Er ekki frumskylda fólks í stjórnmálum að hafa skoðanir?
18.9.2008 | 17:26
Í Frttablaðinu í dag skrifa þau Birkir Jón Jónsson, Páll Magnússon
og Sæunn Stefánsdóttir langloku um Evrópumál. Þar krefjast þau
þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja á um aðild að Evrópusamb-
andinu. Að sjálfsögðu mun fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um
aðild þegar og ef aðildarumsókn hefur farið fram og samningsdrög
liggja fyrir. En er það ekki fyrst sem hinn pólitíski vilji Alþingis verði
að liggja fyrir áður en sótt er um aðild? Er ekkki fyrsta skrefið í jafn
stórpólitísku máli að skýr afstaða alþingismanna liggi fyrir ? Því hinn
pólitíski vilji HLÝTUR fyrst að myndast á hinu háa Alþingi. Eða búum
við ekki lengur við þingræði?
Að henda jafn stórpólitísku máli og aðild Íslands að ESB í þjóðar-
atkvæðagreiðslu án þess að hinn pólitiski vilji Alþingis liggur fyrir er
út í hött. Allir eru að tala um að málið sé rætt og skoðað í botn. Er
ekki Alþingi einmitt sá staður sem hin pólitíska niðurstaða þarf fyrst
að fást? Ef ekki, hvað erum við þá að gera með þingræði?
Tillaga þremininganna í Fréttablaðinu í dag er því út í hött. Sem
fólk í stjórnmálum hefði þetta fólk fyrir það fysta átt að lýsa skoðun
sinni til aðildar Íslands að ESB umbúðalaust, og í framhaldi að því
að skora á Alþingi að taka efnislega afstöðu til málsins. Hvorugt var
gert!
Það er mjög skringilegt svo ekki sé meira sagt horfandi upp á
fólk í stjórnmálum, þorandi ekki að gefa upp hug sinn í einu
stórpólitíska máli lýðveldisins. Hvernig getur þetta fólk haldið að
það komist upp með slíkt? Er það ekki frumskylda þess að hafa
skoðanir á mönnum og málefnum, ekki síst stórpólitískum átaka-
málum hverju sinni? Er það ekki atvinna þess? Atvinna sem það
fær greitt fyrir!
Að það þurfi aðildarumsókn til að vita hvað er í boði er rugl!
Öll gögn sem máli skiptir í Evrópumálum liggja fyrir. Pólitísk
afstaða er hins vegar það sem hver og einn verður að gera
upp við sálfan sig. Hendir því ekki í aðra!
Sú afstaða sárvantaði í umdrædda blaðagrein. -
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það var enginn stjórnmálaflokkur sem sett ESB aðild á oddinn fyrir síðustu kosningar.
Einhverjir ungir jafnaðarmenn eru að reyna að koma núna eftir á með einhverja ESB áherslur og reyna að benda á eitthvað sem enginn vildi gangast við í kosningunum.
Ef einhverjir stjórnmálamenn eða flokkar vilja ESB aðild eða aðildarviðræður. þá verða þeir að koma skýrt fram fyrir kosningar og segja það. annað er aumingjaháttur. að koma bara fram milli kosninga með einhver áherslumál en þora ekki að berjast fyrir þeim í gegnum þingkosningar er að ganga á bak orða sinna.
Nú geta þessir ungu Framsóknarmenn farið inn í næstu kosningarbarráttu og prófkjör eða uppstillingar, með sín áherslumál og barist fyrir kosningu sinni með þessi áherslumál í brennideppli. ekki bara að þaga þunnu hljóði þangað til eftir kosningar.
Fannar frá Rifi, 18.9.2008 kl. 18:05
Það sem ég er að tala um Fannar er að sá eða sú sem gefur sig í stjórnmál
í dag VERÐUR að hafa SKÝRA stefnu í þessu stærsta pólitiska hitamáli
lýðveldisins. Annars hefur bara viðkomandi EKKERT í stjórnmálin að gera.
Birkir, Páll og Sæunn eru ESB sinnuð. Allt í lagi með það. En þá eiga þau að
koma hreint fram og segja það. Hálf-kveðnar vísur ganga ekki í þessu
máli, bara alls ekki!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.9.2008 kl. 20:37
Frumskylda kjörinna fulltrúa er að framfylgja vilja meirihluta þeirra sem kusu þá.
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.9.2008 kl. 21:59
En samt að hafa engar persónulegar skoðanir skv. sinni sannfæringu
Magnús skv. stjórnarskrá hafi viðkomandi náð svo langt að verða þingmaður? BULL!!!!!!!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.9.2008 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.