Hvers á Ella Dís að gjalda ?


   Varð ÖSKUREIÐUR eftir að hafa lesið frétt á forsíðu 24 stunda
í dag. Þar segir frá lítilli ÍSLENZKRI  stúlku sem  berst  fyrir  lífi
sínu, en móðir hennar varð upp á egin spýtur að leita lækninga
fyrir hana í Bandaríkjunum eftir að fullreynt var með lækningu
hér heima. En þar sem ýtrustu formsatriðum var ekki fullnægt
áður en til Bandaríkjanna fór situr móðirinn uppi með  hátt í 10
milljóna skuld sem Tryggingastofnun neitar að greiða.

   Hver skonar rugl er þetta og framkoma? Hvers konar stjórvöld
koma svona fram við sína EIGIN ÞEGNA? Á ekki sérhver íslenzkur
ríkisborgari 100% rétt á að fá greitt fyrir alvarlega sjúkdóma innan
tryggingakerfisins? Ekki síst þegar um sjálft lífið er að tefla og það
fyrir smábarn?  Hvernig getur þetta gerst?  Hvernig Í ÓSKÖPUNUM 
er svona látið viðgangast árið 2008? 

  Þjóðin hlýtur að krefjast þess að íslenzk stjórnvöld gangi þegar
í stað í málið þannig að Ella Dís fái ALLAN sinn sjúkrakostnað greidd-
an AÐ FULLU svo og ALLA þá læknismeðferð sem hún þarf á að halda.
Því hingað til er allt málið HNEYKSLI  fyrir íslenzk heilbrigðisyfirvöld og
raunar stjórnvöld ÖLL!

   Á sama tíma er þetta sama ríkisvald að sólunda milljörðum í alls-
kyns vitleysur og rugl út um allar trisssur, og það jafnvel til aðila
og málefa sem koma þjóðinni EKKERT VIÐ!

  Eða hvers á Ella Dís að gjalda ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur ég verð að segja að ég skil móðirina vel að bregðast svona við og fara til Bandaríkjana. Þrátt fyrir að læknar mæltu ekki með því sem og að hún hefði ekki leyfi frá tryggingarstofnun.

En ef þú skoðaðar þetta mál aðeins þá er kannski vert að athuga eftirfarandi:

  • Á það að vera ákvörðun sjúklinga eða aðstandenda að hafna áliti lækna og fara bara erlendis?
  • Hvar drögum við þá mörkinn?
  • Og hverjir ef ekki læknar eiga að úrskurða um ferðir erlendis?
  • Ef engar reglur eru um þetta gæti ég t.d. heimtað að fara erlendis í hjartaþræðingu af því hér eru biðlistar. Þó það kosti kannski 5 milljónir
  • Það stóð til boða að fá þennan lækni hingað en þá hefði þurft að bíða í einhverja daga. Veit að móðirin gat ekki beðið og skil það.

Vona að eitthvað af þessum ríku lyfjafyrirtækjum hér taki sig til og borgi þessa reikninga fyrir þessa móður. En ef ríkið borgar þá skapast fordæmi fyrir alla að heimta að fara erlendis þrátt fyrir skoðun lækna hér og á þau sjúkrahús sem þau vilja.

Þá er kannski betra að loka bara fyrir þjónustu hér og við förum öll erlendis.

En við höfum frábæra lækna hér og ég til að þeir séu í sambandi við fremstu fræðinga á þessu sviði í heiminum. Ég held að þeir ættu a,m,k, að hafa betri innsýn í þessi mál en flestir og þeir mæltu ekki með þessari ferð.

En ég vona að Ella nái sér eitthvað. Hef séð fréttir af henni reglulega síðustu misseri og henni virðist hraka hratt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.9.2008 kl. 17:15

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Það má reyna að finna allskyns skýringar á þessu. HÖFUÐMÁLIÐ
er að Ella Dís er frjársjúkt barn  og sem ÍSLENZKUR RÍKISBORGARI á hún að
fá ALLA læknisþjónustu greidda. Um það snýst þetta mál!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.9.2008 kl. 21:25

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ok það mega þá allir skv. þessu fara til Bandaríkjana í aðgerðir og rukka svo ríkð fyrir hvað sem það kostar? Það þarf sem sagt engin að samþykkja það. Þú hlýtur að sjá að það gengur ekki upp?

Það er fjöldi barna og fullorðina sem fara erlendis og við borgum en við höfum farið þá leið að það eru læknar sem sækja um það til tryggingarstofnunar.

Minni líka á að þú færð ekki alla læknisþjónustu greidda erlendis. Ef þú ferð á einkaskjúkrahús og ert t.d. ekki með sjúkdómatryggingu frá VISA verður þú að borga sjálfur. 

En ég er ekki dómbær á þetta tilfelli nema að hús sagði í Kastljósi í gær að íslenskir læknar á sjúkrahúsinu hefður ekki verið tilbúnir að sækja um greiðslur á þessari ferð. En aftur á móti var þessi læknir tilbúinn að koma innan einhverja dag eða viku til Íslands og gera þessa aðgerð.

Ég veit að þetta er erfitt mál og við viljum börnum allt hið besta. En þetta verður fordæmi. Og í versta falli verður þetta þannig að ef foreldrum líkar ekki við það sem læknar hér segja þá fara þeir erlendis og eiga þá heimtingu á að fá sömu fyrirgreiðslu og Ella. 

Það hefði kostað 2,1 milljón að fá læknin hingað. Það kostað um 8 til 10 milljónir að fara þarna út. Og mér skilst að hluti af því hafi verið bið eftir að hjúkrunarfræðingur gæti komið frá Íslandi að fylgja henni heim eftir aðgerð.

Þetta er hið erfiðast mál. Las á blogginu hennar að hún fái ekki lækna til að skrifa upp á að þessi ferð hafi verið nauðsynleg.

En hún er með söfnunarreikning og ég vona að einhverjir sjóðir eða aðilar finnist til að fjármagna þetta fyrir hana. Það er nóg að vera með veikt barn þó maður sé ekki með fjármagnsáhyggjur. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.9.2008 kl. 22:45

4 identicon

Heilir og sælir; Guðmundur og Magnús krata gerfill !

Magnús Helgi ! Meiri andskotans nánasarhátturinn, allt af, hjá ykkur Samfylkingar frjálshyggju liðum. Þyrfti ekki að spara, ef í augsýn væri enn eitt sendiráðið, hjá Imbu slæpu (Ingibjörgu Sólrúnu), í farvatninu.

Þið eruð; sannkallaðir vesalingar, Magnús minn !!!

Með kveðjum samt; - hinum beztu, til Guðmundar, að vanda /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband