðrum er bara ekki neitt.
Örvar Már Marteinsson, 9.9.2008 kl. 00:06
Örvar. Shengen gengur einmitt út á eftirlitsleysi INNAN þess. Þeir sem eru
innan svæðisins eiga að geta ferðast milli landa þess án þess að þurfa að
sýna skilríki. Hins vegar þurfa allir að sýna skilríki sem koma inn á svæðið.
En þar er oft pottur brotinn svo ekki sé meira sagt. Sumstaðar er kerfið
hriplegt, t.d komast þúsundir flóttamanna ólöglega inn á svæðið sbr.
Malta, Spánn og f.l ríki sem liggja að Miðjarðarhafinu, og þar með í raun
eru þessir ólöglegu innflytjendur komnir til Íslands.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.9.2008 kl. 09:51
En það eru ekki þessir sem eru að valda vandamálum hér heldur menn Frá Lettlandi og Litháen sem og Rúmeníu og Póllandi. Þessir eru elli innan Schengens en líka væntanlega með vegabréf.
Magnús Helgi Björgvinsson, 9.9.2008 kl. 10:43
Magnús. Ef við værum EKKI innan Schengen yrðu þessir glæpamenn að
sýna öll skilríki og áritanir kæmu þeir til Íslands. Oftar en ekki eru þessir
mafíuósar skilríkjalausir jafnvel eftirlýstir en geta valsað um allt svæðið
eftirlitslaust eftir að þeir hafa komist inn á svæðið. Þetta sjá Bretar og
Írar og sem eyþjóðir detta þeim ekki í hug að ganga inn í þetta kerfi,
fyrir utan hinn mikla kostnað sem þessu fylgir.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.9.2008 kl. 11:17
Og ert þú að halda fram að bretar og írar séu lausir við þessi vandamál? Held að þau séu einmitt meiri þar
Magnús Helgi Björgvinsson, 9.9.2008 kl. 13:04
Magnús. Bestii landamæravörðurinn er sjórinn og hafið er umlykur eyríki
eins og Ísland, Bretland og Írland. Þess vegna er þetta andskotans RUGL
fyrir Ísland að hafa upptekið þetta bara til að fullnægja einhverjum
ESB-hvötum eins og hjá manni og Halldóri Ásgrímssyni. Þetta er að kosta
okkur átt í milljarð á ári sem EKKERT er að skila sér. Bara eitt af þessu
gæluhugmyndum sem misvitrir stjórnmálamenn fá sbr annað ruglið
varðandi Öryggisráðið. Á sama tími geta stjórnvöld ekki anadskotans til að
greiða sjúkrakostnað fyrir fjársjúkt barn eins og Önnu Dísu sbr 24 stundir
í dag. Hneyksli!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.9.2008 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.