Utangarðsmenn. Bætt fyrir vanrækslu vinstrimanna !


   Hinn nýji borgarstjórnarmeirihluti fer vel á stað með þvi að láta
það verða eitt af sínum fyrstu verkum að finna lausn á vandamálum
utangarðsmanna. En staða þeirra hefur verið svartur blettur á 
stjórn borgarmála í fjölda ára, flestra undir stjórn vinstrisinnaðra
afla. En í gær samþykkti Velferðarráð Reykjavíkurborgar stefnu til
næstu fjögurra ára  sem felur í sér meiriháttar úrbætur í málefnum
utangarðsmanna með tryggum fjármunum í fjárhagsáætlunum til
ársins 2011.

  Það er ánægjulegt að þetta skuli gerast nú í stjórnartíð Framsóknar
og Sjálfstæðisflokks. Þetta afsannar kenningu vinstriafla að fram-
kvæmdasöm borgaraleg öfl vinni ekki fyrir þá sem verst eru settir
í þjóðfélaginu. Þvert á móti sannar þetta hið gagnstæða. Vinstrimenn
eru duglegir að hrópa alls kyns innantóma frasa um félagshyggju
og jöfnuð en framkvæma svo ekkert. Besta dæmið núna eru stórsvik
Samfylkingarinnar við öryrkja og þeirra sem verst eru settir í þjóð-
félaginu. Aðalstjórn Öryrkjabandalagsins sendi frá sér yfirlýsingu
í s.l viku um stórversnandi afkomu öryrkja. Þvert á það sem Sam-
fylkingin, Jafnaðarmannaflokkur Íslands, lofaði fyrir kosningar með
Jóhönnu Sigurðardóttir félagsmálaráðherra fremsta í flokki. Niður-
staðan er nú sú að öryrkjar hafa ALDREI haft það eins slæmt í ára-
tugi og einmitt  nú undir stjórn ,,Jafnaðarmannaflokks Íslands" m.a
vegna óðaverðbólgu sem Samfylkingin ber 100% ábyrgð á. 

  Sem betur fer er hefur verið myndaður nýr borgarstjórnarmeiri-
hluti sem setur velferð borgarbúa í fyrirrúm. Ekki síst hina verr-
settu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það sagði einhver úr meirihlutanum í dag að það væri reiknað með að þetta kostaði 30 milljónir. Held að þetta eigi nú eftir að reynast mun dýrara. Þeir haf nú í 2 ár veigrað sér við að finna þessum smáhýsum pláss og peninga til að setja þau upp.

Við höfum nú áður rætt um öryrkjana og að staða þeirra hefur stórbatnað eftir að þau mál losnuðu undann áhrifum framsóknar. Þannig veit ég t.d. að þeir öryrkjar sem ég veiti þjónustu hafa aldrei verið með tekjur sem nálgast lámarkskaup fyrr en núna.

Held að það séu fleiri en öryrkjar sem eru að upplifa versnandi afkomu núna. Hvernig má annað vera þegar að krónuskrattinn er í sögulegu lámarki. Hefur fallið um 30% frá áramótum. Og vextirnir eru 20 til 25%.

Held að þú ættir að fara sparlega í að hnýta í Jóhönnu. Hún er virkilega að vinna sína vinnu.

Og óðaverðbólgan er talinn aðalega vera vegna þess að krónan hefur fallið hratt. Sem og að Reyðarál sem framsókn kom á koppinn og fleiri ævintýri héldu krónunni allt of hárri.  

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.9.2008 kl. 00:44

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. ÖLL kjör almennings í landinu hafa VERSNAÐ, þ.á m öryrkja í 15%
verðbólgu. Um það þarf  EKKI að deila, segir sig sjálft. Allar bótahækanir
hafa því rýnað verulega, enda væri Öryrkjabandalagið ekki að kvarta nema
svo væri.  Þetta eru bara blákaldar staðreyndir Magnús minn og ég skil
hversu leiðinlegt þetta er fyrir ykkur krata sem lofuðu stórbættum kjörum fyrir öryrkja, aldtaða og fl sem minna meiga sín FYRIR KOSNINGAR. Nú bara
blasa staðreyndirnar blákallt við undir stjórn og ábyrgð ,,Jafnaðarmanna-
flokksins".

Verðbólgan er að sjálfsögðu að stórum hluta vegna ÓSTJÓRNAR  í efnahags-
málum frá því að Samfylkingin kom illu heilli í ríkisstjórnina.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.9.2008 kl. 09:16

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Öryrkjabandalagið stóð í stríði við fyrri ríkisstjórn og málaferlum. Gaman að vita hvaða það er sem þú vildir að ríksstjórnin mundi gera til að ná niður verðbólgu?

Ef ég man þetta rétt þá segja menn að til að ná niður verðbólgu þarf að draga úr þennslu, draga úr víxlhækkun launa og verðlags, koma gjaldmiðli í jafnvægi.

En eina sem menn boða er ný stóriðja sem er eimitt það sem við erum að finna fyrir núna. Þ.e. að stóriðjan á Reyðarfirði sem og virkjun ullu því að krónan hér varð allt of hátt skrá vegn þess að hingað streymdu hundruð millarða og þúsundi verkamanna til að vinna við þetta.

Hér í dag er engin kreppa. Hér er ekkert atvinnuleysi hér hefur fólk það betur en það hafði fyrir 5 árum. Held að það sé nú rétt að slaka aðeins á.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.9.2008 kl. 11:29

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og mundu að það eru Sjálfstæðismenn sem leiða þessa ríkisstjórn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.9.2008 kl. 11:30

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Hef margsinnis talað fyrir því hér og skrifað um það grein í MBL í
sumar að fljótvirkasta leiðin til að ná niður verðbólgu og stöðugu gengi
sé að hefa myntsamstarf við Norðmenn. Stýrivextir þar eru um 4% -
Þetta væri hægt að framkvæma á skömmum tíma. Eftir sem áður heldum
við sjálfstæðri mynt sem er bráðnauðsynlegt til að mæta óviðsjáanlegum
efnahagslegum skakkaföllum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.9.2008 kl. 12:48

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Samfylkingin ber FULLA ábyrgð á efnahagsöngþveitinu eins og
Sjálfstæðisflokkurinn!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.9.2008 kl. 12:50

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Benedikt. Jónaz Haralz er haldinn ESB-þráhyggju og sér ekkert annað.
Ef við færum í myntsamstarf við Norðmenn yrðu við eftir sem áður með
íslenzka krónu og seðlabanka. Myndum binda þá íslenzku við þá norsku
með ákveðum frávíkum, frávíkum sem við gætum alltaf samið um að
breyta ef efnahagsforsendur hér á landi gæfu tilefni til. Það gætum við
hins vegar alls ekki gert komnir með erl. mynt, td evru. Þá yrðum við í einu
og öllu lúta Evrópska seðlabankanum um gengi og  vexti án tillits til NEINNA
efnahagsaðstæðna hér á landi.  Er nokkuð vit í því? Er ekki miklu betra
að hafa eitthvað um það að segja hvernig við gætum brugðist við að-
steðjandi efnahagsvanda og unnið okkur útúr því.?

Norsk króna er mjög sterkur gjaldmiðill varin af norska olíusjóðnum.
Þyrftum þá ekki að taka stór lán í útlöndum til að styrkja  gjaldeyris-
varasjóðinn. Tenging við norska krónu ylli því!

Kosturinn við þetta er líka sá að ef okkur líkaði ekki við slíkt mynt-samstarf
væri ALLTAF hægt að hætta við. En þú hættir ekki svo auðveldlega við erl.mynt eftir  að þú hefur tekið hana upp.

Held að við ættum að byrja á þessu fyrst áður en við förum að taka upp
erl mynt sem við hefum EKKERT með að segja.

Þetta fyrirkomulag myndi 100% tryggja okkar fullveldi í peningamálum.
Þetta yrði SAMSTARF við Norðmenn og VIÐ myndum alltaf hafa  síðasta
orðið ef okkar þjóðarhagsmunir yrðu í húfi. EKKERT framsal á fullveldi!
Er fullkomlega samkvæmur sjálfum mér í þessu Benedikt. Hins vegar
viðurkenni ég að krónan okkar sé of smá  í dag  til að vera 100% fljótandi í
þeim ólgusjó sem nú er á alþjóðlegum peningamörkuðum.

Svo er heldur ekkert sem bannað það að miða krónuna við ákveðna
myntkörfu með ákveðnum frávikum. Það eru svo ótal aðrar leiðir til
betri en að ganga í ESB og taka upp evru...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.9.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband