Jákvæðir atburðir í Georgíudeilunni


   Skv. AP fréttastofunni hafa rússneskir hermenn hafið brottflutning
frá Georgíu í samræmi við samkomulag við Frakklandsforseta á dög-
unum. En Rússar hafa lýst því yfir að þeir munu draga heri sína innan
mánaðar frá Georgíu, nema frá S-Ossetíu og Abkasíu. Þar verða eftir
7.600 hermenn skv. óskum S-Osseta og Abkasíu.

  Þá berast fréttir að fjögur herskip NATO hafi í dag haldið úr Svarta-
hafi. - Allt bendir því til að spennan varðandi Gerogíu fari mjög minn-
kandi og að skynsemin ráði för.  Enda gjörsamlega út í hött að helstu
kristnu þjóðir heims berjist á banaspjótum. Vestrænum ríkjum og
Rússum stafar miklu meiri hætta af öfgafullum íslamistum sem stefna
að heimsyfirráðum og útrýmingu vestrænna gilda og kristinna við-
horfa.   Gegn slíkum ófögnuði eiga þessar þjóðir að standa saman,
en ekki að eiga í innbyrðisdeilum eins og í Georgíu á dögunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þrátt fyrir yfirvarpið þá fer lítið fyrir kristilegum gildum hjá þeim sem sitja við völd í Bandaríkjunum. Það er eitt að segjast vera kristinn og annað að vera það. Að hafa átt þátt í að murka lífið úr þúsundum manna með hernaði í Írak á ekkert skilt við hugmyndafræði krists.

 Það er auðvelt fyrir okkur íslendinga að setja okkur á háan hest og tala um lýðræði og frelsi en hafa í raun enga hugmynd um hvað stríð er. Veist þú Guðmundur hvernig það er að búa í stöðugum ótt?

Ekki lepja upp allan stríðsáróðurinn og haturskilaboðinn sem þeir háu herrar frá Washington senda í gegnum fjölmiðla sína til þess að réttlæta framtíðar hernaðaráform sín í mið-austurlöndum. Þeir segjast vera berjast fyrir lýðræði, frelsi og kristin gildi en raun og veru berjast þeir fyrir mamon og ófrelsi. 

Kæri Guðmundur, ekki blekkjast af þessum málflutningi þessara manna. Þeir starfa í nafn Lúsifers, ekki krists.  

Góðar stundir.

Stefán (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband