Ríkisstjórnin er STEINDAUÐ !


   Miðað við hversu undraskjótt og ákveðið bandarisk stjórnvöld
brugðust við aðsteðjandi kreppu á bandariskum fjármálamörkuðum,
er ríkistjórn Íslands steindauð borin saman við þá bandarisku. Þó
er verkefni bandariskra stjórnvalda meiriháttar risavaxið sem hefur
ekki bara áhrif á bandariskt efnhagslíf, heldur heiminn allan. Já það
er undravert hvernig þing og ríkisstjórn  Bandaríkjanna  urðu fljót
að bregðast við, ganga í málin, og láta verkin tala á örfáaum dögum.
Og hvernig nánast bandarisk þjóðarsátt náðist um niðurstöðuna,
þótt hún sé vissulega ekki yfir gagnrýni hafin. 

  Á Íslandi er þetta allt öðruvísi háttað. Hér ríki nánast öngþveiti
í efnahagsmálum. Okurvextir og óðaverðbóga sem fólk og fyrir-
tæki eru að sligast undan.  Samt gerar stjórnvöld nánast EKKERT
sem máli skiptir. Af hverju er ekki kallað til ALVÖRU þjóðarsáttar?
Fulltrúar helstu hagsmunaðila setjist niður ásamt stjórnvöldum,
og standi ekki upp frá borði fyrr en niðurstaða er fengin. Hvers
vegna í ósköpunum er ekki fyrir lifandis löngu búið að breyta um
peningastefnu, sem í dag er gjaldþrota? Hvers vega er ekki fyrir
löngu búið að hreinsa til í Seðlabankanum? Setja EINN seðlabanka-
stjóra með faglega þekkingu á peningamálum? Já hvers vegna er
Íslandi ekki stjórnað miðað við íbúafjölda þess? Öryggisráðsrugl,
Shengenrugl, og ótal fjárfrek og himinhá útgjöld í útlöndum
skorið niður og hætt við? Skrúfað fyrir ALLT bruðl í ríkisfármálum!

   Fyrst Bandaríkjamenn gátu brugðist eins skjótt við sínum rísa-
vöxnu vandamálum í  efnahagsmálum, þá eiga  Íslendingar  að
geta gert það líka. Munurinn er hins vegar sá að stjórnvöld Vestra
eru LÍFANDI, en  á  Íslandi  ekki  einu  sinni  með  lífsmarki, heldur
STEINDAUÐ!
mbl.is Ný útfærsla björgunarpakkans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Stjórnvöld eru nú engu búin að bjarga þarna í USA. Það fór stór banki á hausinn í dag þar. Og svo þetta:

Áætlanir Bandaríkjastjórnar um að koma á fót 700 milljarða dollara sjóði til að rétta efnahag landsins af eru farnar út um þúfur.

Þingmenn Repúblikanaflokksins höfnuðu tillögum stjórnarinnar og sigldi málið endanlega í strand á fundi með Bush forseta síðdegis í gær. Um tíma leit út fyrir að tækist að landa málinu en niðurstaða fundarins varð að lokum sú að farist hefði fyrir að semja um ýmis grundvallarskilyrði fjárveitingarinnar sem myndi skapa fleiri vandamál en hún leysti. (www.visir.is )

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.9.2008 kl. 08:37

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

En það breytir ekki því Magnús að menn Vestra eru á haus að vinna að
launs mála fyrir opnum tjöldum. En hér heima virðist nasta lítið gerast.
Bæði hjá Seðlabanka og ríkisstjórn.  Af hverju er hinni gjaldþrota peninga-
stefnu sem ALLIR eru sammála að sé gjaldþrota ekki breytt þegar í stað?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.9.2008 kl. 09:56

3 identicon

Við hljótum að þurfa að ganga í ESB. Þetta gengur ekki til lengdar.

Baldur (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 10:27

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Baldur.Þá færum við fyrst úr öskunni í eldinn!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.9.2008 kl. 13:25

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Tek undir með Baldri.

En hvað vilt þú að ríkið geri

  1. Á það að yfirtaka vafasöm útlán bankana?
  2. Á það að gefa eigendum bankana fé?
  3. Á það  að taka risa lán og hefja vegaframkvæmdir um allt land til að skapa vinnu. Jafn vel þó það kosti það að hækka þurfi skatta til að borga af því?
  4. Á ríkið að setja lög um launalækkun til að draga úr neyslu?
  5. Hvað er það sem þú sérð að þau geti gert?
  • Þau hafa nú þegar tryggt Seðlabankanum aðgang að 500 milljörðum
  • Þau eru að vinna að fjármálafrumvarpi sem við eigum eftir að sjá.

Það sem ég vildi að gert yrði er að strax á morgun verði tilkynnt að íslenska ríkið ætli að hefja við ræður við ESB um inngöngu.

  • Þar yrði lögð m.a. áhersla á að við hefðum fullt vald yfir fiskimiðum og nýtingu þeirra
  • Lögð yrði áhersla á að Seðlabanki ESB mundi verja krónuna þar til við höfum náð skilyrðum til að ganga inn í Evru samstarfið og taka hana upp.
  • Lögð yrði áhersla á að sérstaða okkar sem fámennrar dreifbýlar þjóðar yrði að fullu virt. Og eins að við fengjum styrki sem byggð á norðlægum slóðum eins og Finnland og Svíþjóð.

En þeir sem gagnrýna stjórnina sem mest  koma ekki með fullmótaðar tillögur um hvað þeir vilja að gert sé.

Reyndar í dag er verið að tala um að reka Davíð sem ég teldi gott. Og að auka útgáfu ríkisskuldabréfa sem mundi auka gjaldeyri í umferð sem og krónur. EN maður heyrir ekki um neinar heildar lausnir. Og margt sem hefur verið stungið uppá hefur síðar komið í ljós var mjög gott. Eins og tillögur framsóknar um að tafarlaust yrði tekið 500 til 1000 milljarða lán hvað sem það kostaði. Einhver benti á að það hefði þá kostað okkur milli 15 og 30 milljarða að borga af því á ári. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.9.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband