Leitum frekar eftir þýzk-frönskum varnarsamningi !
14.9.2008 | 00:33
Bæði forsætis-og dómsmálaráðherra virðast hafa áhyggjur af
hernaðarumsvifum Rússa. Gefa í skyn að brottflutningur banda-
riska hersins frá Íslandi hafi verið ótímabær, og margir vestra
séu komnir með bakþanka. Augljóst er að forsætis-og dómsmála-
ráðherra yrðu fyrstir manna til að fagna afturkomu bandariks
hers til Íslands. - Forsætisráðherra sagði í gær að íslenzk stjórn-
völd myndu gera ráðstafanir ef umsvif Rússa ykust frá því sem
nú er umhverfis landið. Í hverju yrðu þær ráðstafanir fólgnar?
Tilkoma bandariks hers til Íslands aftur ?
Að sjálfsögðu eiga Íslendingar að sjá til þess að varnar- og
öryggismál þeirra séu sem best tryggðar á hverjum tíma. Þess
vegna þarf að stórauka okkar eigið framlag til þessara mála í
hlutfalli við framlag annara NATO þjóða til eigin varna. Hins vegar
verður ekki hjá því komist vegna fámennis þjóðarinnar að Ísland
taki upp sérstaka samvinnu við aðrar vinarþjóðir, í öryggis- og
varnarmálum eins og nú hefur verið gert við Dani og Norðmenn.
Svokallaður varnarsamningur Íslands við Bandaríkin er hins vegar
EKKERT til að treysta á. Innantómt haldlaust plagg. Framferði Banda-
ríkjamanna við brottför USA hers af Íslandi fyrir nokkrum árum gagn-
vart íslenzkum stjórnvöldum var slíkt, AÐ EKKI KEMUR TIL GREINA
að fá bandariskan her aftur. Slikur var hrokinn og yfirlætið frá banda-
riskum stjórnvöldum. Hroki sem syndi svart á hvítu að það voru fyrst
og framst vegna bandariskra hagsmuna sem her þeirra var hér á
landi. Hernaðar-og öryggishagsmunum Íslendinga kom þeim EKKERT
við þegar á reyndi og þeir fóru af landi brott.
Þess vegna eiga íslenzk stjórnvöld þegar í stað að segja upp svo-
kölluðum varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna. Í kjölfar þess
á að leita eftir sérstökum varnarsamningi við tvær öflugar NATO-
þjóðir, Þýzkaland og Frakkland. En báðar þessar miklu vinarþjóðir
Íslendinga hafa sýnt öryggis-og varnarmálum Íslands mikinn áhuga.
Nú fyrr í sumar önnuðust franskar herþotur loftrýmiseftirliti í lofthelgi
Íslands með miklum sóma. Frakkland er mjög öflugt kjarnorkuvætt
herveldi, og þýzki herinn er meðal þeirra öflugustu í heimi. Ísland yrði
því í vel sett með varnarsamning við þessar vinarþjóðir í NATO. ÞEIM
YRÐI HÆGT AÐ TREYSTA!
Annars er þessi vaxandi spenna Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi
áhyggjuefni, og sem Bretar virðist taka undir. Engil-saxnesk spenna
gagnvart Rússum er torskilin, því nú hafa Rússar öðlast frelsi undan
járnhæl heimskommúnismanns, tekið upp frjálst markaðskerfi og
lýðræðislega stjórnarhætti, og leitt kristna trú til vegs og virðingar
á ný. Það er eins og engil-saxanir vilji ekki silja þetta, heldur horfa
fram hjá hinni raunverulegri ógn sem steðjar að vestrænni menn-
ingu og gildum í dag, sem er uppgangur öfgafullra íslamista á
Vesturlöndum og víðar. Það er hættan, en ekki KRISTNIR RÚSSAR!
Þýzk- franskur varnarsamingur er því málið. Myndi auk þess mjög
styrkja okkar pólitísku stöðu við ESB VERANDI UTAN ÞESS, með slíkan
samning við tvö öflugustu ríki þess. - Því þau sjá og skilja sívaxandi
mikilvægi hernaðarlegs jafnvægist á N-Atlantshafi og Norðurhöfum.
Hagsminirnir fara því saman !
Enn stafar ógn af hernaði Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:51 | Facebook
Athugasemdir
Það er hugsanlegt að hægt sé að gera samning við þessar ESB þjóðir, en líklegra er þó að þær bendi okkur á að semja beint við ESB, sem væri sennilega ágæt lausn. Nærri jafn góð og að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Þangað liggur leiðin hvort sem er og varla eftir neinu að bíða.
Tek undir með þér að best er fyrir okkur að eiga samstarf við þjóðirnar í ESB.
Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 01:27
Nafni. Þú ert með ESB á heilanum. Er hér að tala um VARNARSAMSTARF innan NATO sem kemur ESB-ruglinu EKKERT við! Enda voru hér franskar
herþotur í sumar og Þjóðverjar hafa sýnt vörnum Íslands mikinn áhuga
burt séð frá einhverju ESB-rugli!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.9.2008 kl. 01:34
Ég er nú voðalega hræddur um að ef umsvif rússa verða eitthvað í líkingu við það sem sumir óttast, verði það kanar sem hertaka landið okkar, engir hafa eins mikilla hagsmuna að gæta á þessu svæði en þeir....
....að ímynda sér að rússar komi hér með flotadeild og hertaki landið.....þvílík vænisýki og veruleikafirring...
( sjá síðuna fiskurfiskur.blog.is )
Haraldur Davíðsson, 14.9.2008 kl. 01:35
Málið er að það er einfaldlega alls ekki hægt að treysta Bandaríkjamönnum
ef þeir bara fara og koma þegar ÞEIM hentar eða þýkist svo. Það er EKKI
gagnkvæm varnarsamvinna sem treystandi er á. Utan þess er bandarisk
utanríkisstefna þannig að best er að vera ekki tengdur við hana á nokkurn
hátt.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.9.2008 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.